Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 20

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 20
Tvcer bronznœlur frá 6. öld e. Kr. (lllustrated London News, ág., 1955) grunnar, leifar þorps, akur, brunnar, vegarkafli o. fl. Grafreiturinn sést næstum því allur á mynd nr. 1. sem er tekin úr lofti haustið 1955. A hæð- arkambinum fyrir norðan grafreit- inn fundust áðurnefndar þorpsleifar, álíka gamlar og grafreiturinn. cn hús- grunnarnir á grafasvæðinu, sem sjást all greinilega á mynd nr. 1, eru yngri, líklega minjar síðustu húsanna á Lindholm Höje. Langflestar eru grafirnar bruna- grafir í mynd brunaflekkja (e. cre- mation patches), en rúmlega 30 eru líkgrafir. Eftir ytra frágangi skipt- ast brunagrafirnar í 9 aðalflokka. Stærsti flokkurinn eru brunaflekkir án umgjarða, en af þeim, sem eru um- luktir steinaröð, liafa flestir skiplaga 18 umgjörð, þá koma sporöskjur, þrí- hyrndar umgjarðir, kringlóttar, fer- hyrndar og tígullaga. Sumir bruna- flekkir liggja undir moldarþúst, fáein- ir í kringlóttum gryfjum. Svo er að sjá, bæði af haugfé og öðru, að elztu grafirnar liggi á háhæðinni, og hefur greftrun hafizt þar á 5. öld e. Kr., algengasta steinaumgjörð er þrí- hyrnd. Miðsvæðis á grafreitnum eru skip og sporöskjur í meirihluta, flest frá 7. og 8. öld, en neðst í brekkunni, þ. e. syðst, eru skipin langalgengust. Þessi hluti er einkum frá 9. og 10. öld, þ. e. víkingaöldinni. Margar undan- tekningar eru frá þessari skiptingu, því eftir að sandfok hófust gerðu menn hiklaust nýjar grafir í sandinn fyrir ofan hinar gömlu og sáust ekki DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.