Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2012 Hússtjórnarskólinn í Reykjavík tók til starfa 7. febrúar 1942 og hét þá Húsmæðraskóli Reykjavíkur. Nokkuð langur aðdragandi var að stofnun skólans en konur í Reykjavík höfðu lengi rætt um að stofna húsmæðraskóla í borg- inni en höfðu ekki feng- ið stuðning Alþingis til þess. Árið 1940 boðuðu konur í Reykjavík til fundar og voru þar fremstar í flokki konur í Banda- lagi kvenna í Reykjavík þar sem Ragnhildur Pétursdóttir var formað- ur, konur frá Kvenfélagasambandi Íslands, Lestrarfélag kvenna í Reykjavík þar sem Laufey Vil- hjálmsdóttir var formaður ásamt Steinunni Bjarnadóttir frá Kvenna- heimilinu Hallveigarstöðum. Á fyrsta fundinn mættu yfir fimm- tíu konur og var mikill áhugi hjá þeim um stofnun húsmæðraskóla í Reykjavík. Margir fundir voru haldnir eftir þennan fyrsta fund og málin rædd og síðan ákveðið að blása til sóknar og sýna samhug og styrk kvenna og ákveðið var að safna pen- ingum fyrir skólann. Auglýst var í dagblöðum eftir fjárframlögum og gáfu almenningur og fyrirtæki rausnarlegar peningagjafir. Kon- urnar ræddu við ráðherra og borg- arstjóra um stofnun húsmæðraskóla í borginni og fengu góðar und- irtektir. Þegar hér er komið sáu konur í Reykjavík að stofnun skólans yrði að veruleika, var þá farið að leita að hús- næði og er ákveðið að kaupa húsið á Sólvallagötu 12. Gengið var frá kaup- um á húsinu hinn 23. janúar 1941 og var kaupverðið kr. 100.000 en við undirritun samningsins voru greidd- ar kr. 33.000. Samskotaféð sem þá hafði safnast var kr. 22.642 og það sem upp á vantaði lánaði Halldór Kr. Þorsteinsson í Háteigi (eiginmaður Ragnhildar Pétursdóttur). Meira lagði framkvæmdanefndin ekki fram. Hinn 7. mars 1941 er lagt fram frumvarp á Alþingi um húsmæðra- fræðslu í kaupstöðum. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi 23. maí 1941. Aðalnámsgreinar skyldu vera íslenska, búreikningar, uppeld- isfræði, matreiðsla, handiðnir og heimilisstörf en einnig átti að leið- beina í heilsufræði, hjúkrun, meðferð ungbarna og garðrækt. Skólanefnd var skipuð af kennslumálaráðherra og bæjarstjórn. Gera þurfti miklar lagfæringar og breytingar á húsnæðinu áður en skólahald gat hafist og nam stofn- kostnaður við skólann kr. 519.284,20. Safnast höfðu kr. 45.092,65 og greiddi bæjarsjóður það sem upp á vantaði. Þegar lög um húsmæðra- skóla voru samþykkt á Alþingi í maí 1941 endurkrafði bæjarsjóður ríkið um ¾ hluta kostnaðarins. Fyrirtæki, félagasamtök og ein- staklingar gáfu innanstokksmuni, gardínur og ýmsa hluti til skólans. Fyrsti skólastjóri skólans var Hulda Stefánsdóttir og tók skólinn til starfa 7. febrúar 1942 sem níu mánaða heilsdagsskóli og var rekinn af ríki og borg til ársins 1975. Árið 1950 var byggt við skólann þannig að kennslustofa og heimavist stækkuðu, auk þess bættist við eldhús þar sem starf- ræktur var dagskóli og er sá hluti notaður sem vefstofa í dag. Árið 1975 dró Reykjavíkurborg sig út úr rekstrinum og skólinn verður alfarið ríkisskóli. Þegar hér er komið hafði dregið mikið úr aðsókn að skólanum og var þá ákveðið að reka skólann sem einnar annar skóla eftir áramót og bjóða upp á ýmis dag- og kvöld- námskeið fyrir áramót. Árið 1998 stóð til að leggja skól- ann niður eða sameina hann öðrum skólum. Konur sem voru í skóla- nefnd á þessum tíma voru ekki á þeirri skoðun að leggja ætti skólann niður og gengið var til samninga við menntamálaráðuneytið um stofnun sjálfseignarstofnunar, þ.e. Hús- stjórnarskólans í Reykjavík. Skól- inn hefur verið rekinn með því formi síðan 1998 og hefur aðsókn verið mjög góð síðan þá og ávallt verið fullsetinn skóli og aðsókn aukist ár- lega. Nemendur læra flest það sem þarf til að halda heimili og sjá um sig sjálfa eða fleiri. Í Hússtjórn- arskólanum er lögð áhersla á að elda úr nýju og fersku hráefni og er þar eldaður heimilismatur ásamt því að halda veislur eins og gerist á heim- ilum. Einnig er lögð áhersla á sam- verustundir við matarborðið þar sem nemendum er kennt að sitja til borðs og njóta samverunnar, nokk- uð sem nútímafjölskylda gefur sér of lítinn tíma til. Í handavinnu læra nemendur útsaum, fatasaum og við- gerðir á fatnaði ásamt því að prjóna og vefa. Kennd er ræsting ásamt þvotti og síðast en ekki síst er kennd næringarfræði og vörufræði. Hússtjórnarskólinn er ekki síður mikilvægur í dag en fyrir 70 árum. Námið er ein önn og á hverri önn eru teknir inn 24 nemendur. Hús- stjórnarskólinn býður upp á heima- vist fyrir 15 nemendur. Vinsældir skólans hafa sjaldan verið meiri en skólinn er lítill, hlýlegur og heim- ilislegur sem höfðar vel til ungs fólks. Opið hús verður 5. maí og verður afmælisins þá minnst á einhvern hátt. Mjög góð aðsókn að Hússtjórnar- skólanum Eftir Margréti Dóró- theu Sigfúsdóttur » Í Hússtjórnarskól- anum er lögð áhersla á að elda úr nýju og fersku hráefni og er þar eldaður heim- ilismatur ásamt því að halda veislur eins og gerist á heimilum. Margrét Sigfúsdóttir Höfundur er skólameistari. Ja, hérna, eruð þið hissa á störfum eftirlitsstofnana eða yfir höfuð stofn- ana ríkisins? Í hvaða landi búið þið, ef ykkur er ekki ljóst að við búum í óráðsíu, laga-, uppeldis-, agaleysi og að fáir taka ábyrgð á gjörðum sínum. Hvaða endalausa sjálfslygi er þetta eiginlega? Eftir því sem fólk er menntaðra og hærra sett, því minna vinnur það, en telur sig eiga rétt á hærri launum og allskonar fríð- indum. Hjá ríkisstofnunum og jafnvel hjá sveitarfélögum situr fólk sem tekur sig aðeins vera í áskrift að laununum sínum. Ég efast um að þau spyrji sig í dagslok: Hverju kom ég í verk í dag, – ef það er þá að hafa fyrir því að mæta til vinnu nema með höppum og glöppum. Af eigin reynslu veit ég að þarfnist maður einhvers í íslensku kerfi fást gjarna engin svör, en fara þarf margar ferðir. Og af hverju er illa upplýst fólk í störfum, sem hefur engin svör, vísar hvert á annað, bull- ar og þvælir og hugarfarið er það, að einhver annar á að sjá um þetta, eng- inn tekur ábyrgð. Það er bara talað og talað en engu fylgt eftir. Það þyrfti að senda ykkur öll í þýskan vinnuskóla. Spillingin og klíkuskapurinn sem gegnsýrir Ísland er alls staðar, það er í tónlist, leiklist, íþróttum og skólagöngu. Já, það raðast strax við skólagöngu hverjum skuli hampað, því spurningin er gjarnan: Hverra manna ert þú? Á meðan við látum svona þróumst við ekkert áfram. Það er fullt af óhæfu fólki í góðum stöð- um vegna ættartengsla. Mál er að linni. Svo að öðru. Hvert ætlið þið, stjórnvöld, með þjóðina? Að öllu jöfnu er fólkið í landinu ekki með ykkar laun og fríðindi. Hvernig getið þið lifað með sjálfum ykkur, vitandi að fólkið, þegnarnir í landinu getur ekki meira? Því dælið þið peningum í ESB á kostnað okkar, í samband sem á eftir að hrynja? Hvaða lága sjálfsmat er þetta hjá ykkur, eða er það ágirndin í góðu störfin í Evrópu? Þið munið fara í sögubækur sem fólkið sem sveik landið og þjóðina. Nema kannski, já auðvitað, verður það fegrað. Þið eruð öll til skammar ekki síst þú, Jóhanna Sigurðardóttir, þinn tími kom svo sannanlega, en þú nýtt- ir ekki völd forsætisráðherra. Það er nefnilega allt annað að tala en að framkvæma. Ég hefði viljað sjá þig sem „járnfrú“ Íslands, en það brást. En höldum bara áfram að leika okk- ur, hlaupa, skemmta og mennta, það flýtur um tíma, en hver á að sjá um botninn á díkinu. Komandi kynslóð getur það ekki, hún er ekki nógu sterk. Kannski það verði bara ESB eða þá Kínverjar. Stjórnmálamenn sem létu þjóðina ganga í Schengen án þess að byggja fyrst fangelsi segir ansi margt. Ég teysti ykkur ekki. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Til stjórnvalda Frá Stefaníu Jónasdóttur Þegar draumurinn um Nýtt Ísland varð til í kjölfar hrunsins sóru menn og sárt við lögðu að nú skyldu börnin okkar, framtíðin, sett í forgang. Ráðamenn höfðu loksins áttað sig á að börn væru mikilvægari en hagvöxtur og hagnaður. Í dag eru barna- fjölskyldur að bugast undan álög- um. Hækkanir á öllu sem tengist skólum og frístundastarfi ganga yfir. Skólamatur, föt, skólavörur, leikskólagjöld, þátttökugjöld í íþrótta- og félagsstarfi – allt hækkar í verði. Matarverð er sérstakur kapítuli. Margar barnafjölskyldur eiga erf- itt með að fæða börnin sín og eru upp á neyðarhjálp komnar. Ég veit mörg dæmi um einstæðar mæður sem eiga ekki fyrir bleium né öðrum nauðsynjum. Á meðan bankar skila ótrúlegum hagnaði til eigenda sinna. Er þetta hið Nýja Ísland sem okkur dreymdi? ÞÓRHALLUR HEIMISSON, sóknarprestur. Nýja Ísland? – Börnin okkar Frá Þórhalli Heimissyni Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali KORTIÐ GILDIR TIL 31. maí 2012 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBUR 2 FYRIR 1 AF MATSEÐLI HINS RÓMAÐA CAFÉ PARIS Café Paris er í dag eitt af fremstu veitingahúsum höfuðborgarinnar og hefur frá opnun verið samkomu- staður Íslendinga. Hjarta þess slær í takt við miðborgina. Við hlökkum til að taka á móti ykkur Tilboðið gildir alla mánu-, þriðju- og miðvikudaga til 29. febrúar 2012. Munið að framvísa Moggaklúbbskortinu. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Glatist kortið sendu þá póst á askrift@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.