Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 82

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 82
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201482 viðHorf TiL náms ViÐHOrf til MEnntUnar Í upphafi skyldi endinn skoða, segir orðatiltækið. En jafnframt er gagnlegt að líta til upphafsins og skoða hlutverk grunnskólans í upphafi 20. aldar. Í baráttukveri sínu fyrir skólum á Íslandi, Lýðmenntun sem kom fyrst út árið 1903, skrifaði Guðmundur Finnbogason (1994) um gildi menntunar fyrir einstaklinga og samfélag. Hann hélt því fram að það væri mælikvarði á menntun hvernig einstaklingum gengi að lifa og starfa í samfélagi manna. Menntun „getur ekki verið fólgin í einhliða æfingu vissra krafta, hún verður að efla manneðlið í heild sinni …“ (Guðmundur Finnbogason, 1994, bls. 32). Aðalnámskrá grunnskóla endurspeglar þessa hugmynd, enda segir þar að hlut- verk grunnskóla sé að veita almenna menntun sem „efli skilning einstaklingsins á eiginleikum sínum og hæfileikum og þar með hæfni til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi“ (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2012, bls. 15). Jafnframt er tekið fram að nám og menntun eigi sér stað víðar en í skólum, og að menntun sé ævilangt ferli. Engu að síður er það svo að þegar ákvarðanir eru teknar í skólamálum er gjarn- an litið á viðfangsefnin sem tæknilegt úrlausnarefni. Þannig vill umræða um mat á árangri grunnskóla snúast um starfshætti, svo sem stöðluð próf og gæðaviðmið, og látið er hjá líða að leiða hugann að inntaki menntunar. Áður en við tökum ákvarðanir um skipulag skóladags, námsefni eða gildi tiltekinna gæðaviðmiða þurfum við að hugleiða eftirfarandi spurningu: Hvaða eiginleika, hæfni og þekkingu teljum við að menntun eigi að efla, eða með öðrum orðum, hvernig manneskjur viljum við vera? (Páll Skúlason, 1987, bls. 301). Í hnotskurn snýst málið um að menntun felst í alhliða þroska, ekki eingöngu hinni vitrænu, tæknilegu birtingarmynd hans. Þroski er ævi- löng atburðarás sem byggist á samspili einstaklings og umhverfis og á sér stað í form- legum og óformlegum námsferlum. formlegt og óformlegt nám Til þess að varpa ljósi á ólíkar formgerðir náms, þ.e. leiðir sem einstaklingar geta farið til aukins þroska og lærdóms, hafa fræðimenn greint á milli formlegs náms (e. formal learning) og óformlegs náms (e. non-formal learning). Þá hefur á síðari árum verið bent á að óformlegt nám geti verið af tvennum toga, annars vegar óformlegt nám sem á sér stað í skipulögðu starfi, líkt og innan félagsmiðstöðva og frístundaheimila (e. non-formal learning); og óformlegt nám sem á sér stað í daglegu líf án þess að vera sérstaklega skipulagt (e. informal learning). Síðarnefnda námsformið mætti kalla sjálfsprottið nám.² Skólakerfið byggist fyrst og fremst á hugmyndinni um formlegt nám sem er skipulagt, undir forræði faglegs kennara, og byggt á tilteknum mælikvörðum um námsmat. Einhverjir eftirtalinna þátta einkenna formlegt nám: • Fyrirfram mótuð markmið náms • Skipulagðir kennsluhættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.