Hekla - 01.04.1939, Blaðsíða 5

Hekla - 01.04.1939, Blaðsíða 5
H E K L A o BERJAFERÐIN. Pað var einn sunnudagsmorgun um sláttinn, að sólin skein glatt inn um gluggann í Hlíð. Daginn áður hafði verið ágætis þurrkur, svo að allt heyið var hirt inn í hlöðu. Höfðu börnin verið svo dugleg, að pabbi þeirra og mamma lofuðu þeim, að þau skyldu fá aö fara á berjamó, daginn eftir, ef veðrið yrði gott. Og nú var veðrið svo gottb að börnin áttu að fá að fara. Börnin í Hl.íð voru þrjú, Svana 12 ára, Siggi 9 ára, Rósa 7 ára. Þau vöknuðu snemma um morguninn, því að ferðahugurinn var mikill. Pegar börnin voru biiin að búa sig, fóru þau að borða, en höfðu litla matar- lyst af tilhlökkun til ferðarinnar. »Ég fæ að ríða Blesa hennar mömmu. Mikið' verður það gaman«, sagði Rósa. »En ég fæ að ríða Bjarma. Hæ, gaman«,. sagð: Siggi. »Verið ekki að hugsa um það. Pabbi ykk- ar sér fyrir því«, sagð'i mamma þeirra. Þegar börnin voru búin að boróa, kvöddu þau mömmu sína og hlupu síðan út á hlað. Þar stóðu hestarnir með öllum reið- týgjum. Stigu þau svo á bak og riðú áleiðis til berja- móans. Þegar þau voru komin alla leið, fóru þau af bakl, tóku berjaílátin og byrjuðu að tína. Er börn- in voru bóiin að fylla ílátin, tóku þau upp nestið. Þeg- ar börnin voru búin að boróa, náðu þau í hestana og hétdu sídan heimleiðis á harða spretti. Allt í einu datt hesturinn, sem Rósa litla reið, og hún steypt- ist fram af honum. : Það hefði ekki veitt af að binda þig á hestinn«, sagði Siggi hæðnislega. »Því ert þú að ávíta Rósu litlu fyrir þetta. Ég hugsa að það hefði farið eins fyrir þér, heföir þú verið á hennar al,dri«, sagði Svana. Hún fór til Rósu og spurði hana, hvort- hún hefði ekki meitt sig. »Ég finn. svolítið til í höfð- inu«, svaraði Rósa hálfskælandi. »H.el,durðu að þú getir ekki komizt Leim, væna mín?«, spurði Svana. »Jú, ætli það ekki«, svaraði Rósa. Svo hjálpaði Svana Rósu á bak, og fóru systkinin síðan heim. En þegar þau voru að fara af baki, missti Siggi berjaílátið sitt á htaðið og lokið fór af, og berin út. um allt. Þegar Rósa sá þetta, sagði hún hlæjandi: »Þetta var þó mátuleg't á þig fyrir að þú varst að stríða mér áðan«. Síðan hlupu börnin inn til mönimu sinnar og heiisuðu henni. Nú gaf mamma þeirra þeim mat, og meðan þau borðuðu, sögðu þau fólkinu ferðasöguna. Verst þótti Sigga að vera berjalaus, en Svana bætti úr þvi með því að gefa honum af berjunum sínum. Rósa var svolítið hrufluð á enninu, en fann lítið til í því. Börn- in voru þreytt og fóru snemma að hátta og sofnuðu ÖU mjög vært og dreymdi um berjaferð. Kristín Benediktsdóttir (13 ára). Svafa Daníelsdóttir (11 ára). Málfríður Benediktsdóttir (12 áira). FYRSTI VORFUGL. Nú er veturinn bráðum liðinn, og' sumarið er í nánd. Þá fara fyrstu vorfuglarnir að koma. Fyrst heyrir maður í stelknum, að minnsta kosti hér uppi í minni sveit. Þó að stelkurinn sé ekki reglulega skemmtilegur fugl, þá er mikil tilbreyting að heyra í honum og sjá hann vaða í tjörninni. Einu sinni var ég svo heppinn að bjarga stel,k úr klónum á kettin- um. Það atvikaðist þannig, að kötturinn var niður við tjörn að veiða fugia. Ég mætti kisu skömm með stelk í kjaftinum. Ég handtók hana áður en hún var búin að drepa fuglinn. Það vildi svo vel t.il, að hann var ómeiddur, að ég held. Hann fl,aug strax niður að tjörninni aftur. Hann söng mikið! þann daginn. Ég tók það þannig, að hanr. væri að þakka mér lífgjöf- ina. Svo koma hinir fuglarnir hver af öðrum. Þá fer manni að þykja minna varið í aumingja stelkinn, sérstaklega þegar lóan er komin með sinn fallega söng. Tómas Magnússon (12 ára). V I S A Sigríður Árnadóttir orti fyrri hluta af vísu og' bað hin skólabörnin að botna. Bezta botninn sendi Vil- hjálmur Valdimarsson. Vísan er svona: Nú er kominn kaldur vetur, klæðir snjórinn sérhvern hól. Aðeins sumarsólin getur sent þeim aftur grænan kjól.

x

Hekla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hekla
https://timarit.is/publication/1064

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.