Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 96

Sveitarstjórnarmál - 01.06.2001, Side 96
Umhverfismál Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á íslandi, og Jóhanna B. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Mosfellsbœ: Staðardagskrárráðstefna í Mosfellsbæ 2. apríl 2001 Fjórða íslenska landsráðstefnan um Staðardag- skrá 21 var haldin í Hlégarði í Mosfellsbæ mánu- daginn 2. apríl 2001. Ráðstefnuna sátu alls 79 manns, þar á meðal 53 fulltrúar frá 21 sveitar- félagi. Á ráðstefnunni voru flutt ijölmörg fram- söguerindi og auk þess unnið í sex vinnuhópum. Á ráðstefnunni voru fulltrúum Mosfellsbæjar og Hveragerðisbæjar veittar sérstakar viðurkenningar fyrir góðan árangur í Staðardagskrárstarfinu sið- ustu 12 mánuði. Aðalviðurkenningin, Staðardag- skrárverðlaunin 2001, kom í hlut Mosfellsbæjar, en þar hafði bæjarstjórn samþykkt fyrstu útgáfuna af Staðardagskrá 21 fyrir bæjarfélagið þann 31. janú- ar 2001. Það sem einkennt hefúr Staðardagskrár- starfið í Mosfellsbæ öðru fremur er sú mikla áhersla sem lögð hefur verið á miðlun upplýsinga til almennings og á þátttöku almennings á öllum stigum starfsins. Útgáfa fréttabréfsins Sólargeisl- ans hefur verið mikilvægur þáttur í því að treysta tengslin við almenning, en 3. tölublað Sólargeisl- ans kom einmitt út skömmu fyrir ráðstefnuna. Frá ráðstefnunni. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Bryndís Bjarn- arson, fulltrúi í stýrihópi Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ, Jó- hanna B. Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Mosfellsbae, Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á (slandi, og Herdís Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í stýrihópi Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ. Myndina tók Unnar Stefánsson. Hvatningarverðlaun íslenska Staðardagskrár- verkefnisins 2001 voru á hinn bóginn veitt Hvera- gerðisbæ fyrir öflugt starf og markvisst samstarf við skóla og stofnanir. Þar voru drög að fram- kvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 tilbúin til af- greiðslu í bæjarstjórn í marsmánuði 2001. Drögin voru síðar samþykkt á hátíðarfúndi bæjarstjórnar á degi umhverfisins 25. apríl. Við veitingu Staðardagskrárverðlaunanna 2001 var reynt að meta árangur sveitarfélaganna í Stað- ardagskrárstarfinu út frá svörum við spurningalista sem öll sveitarfélögin fengu senda í ársbyrjun. Þau atriði sem þar var reynt að leggja mat á voru: • framvinda starfsins (hvaða áföngum er lokið) • Qölbreytileiki málaflokka sem Staðardagskráin nær til • þátttaka hinna ýmsu hópa samfélagsins í áætlun- argerðinni • og fleira. Einnig var það gert að skilyrði við verðlaunaveit- inguna að viðkomandi sveitarfélag hefði samþykkt Ólafsvikuryfirlýsinguna. Meðal fyrirlestra á ráðstefnunni í Mosfellsbæ má nefna fyrirlestur um vistvænar byggingar, sem Floyd Kenneth Stein, arkitekt og sérfræðingur í vistvænni hönnun, flutti. Þá hélt Duncan Priddle, landvörður i Edinborg, fyrirlestur um náttúru- fræðslu i þéttbýli, Auður Sveinsdóttir landslags- arkitekt fjallaði um Staðardagskrá 21 og skipulags- áætlanir, María Hildur Maack umhverfisstjórnun- arfræðingur hélt erindi um Staðardagskrá 21 og menningartengda ferðaþjónusta og loks fjallaði Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottun- arstofunnar Túns ehf., um lífræna framleiðslu og nýsköpun atvinnulífs. Að loknum fýrirlestrum skiptust þátttakendur á ráðstefnunni í sex vinnuhópa, þar sem fjallað var um eftirtalin viðfangsefni:

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.