Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2012 Það sér hver maður að enginsanngirni er í því að hnjóða í menn fyrir að gera ekki það sem vitað er að þeir eru ófærir um.    Nú er ennþá einusinni verið að vega ómaklega að Steingrími J. Sig- fússyni. Hann hafði verið spurður í fjöl- miðlum um aðkomu sína að fárinu í kringum forstjóra FME. Steingrímur svaraði að hann hefði aðeins heyrt um uppsagn- armálið í fjölmiðlum.    En í gær var upplýst: „Stein-grímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, við- urkenndi á Alþingi í dag að hafa fundað með stjórnarformanni Fjár- málaeftirlitsins, Aðalsteini Leifs- syni, í síðustu viku þar sem Að- alsteinn hafi gert honum grein fyrir því að mál Gunnars Þ. And- ersen, forstjóra stofnunarinnar, væru í ákveðnu ferli.“    Þetta virðist í fljótu bragði ekkilíta vel út fyrir Steingrím. Enda fór hann í mikla mælsku- keppni við sjálfan sig til að sýna fram á að það að hafa ekki heyrt um málið og að hafa rætt það fá- einum dögum fyrir afneitunina stangaðist ekki á.    En þetta var algjörlega óþarftaf Steingrími. Allir sann- gjarnir menn hafa fyrir löngu átt- að sig á að Steingrímur J. getur ekki sagt satt orð eigi hann kost á öðru.    Skafanka, eins og sannleiksheftiá hástigi, má ekki brúka gegn þeim einstaklingum sem við slíka hömlun búa. Miklu fremur á að sýna þeim alúð og umhyggju og reyna að gera gott úr. Steingrímur J. Sigfússon Ósannindin eru ósjálfráð STAKSTEINAR Veður víða um heim 21.2., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 0 snjóél Akureyri -4 skýjað Kirkjubæjarkl. 4 súld Vestmannaeyjar 6 þoka Nuuk -5 snjókoma Þórshöfn 8 skýjað Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 3 heiðskírt Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 10 skúrir London 11 skýjað París 8 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 5 súld Berlín 2 skúrir Vín 5 léttskýjað Moskva -3 skýjað Algarve 15 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 11 skýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal 0 alskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 20 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:01 18:22 ÍSAFJÖRÐUR 9:14 18:19 SIGLUFJÖRÐUR 8:57 18:02 DJÚPIVOGUR 8:33 17:50 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hjúkrunarheimilið Sóltún er eitt þeirra hjúkrunarheimila sem eru með þjónustusamning við ríkið. Samningurinn kveður m.a. á um að fari lyfjakostnaður fram yfir ákveð- in viðmiðunarmörk taki ríkið þátt í þeim aukna kostnaði. Anna Birna Jensdóttir, fram- kvæmdastjóri Sóltúns, sagði að samningurinn hefði verið gerður að undangengnu útboði ríkisins. Hún taldi það hafa verið mjög skyn- samlegt hjá ríkinu að setja í útboðs- gögn slíka magnleiðréttingu á dag- gjaldi vegna lyfjakostnaðar. Leiðréttingin á bæði við ef lyfja- kostnaður fer yfir ákveðna heildar- upphæð á ári og eins ef einstök lyfjameðferð fer yfir tiltekna upp- hæð. „Við þurfum ekki að hafa jafn- miklar áhyggjur af því og margir aðrir ef fólk er á dýrum lyfjum eins og kom fram í grein Gísla Páls Pálssonar í Morgunblaðinu [sl. laugardag]. Eldri hjúkrunarheimili sem eru ekki með þjónustusamn- inga hafa ekkert svona ákvæði,“ sagði Anna Birna. Hún sagði að mikil breyting hefði orðið því hverj- ir flyttu á hjúkrunarheimilin í kjöl- far breytingar á reglugerð um vist- unarmat. „Hjúkrunarheimilin eru nú al- mennt með veikara fólk sem áður fékk jafnvel eingöngu þjónustu á sjúkrahúsum. Sóltún var sérstak- lega opnað til þess að taka við fólki beint af sjúkrahúsum og hefur sinnt þessum hópi frá upphafi,“ sagði Anna Birna. Í þessum hópi eru bæði sjúklingar á mjög dýrum lyfjum og fólk sem þarf reglulegar blóðgjafir til þess að halda lífi. Flóknar lyfjameðferðir og regluleg- ar blóðgjafir krefjast fleiri rann- sókna. Hún sagði að með jafnmarg- breytilegri sjúkdómsmynd og hjúkrunarþörf og nú er orðin á hjúkrunarheimilunum þyrfti fleiri fagmenntaða og dýrari starfskrafta. Þessi kostnaður hefði færst frá sjúkrahúsunum til hjúkrunarheim- ilanna með þeim sem nytu þjónust- unnar. Tímabær umræða „Það er alveg réttmæt gagnrýni að það hafi ekki verið tekið tillit til þessara breytinga í daggjalda- útreikningum vegna hjúkrunar- heimila,“ sagði Anna Birna. Hún sagði tímabært að taka þessa um- ræðu upp. Ætla mætti að menn hefðu ekki séð þessa þróun fyrir og einnig mætti gagnrýna að ekki hefði verið reiknað út hvað væri eðlilegt daggjald til að standa undir auknum þörfum íbúa heimilanna. Anna Birna taldi líklegt að Sóltún fengi fleiri ein- staklinga sem krefðust mikillar meðferðar en önn- ur hjúkrunarheimili á grundvelli þess að Sóltún ætti að geta tekið við þessum hópi. Hún sagði að þeim sem þörfnuðust mikillar og dýrrar umönnunar væri einnig að fjölga hjá öðrum heimilum. „Hjúkrunarheimilin hafa ekki sama val og áður þegar þau gátu valið hverja þau tóku inn. Nú fara nánast allir sem koma frá spítöl- unum á hjúkrunarheimili. Vistunar- matsnefnd setur þá fremst í röðina sem eru í mestri þörf. Það er skylda hjúkrunarheimilanna að velja einn af þremur sem stillt er upp hverju sinni. Áður var hægt að hafna þeim öllum og velja bara ein- hvern af heildarvistunarmats- skránni,“ sagði Anna Birna. Áður en Anna Birna fór að reka Sóltún rak hún öldrunarsvið Land- spítalans. Hún sagði að hópurinn sem nú væri kominn á hjúkrunar- heimili væri fyllilega sambærilegur við þann sem áður var hjá öldr- unarsviði spítalans og jafnvel einnig á nýrnadeild, blóðsjúkdómadeild og líknardeild. Hún benti á að hjúkr- unarheimilin væru að taka yfir mik- ið af líknarþjónustu aldraðra sem áður var á spítalanum. „Þegar eina háskólasjúkrahúsið okkar verður fyrir miklum niður- skurði fer það að velta því fyrir sér hver séu verkefni þess og hvað aðr- ir séu færir um að annast. Það ýtir öllu nema því allra sérhæfðasta út af sjúkrahúsinu,“ sagði Anna Birna. Hún sagði það vera eðlilegt varð- andi sjúklinga sem þyrftu ekki nauðsynlega að vera á sérhæfðu sjúkrahúsi. Umönnun þar væri miklu dýrari en á hjúkrunarheimili. „Það er hins vegar einkennilegt að eini kaupandi þjónustunnar, sem er ríkið, reyni ekki að finna kostn- aðarverð sem dugar til að standa straum af þjónustunni. Um það er og verður alltaf togstreita,“ sagði Anna Birna. Hjúkrunarheimilin taka við sjúklingum af sjúkrahúsum  Nú er almennt veikara fólk á heimilunum en áður  Því fylgir meiri kostnaður Morgunblaðið/Golli Sóltún Hjúkrunarheimilið er eitt fárra sem eru með gildan þjónustusamn- ing við ríkið. Samningurinn kveður m.a. á um aukinn lyfjakostnað. Samkvæmt upplýsingum vel- ferðarráðuneytisins eru eft- irtaldir samningar vegna rekstr- ar hjúkrunarheimila í gildi: Samningur við Öldung ehf. um byggingu og rekstur hjúkr- unarheimilisins Sóltúns í Reykjavík. Samningur við Grund um rekstur hjúkrunarheimilisins Markar í Reykjavík. Samningur við Sjó- mannadagsráð um rekstur Boðaþings í Kópavogi. Þá hafa sveitarfélögin Ak- ureyri og Höfn í Hornafirði rek- ið heilbrigðis- og öldrunarþjón- ustu til margra ára samkvæmt þjónustu- samningum við ríkið. Ólíkt inntak FIMM SAMNINGAR UM HJÚKRUNARHEIMILI Anna Birna Jensdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.