Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 12

Nýtt Helgafell - 01.11.1957, Síða 12
06 HELGAFELL Þúsund kristal-kastanéttur klufu dagsins fyrstu skímu. Grænt, grænt, svo gott og grænt! vindur grænn í grænu laufi. Ofar leita lagsmenn tveir. Langir vindar eftir skilja bragð á tungu blandið keim beiskum sem af galli og myntu. Seg mér, lagsi, hvar er hún, hvar er telpan þín, sú bitra? Hún sem beið þín ærið oft, ot't og lengi hlaut að bíða, blómleg ásýnd, hrafnsvart hár, hér á þessum grænu svölum! Yfir tjarnar-flötinn fram flökkumærin lætur sveiflast. Hörund grænt og grænir lokkar, glitrar silfur-hrím í augum. Mánaglitað klakakerti kroppnum heldur ofan vatnsins. Innileg varð óttnstund einsog torg í litlu þorpi. Gæzluliðar dauðadrukknir dynja létu knefa á hurðum. Grænt, ó, grænt, svo gott og grænt! Vindur grænn í grænu laufi. Gnoðin yfir djúpri röst. Hesturinn á heiðar-klifi. Rafael Alberti EF MINN RÓMUR . . . Ef minn rómur deyr á landi þá berið hann útað sjó og skiljið við hann á ströndu. Þið berið hann útað sjó og þið kveðjið hann til stjórnar á orustuskipi hvítu. Ó minn rómur fagurbúinn öllum sjómennskunnar táknum: fyrir ofan hjartað anker, yfir ankerinu stjarna og yfir stjörnunni stormur og yfir storminum segl. Helgi Hólfdanarson íslenzkaði. Þýðandi hefir notið aðstoðar sr, losé Antonio Fernóndez Romero.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.