Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Blaðsíða 56
AIRWAVES föstudagur 19. október 200756 Helgarblað DV TónlisT Single Drop á NASA Hljómsveitin single drop steig á svið á Nasa klukkan 20.15 síðastliðinn miðvikudag en single drop sendi frá sér samnefnda plötu fyrr á árinu. sveitina skipa þau birkir rafn gíslason, Ásta sveinsdóttir, egill örn rafnsson, Leifur Jónsson og ragnar Zolberg rafnsson. Ásta sveinsdóttir söng af mikilli innlifun við samræmdan og kröftugan undirleik. tónlistin fangaði strax athygli mína og upplifði ég þó nokkur gæsahúðaaugnablik. Lagið ocean hljómaði einstaklega vel sem og síðasta lagið I Will follow sem náði kröftugu risi undir lokin og verð ég að viðurkenna að ég hefði alveg verið til í að hlusta á nokkur lög til viðbótar. Utandagskrártónleikar á Airwaves! föstudagur kl. 17.15: 12 tónar – singapore sling föstudagur kl. 18.00: skífan – Jenny Wilson Laugardagur kl. 15.00: smekkleysa – bloodgroup Laugardagur kl. 16.00: kaffibarinn – bedroom Community Laugardagur kl. 19.10: skífan – Motion boys Grasrætur á Grand Rokk blús-rokkhljómsveitin grasrætur spilaði á grand rokk klukkan 21 á miðvikudaginn og stóð sig með prýði. undirrituð hafði einungis heyrt eitt lag frá sveitinni og líkað það vel og fannst því full ástæða til að skella sér á hljómleikana. Mikilla doors-áhrifa gætti í lögunum og mátti jafnvel sjá örlitla Jim Morrison-takta hjá söngvaranum. sveitin stóð sig vel og spilaði sækadelískt blús-rokk sem hélt mér vel við efnið í fyrstu en náði þó ekki að halda athygli minni út tónleikana. Í heildina séð stóð grasrætur sig vel en undir blálokin var mér farið að finnast lögin frekar einsleit og það var eitthvað örlítið sem vantaði upp á til að mig langaði að heyra meira. Ég efast hins vegar ekki um að grasrætur sé komin til að vera og eigi bara eftir að verða betri með tímanum. Smoosh á NASA bandaríska krútthljómsveitin smoosh náði að troðfylla Nasa á miðvikudag- inn en hljómsveitin samanstendur af þremur systrum á aldrinum ellefu til fimmtán ára. Þessar ungu stelpur semja allt sitt efni sjálfar. Meirihluta tónleikanna voru einungis tvær systranna á sviðinu, þær Chloe sem spilaði á trommur og alya á hljómborði auk þess að syngja. Yngsta systirin spilaði svo með þeim á bassa í nokkrum lögum og var eitthvað allt of krúttlegt við þessa pínulitlu stelpu plokka bassann af ákafa. Ég verð að viðurkenna að ég varð mjög svo impóneruð yfir trommuleiknum en Chloe er gríðarlega hæfileikarík miðað við aldur. smoosh náði að halda uppi miklu stuði á Nasa og var mjög skemmtilegt að sjá þær kovera bloc Party-slagarann this Modern Love. Það virðist alltaf vera sami hausverkurinn að reyna að sjá allar sínar uppáhaldssveitir á jafnveglegri tónlistarhátíð sem Iceland Airwaves þar sem nóg er um að vera á skömm- um tíma. Við hjá DVsettum hins vegar saman leiðarvísi með því sem okkur fannst bera hæst sem vonandi auðveldar ykkur valið í ár. Föstudagur Það er langt kvöld fram undan og eins gott að koma sér strax í stuð. Mr. silla er með íðilfagra rödd og syngur meðal annars með múm en hér er hún ásamt hinum eiturhressa Mongoose en útkoman er lágstemmd og seiðandi elektrótónlist með blúsívafi sem er góð byrjun á góðu kvöldi. Nasa Mr.Silla & Mongoose NASA kl.20.00 Hér erum við hins vegar komin í smá bobba því við viljum líka sjá skakkam- anage á Nasa á sama tíma og trentemöller á Listasafninu. enda er skakkamanage alveg hrikalega kraftmikil sveit sem gaman er að sjá á tónleikum. Skakkamanage NASA kl.21.30 breskir indírokkarar sem hljóma eins og blanda af dimmum Joy division- slögurum og melódískri Cure-klassík. Hér er á ferðinni eðalindírokk sem er gott að heyra svona rétt aðeins til að hressa sig við eftir langa og stranga dagskrá kvöldsins hingað til. Computerclub Lídó kl.01.15 Þú hefur ágætis tíma til að taka röltið upp á Lídó eftir deerhoof-tónleikana ef þú ætlar að sleppa of Montreal og ættir meira að segja að ná að fá þér einn öl áður en hinir ofursvölu rokkabillíblús- töffarar John spencer og Matt Verta-ray stíga á svið en þeir eiga pottþétt eftir að skapa tryllta stemningu. Heavy Trash Lídó kl.00.15 enn einu sinni er erfitt að velja hvert sé best að fara en það lítur allt út fyrir það að valið standi á milli bandarísku sveitanna of Montreal og Heavy trash en sú fyrrnefnda spilar í Hafnarhúsinu á miðnætti. of Montreal spilar indípopp og hefur sveitin oft verið dásömuð fyrir frábæra frammistöðu á tónleikum. Of Montreal ListasafnRvk.kl.24.00 danski raftónlistarsnillingurinn trentemöller er hefur getið sér gott orð undanfarið en nú er hann ásamt tónlistarmönnunum Henrik Vibskov og Mikael simpson í tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni the Last resort sem fékk víðast hvar einróma lof gagnrýnenda. Trentemöller ListasafnRvk.kl.21.30 Það er úr miklu að velja klukkan ellefu en eftir miklar vangaveltur er stefnan tekin á gaukinn að sjá bandarísku indírokksveitina deerhoof enda segja kunnugir að sveitin sé mögnuð á tónleikum. tónlist deerhof er erfitt að skilgreina á einhvern einn ákveðinn hátt svo mættu bara á gaukinn og við lofum góðum tónleikum og einstakri upplifun. Deerhoof Gaukurinn kl.23.00 Nú er kominn tími til að færa sig yfir á gaukinn sem er mjög hentugt hvort sem þú varst á Nasa eða Listasafninu. Það eru engir aðrir en hinir útúrrokk- uðu og svölu drengir í reykjavík! sem ætla að fara úr að ofan og trylla lýðinn. Reykjavík! Gaukurinn kl.22.15 Laugardagur Johnny & The Rest Það er um að gera að starta laugar- dagskvöldinu á nettu blúspartíi og fara á grand rokk og sjá eina efnilegustu blúsrokkara landsins í dag í þrusugóð- um gír. strákarnir unnu í hljómsveita- keppninni krúnk sem get rVk stóð fyrir í vor og ekki að ástæðulausu. GrandRokkkl.20.45 Ms John Soda eftir blúsinn á grand rokk er málið að rölta niður í Iðnó og sjá þýsku elektrópopparana í Ms John soda. Hljómsveitin spilar lágstemmt elektrónískt popp við íðilfagran söng sem nær svo sannarlega að fanga athygli þína. Iðnókl.21.30 Chromeo ef þú ætlar ekki á bloc Party, þá eiginlega bara verður þú að sjá Chromeo. Chromeo er brjálaður partídúett sem spilar elektró-fönk sem fær þig til að vilja hoppa upp á borð og byrja að dansa enda með dansvænstu hljómsveitum nútímans. Gaukurinnkl.24.00 Radio LXMBRG Nú er laugardagskvöld og þess vegna ætlum við að reyna að dansa sem allra, allra mest og því er tilvalið að enda kvöldið í heitu elektró-grúvi frá svíþjóð. Hljómsveitin gaf nýlega út sína aðra breiðskífu, trivial Matters, sem er alveg hrikalega hress og fönkí. Lídókl.01.15 Bloc Party Nú eru aftur komið að erfiðu vali en bæði bloc Party og Chromeo spila klukkan tólf. bloc Party er ein heitasta indí-popp-rokk hljómsveit bretlands og hefur nýjasta plata hennar a Weekend in the City víðast hvar fengið gríðarlega góða dóma. ListasafnRvk.kl.24.00 Ra Ra Riot Hér er á ferðinni kraftmikið indírokk- popp sem fær þig til að dilla þér og dansa eins og brjálæðingur. ra ra riot kemur frá bandaríkjunum og er þekkt fyrir hressandi sviðsframkomu og líflega tónleika. NASAkl.23.00 Strigaskór nr. 42 Nú er kominn tími til að byrja að rokka og þess vegna er stefnan tekin á organ til að sjá langþráða endurkomu þessarar hrikalega hressu rokksveitar sem hefur fyrir löngu getið sér gott orð innan íslensku rokksenunnar. Organkl.22.00 Bonde do Role Nú fara leikar að æsast því klukkan ellefu er nóg að gerast á sama tíma og er það undir þér komið hvort þú ferð að sjá brasilíska þríeykið bonde de role spila klikkað partífönk með star Wars-effektum eða skellir þér á ra ra riot á Nasa. Gaukurinn kl.23.00 Leyninúmerið á airwaves í ár er stórsveitin the Magic Numbers frá englandi en hljómsveitin mun ljúka hátíðinni í ár. sveitin hóf störf árið 2002 og hefur vakið mikla athygli víðast hvar og má því með sanni segja að þú ættir að skella þér á Nasa í kvöld og binda enda á frábæra hátíð með stæl. Það er hin breska sveit Horsebox sem hefur leikinn í kvöld en kl. 22.15 stígur the Magic Numbers á svið. NASA kl.22.15 Magic Numbers Sunnudagur AIRWAVES-LEIðARVíSIR Ari Þorgeirsson Chromeo FM Belfast Magic Numbers Block Party Bonde do Role Skakkamanage Mr. Silla & Mongoose Deerhoof Heavy Trash Krista Hall kíkti á Airwaves HHHH HHH HHHH DV Myndi: Kristinn DV Myndi: Kristinn DV Myndi: Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.