Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 60

Nýtt Helgafell - 01.12.1958, Blaðsíða 60
146 HELGAFELL ismans og aftur til þjóðernisstefnunnar, virðist manni samt ávallt hafa verið trúr aðdáandi Nietzsches hið innra með sér. Hinn storma- sami lífsferill hans kemur manni svo sannar- lega fyrir sjónir á þann hátt, að liann sé óslitið æfintýri „ofurmennisins“, sem er sí- fellt að leita að tækifærum til þess að prófa drauma sinnar eigin dýrðar og vegsömunar. Það væri þó með öllu ósanngjarnt að líta á þetta sem yfirborðskenndan leik kvikmynda- hetjunnar. Frá því að hann ritar La Tentation de l’Occident og unz La Psychologie de l’Art birtist, skeður þó meira en venjuleg skipting á leiktjöldum. Arið 1926 var Malraux önnum kafinn við að lýsa yfir sögulegu hruni Evrópu, „þessarrar aldar, þegar aðeins dauðir sig- urvegarar sofa.“ Kommúnísk uppreisn lit- aðra þjóða heimsins virtist það eina, sem veitti honum einhverja von; en hversu tví- ræð og óljós var ekki hollusta hans við þann málstað. í bók sinni La Condition Humaine flögrar hann millum karlmannlegrar hug- sjónar sinnar um nýtt bræðralag mannkyns- ins og ölvaðrar þrár eftir athöfn og átökum, aðeins vegna þeirra sjálfra. I bók sinni Le Temys du Mépris ákallar hann bræðralags- hugsjónina enn ákafar en áður og telur hana vera eina og síðasta bjargráðið gegn sturlun og örvæntingu níhilismans. Þessi samúð hans átti sér stoðir í veruleikanum og var vígð þeim fórnum, er náðu hámarki sínu, er óþekkt- ur félagi bjargaði Kassner, kommúnistafor- ingjanum, undan pyndingum nazista. En framkvæmdi félaginn þessa dáð af eigin hvöt- um eða eftir fyrirskipunum frá flokksforyst- unni? Og getur nokkurt bræðralag livílt á öðrum stoðum en frelsi og ábyrgð einstak- lingsins? „Efnahagsleg þrælkun er óbærileg,“ var Alvear gamli látinn segja í L’Espoir, „en ef við, til þess að geta gengið af henni dauðri, neyðumst um leið til að efla og auka þrælkun á sviði stjórnmálanna, eða hernaðar eða trúarbragða eða lögregluvalds, hvað gerir það mér til í samanburði við hitt?“ Það er eins með byltingarnar og trén í skóginum, þær verður að dæma eftir þeim ávexti, sem þær bera, ekki þeim fórnum, sem þær kosta. Ég veit, að þetta eru aðeins einstök dæmi og það þarf fleiri en eina og jafnvel fleiri en tvær svölur til þess að gefi gott sumar. En þau benda þó á leið til frelsunar, örugga leið út úr myrkviði nihilismans, og þessi leið á sér upptök í þeim ákveðna og óútmáanlega eiginleika, sem á sér djúpar rætur í eðli livers manns. En svó ég snúi mér aftur að efninu. Það ákveðna, andlega ástand, sem ég vildi taka til umræðu, er náskylt þeim dæmum, sem ég hef nefnt. Eigi að síður fer það sínar eigin götur og hefur sína sérstæðu þýðingu. Það á sér til dæmis aldrei upphaf í lieimspekilegum eða vísindalegum sannfæringum, heldur nærri ávallt í einfaldri og ósjálfráðri uppreisn gegn umhverfinu, annaðhvort innan fjölskyldunnar eða félagsheildarinnar. Einn góðan helgidag hættu sumir okkar að fara til messu, ekki einungis sökum þess, að við álitum kenningar kaþólskrar kirkju vera allt í einu orðnar fals- kenningar, heldur sökum þess, að við fyllt- umst leiða við návist þess fólks, sem sótti kirkju með okkur, og við fórum að draga okkur eftir félagsskap þeirra, sem ekki gengu til kirkju. Uppreisn unga mannsins gegn því, sem hefðbundið er, mun vera mjög algengt fyrirbrigði á öllum tímum og í öllum löndum, og ástæður lians eru áhorfandanum ekki alltaf fullljósar. Eftir því hverjar aðstæðurnar eru og hvernig atvikin ber að, getur þetta leitt hinn unga mann út í að ganga í útlendinga- hersveitirnar, fremja einhvern algengan glæp, gerast kvikmyndaleikari, ganga í klaustur eða aðhyllast einhverja.r öfgastefnur í pólitík. Það, sem einkenndi okkar uppreisn, var val okkar á félögum. Úti fyrir litlu þorpskirkj- unni okkar stóðu hinir snauðu og landlausu bændur. Það var ekki sálarlíf þeirra, sem dró okkur til sín; það var neyð þeirra. Þegar valið hefur einu sinni verið ákveðið, þá kem- ur það, sem á eftir fylgir, af sjálfu sér, eins og reynslan hefur margoft sýnt. An minnstu tilraunar til andstöðu, já, jafnvel með hinum alkunna ákafa nýliðans og trúskiptingsins, fcllst maður á málfar, merki, skipulag, aga, aðferðir, stefnuskrá og kenningar þess flokks,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.