Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Blaðsíða 28
eða dráttarvélavagna. Lokaða sorpbíla má nota jöfnum liöndum l'yrir poka og tunnur.“ Bent er á, að val flutningatækja fari fyrst og fremst eftir stærð byggðarlaga og að tækin eru mismunandi hagkvæm eftir Jrví, hve Jiau eiga að Jrjóna mörgum íbúum og hversu langt er á eyð- ingarstað. Kostnaðarsamanburður í kaflanum „Kostnaðarsamanburður sorp- heimtukerfa" segir: „Annars vegar er fjallað um pokakerfi og hins vegar sorpheimtu úr tunnum og sérsmíðuðum málmílátum. Jafnframt er sýndur kostnaður af mismunandi flutningatækjum og vinnuaðferðum. sem íbúar eru færri en ca. 5.500, sé pokakerfi ódýrara en tunnukerfi. í stærri sveitarfélögum er tunnukerfi aftur á móti ódýrara. Helztu ástæð- ur Jjessa eru, að í stórum sveitarfélögum íer hin mikla afkastageta sérhönnuðu sorpflutningatækj- anna að njóta sín. Önnur ástæða er hinn mikli kostnaður, sem fylgir pokum og grindum poka- kerfisins. í sveitarfélagi með sex þúsund íbúa er kostn- aður vegna pokanna og grindanna t. d. um 1,4 milljónir króna, eða um tveir fimmtu hlutar af heildarkostnaðinuin. í sveitarfélagi af sömu stærð, Jrar sem tunnukerfi væri notað, er kostn- aðurinn af tunnunum aðeins um 170 Jrúsund krónur eða um 6% af heildarkostnaðinum. Á hinn bóginn verður að taka tillit til þess, Caterpillar-verksmiðjurnar búa sérstökum tækjum þær jarðýtur, sem ætlaðar eru til notkunar við urðun sorps á haugum. Myndin var tek- in, þegar tæki þessi voru nýlega kynnt. Á myndinni eru talið frá vinstri: Baldur Johnsen, læknír, D.P.H. forstjóri Heilbrigðiseftirlits ríkis- ins; ritstjóri Sveitarstjórnarmála; Björn Árnason, formaður Sorphírðunefndar sambandsins; Jón Sæmundsson, umsjónarmaður með sorp- haugum Keflavíkur; Ellert Eiríksson, yfirverkstjóri Keflavíkurbæjar; Jerry Smile, fulltrúi Caterpillar-fyrirtækisins, sem hingað kom til að kynna ýmsar nýjungar, sem fyrirtækið hefur á boðstólum f þessu skyni, og Sverrir Sigfússon, framkvæmastjóri hjá Heklu h.f. Leitazt er við að gera sér grein fyrir kostnaði af mismunandi sorpheimtukerfum fyrir ýmsar stærðir byggðarlaga.“ Gerður er tiltölulega víðtækur samanburður á ýmsum möguleikum og gerð töluleg grein fyrir honum í töfluformi. Hin almenna niðurstaða, út frá Jjeim forsendum, sem gefnar eru og grein gerð fyrir í skýrslunni, er Jjessi: „í stórum dráttum er niðurstaða þeirra kostn- aðaráætlana, sem hér liggja fyrir, sú, að í minni sveitarfélögum, þ. e. a. s. í sveitarfélögum, þar SVEITAUSTJÓRNARMÁL að þær sorptunnur með lausu loki, sem reiknað er með í þessunt samanburði, geta varla talizt viðunandi sorpílát frá lireinlætis- og heilbrigðis- sjónarmiði, sbr. til dæmis kröfur meðal grann- Jjjóða okkar. Sé gert ráð fyrir, að notuð séu sér- smíðuð málmílát í stað tunna, liækkar kostnað- ur á íbúa og ár um kr. 71,40 fyrir öll J^au kerfi, sem kennd eru við tunnur og gerð er grein fyrir í töflu III. Við Jæssa breytingu verður saman- burðurinn þannig, að pokakerfi verður ódýrast í öllurn tilvikum nema fyrir 11—14.000 íbúa byggð-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.