Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið/Kristinn Samstarf Myndlistarkonan Erla Þórarinsdóttir (t.v.) og Margrét Rósa Einarsdóttir, skipuleggjandi stefnumótanna. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ástefnumóti við íslenskalistamenn eiga ferðamennþess kost að kynnast ís-lenskri menningu á nýstár- legan og nánari hátt. Auk þess að flytja eða sýna list sína spjallar lista- maðurinn við hópinn um sitt menn- ingarsvið. Stefnumótapakki Iðnó er hugarfóstur Margrétar Rósu Ein- arsdóttur sem þar hefur starfað við skipulagningu viðburða síðastliðin 11 ár. Skapar tengsl við listafólkið „Hugmyndin varð til fyrir mörg- um árum. Ég hef starfað í Iðnó í 11 ár og á þeim tíma kynnst og séð mikið af tónlistarfólki og alls lags listafólki. Í Iðnó er mikið um tónleika og leiksýn- ingar og ekki síst móttökur og veislur þar sem tónlistaratriði og skemmtun er oft innifalin. Mér hefur fundist vanta einhvers konar upplýsingaflæði þannig að fólk sem er að skipuleggja svona viðburði hafi eitthvað til að leita í þegar það undirbýr skemmtanir. Út frá tali um menningartengda ferða- þjónustu fékk ég þá hugmynd að gaman væri að koma á tengslum við hópana. Ég ræddi þetta sérstaklega við Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónssonar og þar var tekið af- skaplega vel í þetta. Hann taldi sig hafa vantað að komast í svona tengsl. Síðan hef ég verið að þróa þetta með mér og vanda valið. Listamennirnir verða að vera eftirsóknarverðir fyrir erlenda ferðamenn og í og með hef ég reynt að finna listamenn sem eru „frægir í útlöndum“,“ segir Margrét Rósa. Spjallað við hópinn Hægt er að eiga stefnumót við arkitekta, myndlistarmenn, tónlistar- menn, rithöfunda og víkinga svo fátt eitt sé nefnt. Á stefnumótinu hittir listamaðurinn hópinn og kynnir sín eigin verk auk þess að rabba almennt um listgrein sína. Með þessu kynnast ferðamennirnir íslenskri menningu í nálægð. Verkefnið fór af stað í lok árs 2011 og er þegar einn hópur Norð- manna búinn að koma og eiga stefnu- mót við söngkonuna Uni, Unni Arn- dísardóttur. Margrét Rósa segir stefnumótið hafa heppnast vel en hún ímyndar sér að þau verði helst vinsæl meðal Norðurlandaþjóða og Þjóð- verja. Í þeirra hópi verði stefnumót við rithöfunda einna vinsælast enda hafi nokkuð af íslenskum bókum ver- ið þýtt yfir á þýsku. Þá má ætla að stefnumót við víkinga veki athygli. Þar eru á ferð alvanir víkingar sem Jóhannes á Fjörukránni hefur á sín- um snærum. Þeir munu skylmast og bjóða fornan mat að smakka. Gagnagrunnur undirbúinn „Þetta getur ekki orðið mikið meira menningartengt og svo auðvit- að tengist þetta allt matarmenningu; að fólk komi til að borða góðan mat og hittast og eiga góða stund saman. Þá er fólk ekki bundið af því að þurfa að vera í Iðnó þótt ég sjái um að koma fólki saman. Fólk getur auk þess ráðið hvort það vill ráða einn listamann eða fleiri á stefnumótið,“ segir Margrét Rósa. Stefnumótið þarf að panta fyrirfram og verður á næstunni opnaður vefur með gagna- grunni þar sem skipuleggjendur ferða geta nálgast allar helstu upp- lýsingar. Þangað til er best að hafa samband á idno@xnet.is. Á stefnumóti við listamenn í IÐNÓ Rithöfundar og listamenn eru meðal þeirra sem munu taka vel á móti ferða- mönnum á stefnumóti í Iðnó. Á stefnumótinu gefst gestum færi á að spjalla við listamanninn, kynnast hans eigin heimi og listsviði almennt. Menningartengd ferðaþjónusta sem þessi miðar að því að kynna Ísland á nýstárlegan hátt og gefa ferðamönnum tækifæri til að bindast menningu okkar frekar. Morgunblaðið/Kristinn Samkvæmisdansarar Jón Eyþór Gottskálkson og Eyrún Stefánsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Kvöldstund Gestir njóta þess að borða og spjalla við listamanninn. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Verðhrun 60% afsláttur af öllum fatnaði og skóm Vertu vinur okkar á Facebook St. 36-52 Sparibolir á 5.900 kr. Fleiri munstur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað í dag www.rita.is INNRÉTTINGATILBOÐ         VARANLEGVERÐLÆKKUN OG20%VIÐBÓTARAFSLÁTTUR 15% ELDHÚS-BAÐ-ÞVOTTAHÚS-FATASKÁPAR friform.is ÚTSÖLU HORN 20% AUKAA FSL. Kjóll frá kr. 7.295 Str. 98-166 NÝ SENDING VOR/SUMAR 2012 Laugavegi 53, s. 552 3737 – Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir 40-60%AFSLÁTTUR www.laxdal.is Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Vorum að taka upp nýja sund- boli og bikiní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.