Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 11
hinu daglega lífi og ágætt að venjast því sem fyrst,“ segir Karen Ösp. Læra á meðan þau matast Diskarnir eru gerðir úr hörðu plastefni sem þolir ágang lítilla handa og jafnvel að vera fleygt í gólf- ið. Þeir eru einfaldir í útliti en hver og einn skreyttur með orði og mynd. Þannig er hugmyndin að barnið læri um leið og það borði og tengi hluti við sitt daglega líf. „Þorsteinn Dagur, sem er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sá grein um það að börn læra einna mest þeg- ar þau borða. Okkur fannst því til- valið að búa til svona matardiska. Það er listabraut í skólanum og við ákváðum því strax að nýta krafta samnemenda okkar. Það er Elín Hel- ena Jóhannsdóttir sem gerði teikn- ingarnar og nú eru tilbúnir diskar með húsi, bíl og dúkku og apinn er í teikningu. Svo vonumst við til að bæta við fleiru seinna og þá jafnvel fyrir eldri börn líka sem eru byrjuð að lesa,“ segir Karen Ösp. Spennandi framundan Fram undan er nú sölumessa þar sem nemendur úr öllum skólum landsins sem numið hafa frum- kvöðlafræði koma saman. Karen Ösp segir vissulega spennu ríkja fyrir þessu og gaman verði að sjá hvað aðrir hafi fram að færa. Innan Fjöl- brautaskóla Garðabæjar séu hug- myndirnar margar og ólíkar. Því verði samkeppnin kannski ekki jafn mikil og ætla mætti og samheldnin enn meiri. Karen Ösp segir að hóp- urinn ætli að fá lítil systkini og frændsystkini til að sitja fyrir á aug- lýsingum. Enda er þeim gert bæði að auglýsa vöruna og selja á sölumess- unni. Skrautlegir Elín Helena Jóhannsdóttir, nemandi í FG, sá um teikningar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2012 Nemendur í Kvennaskólanum í Reykjavík hvöttu fólk til að styrkja ýmis góð málefni í Kringlunni á sérstökum góðgerðardegi síðastliðinn þriðju- dag. Þá var haldinn svokallaður Góðgerð- ardagur þar sem allir bekkir skólans unnu að ýmiss konar samfélagsverkefnum og létu gott af sér leiða. Var dagurinn hluti af Tjarn- ardögum, þemadögum skólans sem lauk með árshátíð Kvennaskólans í gærkvöldi (fimmtu- dagskvöld). Nokkrir bekkir lögðu leið sína í Kringluna og hafði hver og einn tekið að sér ákveðið góðgerðarfélag til að styrkja. Nem- endur höfðu undirbúið daginn vel. Einn bekkur hafði bakað kökur og hélt kökubasar en annar stóð fyrir tónlistaratriði og vakti viðburðurinn nokkra athygli meðal Kringlugesta. Vert er að láta gott af sér leiða til brýnna málefna og lögðu Kvennskælingar sitt af mörk- um með þessu framtaki. Kvennaskólinn var stofnaður árið 1874 af hjónunum Þóru og Páli Melsteð og er einn allra elsti skóli landsins. Hann er menntaskóli sem býður upp á hefð- bundið fjögurra ára bóknám til stúdentsprófs. Góðgerðardagur Kvennskælinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Kökubasar Nemendur í 1-H höfðu bakað fínustu kökur og rann ágóðinn til styrktar SÁÁ. Heimabakaðar kökur og söngur Söngatriði Krakkar úr 3-NF vöktu athygli á Amnesty International. Dugnaður Bekkurinn 3-FA hvatti fólk til að styrkja félagið FAAS. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ KAUPA SÉR FATASKÁP! FATASKÁPADAGAR UM HELGINA Opið um helgina Laugardag: 10-16 Sunnudag: 11-14Margir möguleikar • Margar gerðir • Glæsilegir fataskápar á afslætti • Ýmsir uppröðunarmöguleikar • Útlitsgallaðar vörur með miklum afslætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.