Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVIST Sundlaug á Egilsstöðum Guðmundur Pálsson bœjartœknifrœðingur Glæsileg og notaleg sundlaug var tekin í notkun á Egilsstöðum þann 17. júní 1995, en hún leysir af hólmi eldri sundlaug, 6 x 12 metra, sem notuð hafði verið um 20 ára skeið. Nýja sundlaugin er byggð sunnan við íþróttahúsið og rekin í samvinnu við það. Undirbúningur hófst þegar íþróttahúsið var teiknað 1979 og var þá gert ráð fyrir innilaug. Ekkert gerðist þó fyrr en 1987 en þá hafði verið ákveðið að útilaug skyldi það vera enda hvar ef ekki hér þar sem sumrin eru oftast sólrík og hlý. Fyrsti hluti byggingarsögunnar er því frá 1987 en þá voru byggðir búningsklefar sem eru í tengslum við starfsemi íþróttahússins. Síðan koll af kolli, steypt sundlaugarker, aðstöðuhús, en lokaátakið hófst sumarið 1993 með verklokum í júní 1995. Alls er því byggingarsagan átta ár. Sundlaugin er svokölluð yfirfalls- laug, 12,5 x 25 metrar að stærð, með fimm keppnisbrautum. Sérstök skábraut er niður í hana fyrir hjóla- stóla og tvennar tröppur, með hand- riði og því auðveld þeim sem erfitt eiga um gang að komast niður í og upp úr. Bamalaug, 50 sm djúp, er í tengslum við laugina og gengt á rnilli. Til hliðar er sérlaug og vatns- rennibraut. Tveir heitir pottar eru við laugarbakkann og er annar með vatns- og loftnuddi. Heildarkostnaður við þessa fram- kvæmd var 1. janúar 1996 um 113 milljónir króna. Veturinn 1996 var keypt yfirbreiðsla á aðallaug og reyndist spamaður vatns við notkun hennar vera allt að 20%. Meðal- notkun á heitu vatni er nálægt 150 Sundlaugin, í baksviöi myndarinnar hús Menntaskólans á Egilsstööum og Fellin í fjarska. Myndina tók Jónas Þór Jóhannsson. Greinarhöfundur á skrifstofu sinni hjá Egilsstaðabæ. m3 á dag. Sundlaugin hefur verið mikið notuð frá upphafi og árið 1996 komu um það bil 60 þúsund gestir. Arkitektastofan Ormar Þór og Örnólfur Hall hannaði laugina, Verkfræðistofa Austurlands reikn- aði út burðarþol og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen lagnir, en tæknideild Egilsstaðabæjar hafði umsjón með verkinu í heild. 1 7 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.