Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 58

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1994, Page 58
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST íþróttamiðstöð í Garði „Trú fólksins hefur verið sú að þessi íþróttamiðstöð væri sú fram- kvæmd sem Garðurinn þarfnaðist helst nú og yrði hvati að enn betri tilvist og ánægjuauki Garðmönnum til handa. Engin ein framkvæmd í sögu byggðarlagsins síðustu áratugi hefur verið umfangsmeiri og kostn- aðarsamari miðað við tekjur sveitar- sjóðs. Þetta var hreppsnefnd Gerða- hrepps ljóst er ákvörðun var tekin. Stórum áfanga er náð. Aldnir sem ungir hafa beðið þessarar glæstu að- stöðu. Þessi aðstaða mun valda þáttaskilum m.a. í skólastarfi." Þannig ávarpaði Finnbogi Björns- son, oddviti Gerðahrepps, sveitunga sína og gesti er Iþróttamiðstöðin í Garði var vígð með hátíðahöldum hinn 16. október sl. Hann gat þess í ávarpi sínu að fyrir hálfri öld, á árinu 1944, hefði verið tekið í notkun við Gerðaskóla íþróttahús sem þá var eina íþróttahúsið á Suðurnesjum, 8 x 12 m að stærð. En á síðustu árum hefur Gerðahreppur þurft að leigja aðstöðu í nágrannabyggðarlögum til íþróttakennslu til viðbótar þeirri er fram fór í þessum fimmtíu ára gamla sal. Sundlaug er hins vegar í fyrsta sinn tekin í notkun í Garði nú. Skipulögð sundkennsla fyrir nem- endur hefur farið víða fram, fyrst á Laugarvatni, hálfan mánuð í senn, og síðar í Keflavík, Njarðvík og í Sand- gerði. Finnbogi þakkaði nágranna- sveitarfélögunum velvildina í sam- bandi við kennsluaðstöðuna. Byggingarsagan Að loknu ávarpi oddvitans sagði Iþróttamiöstööin í Garöi á vígsludegi hennar 16. október 1993. ^9 íþróttasalurinn. Á miöri mynd standa Hjalti Guðmundsson verktaki og Siguröur Jónsson sveitarstjóri. 120

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.