Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 56

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Side 56
ATVINNUMAL Opinber ráðgjafarþjónusta við atvinnulífið: Búnaðairáðgjöf, ferðamálaráðgjöf, atvinnuráðgjöf og átaksverkefni Oddur Már Gunnarsson, atvinnuráðgjafi Suðurlands I tilefni þeirrar umræðu sem at- vinnumál hafa fengið í tengslum við væntanlegar sveitarstjórnarkosning- ar tel ég rétt að leggja þar til nokkur orð unt opinberan stuðning við ný- sköpun í atvinnulífinu. Máli mínu skipti ég upp í fyrst það sem ég þekki best, hvernig ráðgjöf er háttað við atvinnulífið á Suðurlandi, síðan um stöðu ráðgjafarþjónustunnar í lands- hlutunum, hugleiðingar um skýrslu nýsköpunarnefndar iðnaðarráðherra og lokaorð. Ráögjafarþjónusta við atvinnu- lífiö á Suðurlandi Á Suðurlandi hefur verið mörkuð sú stefna að Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands hefur tekið við verkefni atvinnumálanefndar Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga og þeim málunt sem snerta atvinnumál er vísað til stjórnar sjóðsins og hefur verið gott samstarf á milli þessara stofnana. Hjá sjóðnum starfar atvinnuráð- gjafi Suðurlands. Sjóðurinn veitir aðilum á svæðinu ráðgjöf um at- vinnumál. Auk ráðgjafarinnar hefur sjóðurinn verið aðili að verkefnum þar sem sérstakir starfsmenn hafa verið ráðnir tímabundið til að sinna afmörkuðum málum innan ákveð- inna svæða. Þar má nefna sem dæmi átaksverkefni í vesturhluta Rangár- vallasýslu og í Mýrdalshreppi, þró- unarverkefni uppsveita Árnessýslu, ferðaþjónustuátak á Eyrarbakka og Stokkseyri og mörg önnur. Flest þessara verkefna hafa verið styrkt af Byggðastofnun og einnig hafa fé- lagsmálaráðuneytið, Framleiðnisjóð- ur og fleiri styrkt þessi verkefni. Slík verkefni hafa gert það mögulegt að vinna að ákveðnum málum sem ekki hefði verið unnt að sinna á sama hátt innan sjóðsins vegna manneklu. Sjóðurinn á aðild að stjórn þessara verkefna og eru þau unnin í nánu samstarfi við hann. í septembermánuði síðastliðnum réð sjóðurinn ferðamálafulltrúa til tveggja ára. Markmið með ráðningu hans er að vinna að heildarstefnu- mótun í ferðamálum fyrir landshlut- ann auk þess að vera aðilum á svæð- inu til ráðuneytis um ferðamál. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands veitir ódýr lán og styrki til atvinnu- lífsins á Suðurlandi. Jafnframt hefur sjóðurinn lagt hlutafé í fyrirtæki á Suðurlandi. Framreiknað hefur sjóð- urinn veitt samtals tæpar 300 millj- ónir til atvinnulífsins á þennan hátt frá stofnun hans á árinu 1981. Sjóðurinn hefur ekki mismunað umsækjendum eftir atvinnugreinum, heldur hefur verið horft til þess hvaða möguleika umsækjandi hefur á annarri fjármögnun og honum bent á hagkvæmasta kostinn. Tekjur sjóðsins eru vextir af lánum og framlög sveitarfélaga og Byggða- stofnunar. Eiginfé sjóðsins er nú um 150 milljónir króna og má ráða af því að sjóðurinn skapar sterkan grunn fyrir öflugt atvinnuþróunarstarf á Suðurlandi. Á Suðurlandi er einnig að finna ráðunautaþjónustu landbúnaðarins og útibú frá Veiðimálastofnun. At- vinnuráðgjafi hefur átt gott samstarf við báða þessa aðila þar sem verkefni hafa skarast, t.d. í ullarvinnsluverk- efninu á Þingborg og við hafbeitar- tilraun í Dyrhólaósi. Staöa ráðgjafarþjónustunnar í landshlutunum Segja má að helsti veikleiki at- vinnuráðgjafar landshlutanna nú um stundir sé að aðeins er gert ráð fyrir að einn maður sinni starfi atvinnu- ráðgjafa. Það þýðir að ef hann hættir þarf að byggja öll sambönd og sér- hæfða þekkingu upp á ný. Meðal- starfstími atvinnuráðgjafa er um það bil tvö til þrjú ár og það er um það bil sá tími sem tekur að vinna sér traust þeirra sem hann á að starfa fyrir. Atvinnuráðgjafaembættin hafa þróast mjög misjafnlega. Á Suður- landi og í Eyjafirði er samstaða hjá

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.