Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2012 Brottrekstur forstjóra Fjármála-eftirlitsins lyktar ekki vel. Reyndur hæstaréttarlögmaður er fenginn til að fara í annað sinn yfir forsendur þess að Gunnar Andersen fái gegnt starfi sínu áfram. Lögmaðurinn kemst að þeirri nið- urstöðu eftir ýtar- lega yfirlegu að engin lagasjónarmið standi til annars.    Stjórn eftirlitsinsbar þá að gera sína ályktun, með hliðsjón af álitsgerð- inni sem hún hafði óskað eftir. Nei, hún fékk sér annan lög- fræðing. Þekktan snúningamann rík- isstjórnarflokkanna. Hvers vegna?    Sá fer yfir málið og finnur hvergilagarök fyrir því að forstjórinn skuli víkja. En hann finnur „hug- læg“ sjónarmið sem duga!    Af hverju að spyrja hæstarétt-arlögmann um huglæg skil- yrði? Því ekki Þórhall miðil, Jón Ár- sæl eða 17 siðfræðinga? Eða þá að gera skoðanakönnun hjá því ein- staka sómafólki sem myndar at- hugasemdahóp í bloggi DV og Eyj- unnar. Þar má ekki aðeins finna grasrótina heldur einkum þá sem eru svona 20 sentimetrum fyrir neð- an hana í sverðinum og nefndir eru fyrstir í æskuverki nóbelsskáldsins.    Hinn sanntrúaði samfylkingar-maður í formennsku FME hlýtur að geta fundið flöt á þessu, þótt sem fræðimaður hafi hann aldr- ei heyrt af vandræðagangi evr- unnar.    Þeir sem hlusta á grasrótina getaekki verið með eyrun annars staðar á meðan. Gunnar Andersen „Mér finnst“ upp- sagnarskilyrðið STAKSTEINAR Aðalsteinn Leifsson Veður víða um heim 19.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 1 rigning Akureyri 4 alskýjað Kirkjubæjarkl. 0 snjókoma Vestmannaeyjar 4 rigning Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 3 alskýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Stokkhólmur 2 léttskýjað Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 0 léttskýjað Brussel 2 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 5 léttskýjað London 6 léttskýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 3 léttskýjað Berlín 3 léttskýjað Vín 6 skúrir Moskva -11 heiðskírt Algarve 16 heiðskírt Madríd 13 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 11 skýjað Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -5 skýjað Montreal -3 skýjað New York 3 heiðskírt Chicago 0 léttskýjað Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:08 18:16 ÍSAFJÖRÐUR 9:22 18:12 SIGLUFJÖRÐUR 9:05 17:55 DJÚPIVOGUR 8:40 17:43 –– Meira fyrir lesendur : NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni með sérlega glæsilegri umfjöllun um mat, vín og veitingastaði föstudaginn 24. febrúar. Food and Fun verður haldin í Reykjavík 29. febrúar - 4. mars Food and Fun hefur fyrir löngu unnið sér sess sem kærkominn sælkeraviðburður í skammdeginu. Líkt og fyrr koma erlendir listakokkar til landsins og matreiða úr íslensku hráefni glæsilega rétti á völdum veitingastöðum. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitinga- mennsku sem gerir íslenskan mat jafn ferskan og bragðmikinn og raunin er. Karatesamband Íslands heiðraði Morgunblaðið og mbl.is fyrir bestu umfjöllun um karateíþróttina á árinu 2011 á Karateþingi 2012 sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um helgina. Þetta er annað árið í röð sem KAI veitir Morgunblaðinu og mbl.is þessa viðurkenningu en fram kom í máli Reinharðs Reinharðssonar, formanns sambandsins, á þinginu að eftir samantekt á umfjöllun um íþróttina í fjölmiðlum á síðasta ári hefði komið í ljós að Morgunblaðið og mbl.is fjölluðu langmest allra um hana. Morgunblaðið/Golli Afhending Víðir Sigurðsson tók við verðlaununum fyrir hönd Mbl. Besta um- fjöllunin  Morgunblaðið og mbl.is heiðruð Stjórnstöð Gæslunnar fékk kall í tal- stöð frá fiskiskipinu Páli Jónssyni GK-007, um kl 17.30 í gær. Skipið var þá stjórnvana í innsiglingu út frá Grindavík með 14 í áhöfn, en gat stýrt að einhverju leyti með hlið- arskrúfum. Um kl. 17.46 hafði skipið samband og lét vita að það væri komið inn fyrir hafnargarða Grinda- víkurhafnar og nyti aðstoðar björg- unarskipsins Odds V. Gíslasonar. Þegar skipið var komið að bryggju kl. 17.52 var hættuástandi aflýst og þyrlan afturkölluð sem og björgunarsveitir. Í erfiðleikum við Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.