Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2012 Í 13. grein laga um eftirlit með fjár- málafyrirtækjum er kveðið á um þagnarskyldu stjórnar, forstjóra og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæð- um almennra hegningarlaga. Í 138. grein þeirra er kveðið á um að gerist opinber starfsmaður sekur um refsi- lagabrot sem feli í sér misnotkun á stöðu hans án þess að kveðið sé á um viðurlög við slíkri misnotkun megi þyngja þá refsingu er liggur við brotinu um allt að helming. Viðurlög við broti gegn þagnarskyldunni eru sektir eða allt að eins árs fangelsi, sé ekki kveðið á um um þyngri refsingu í öðrum lögum. Sambærilegt ákvæði um þagnarskyldu er í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki en við broti gegn henni liggur sekt eða allt að tveggja ára fangelsi, sé ekki kveðið á um þyngri refsingu í öðrum lögum. Í tengslum við framangreint má líka velta fyrir sér eðli meints brots, en forstjóra FME er ætlað að sjá til þess að FME hafi eftirlit með því að fjármálastarfsemi þeirra aðila sem falla undir lögin sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og sam- þykktir sem um þá starfsemi gilda. Með öðrum orðum ber FME lög- bundin skylda til að hafa eftirlit með því að öll fjármálastarfsemi í landinu fari að lögum. Hér er því um að ræða eitt af mikilvægari stjórnsýsluemb- ættum landsins. Ekki talin ástæða til innri rannsóknar Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að starfsmaður bank- ans sem grunaður er um að hafa farið með gögn til Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hafi verið sendur í leyfi meðan málið er í rannsókn. Starfsmaðurinn verði í leyfi þar til málin skýrast og staðan síðan metin í kjölfarið. Málið sé í rannsókn hjá lögreglunni og hann geti ekki tjáð sig frekar um það að sinni. Landsbankinn sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir að bankinn hafi tilkynnt FME að upp hafi komið grunur um miðlun trúnaðargagna. Í ljósi frétta um aðkomu starfsmanns Landsbankans varðandi miðlun trún- aðargagna um tiltekinn viðskiptavin, lagði Landsbankinn jafnframt áherslu á að brot á reglum bankans um meðferð trúnaðarupplýsinga væru litin mjög alvarlegum augum. Tilkynnti FME grun MIÐLUN TRÚNAÐARGAGNA Meint miðlun trúnaðargagna til Gunnars Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Gunnar Andersen samband við starfsmann Landsbankans. Þeir eru sagðir þekkjast síðan Gunnar var að vinna þar. 1 Sagt er að Gunnarhafi beðið hann að sækja gögn um Guðlaug Þór Þórð- arson þingmann. Ekki er vitað hvort Gunnar óskaði eftir gögnum um fleiri einstaklinga. 2 Hermt er að starfs-maðurinn hafi verið óviss um hvernig hann ætti að bera sig að og því spurst fyrir innan bank- ans. Þannig hafi vaknað grunur um óleyfilega miðlun trúnaðargagna. 3 Talið er að starfsmaðurinn hafi náð í og afhent gögnin. Meint miðlun trúnaðargagna er í kjölfarið kærð til lögreglu og er þar til rannsóknar. Landsbankinn hefur sent starfsmanninn í ótímabundið leyfi á meðan málið er í rannsókn. 4 5 6  Meint brot snúi ekki að reglubundinni starfsemi FME FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is „Að svo stöddu eru ekki uppi nein áform um það og ekki talin ástæða til þess,“ segir Unnur Gunnars- dóttir, settur forstjóri Fjármálaeft- irlitsins, spurð hvort FME muni tak- ast á hendur innanhússrannsókn til að kanna hvort grunur leiki á fleiri tilvikum þar sem Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri FME, hafi sótt sér upplýsingar um fjármál tiltek- inna einstaklinga. Unnur segir meint brot for- stjórans fyrrverandi, sem er til rannsóknar hjá lögreglu, ekki snúa að reglubundinni starfsemi FME. Spurð hvort það teljist hluti af venjubundnum störfum forstjóra Fjármálaeftirlitsins að kalla eftir upplýsingum um fjármál ein- staklinga úr fjármálastofnunum seg- ir Unnur svo ekki vera. Hún staðfestir að það þurfi allt- af tvo frá FME til að undirrita upp- lýsingabeiðnir til eftirlitsskyldra að- ila. „Ég á ekki von á öðru en sá sem útvegaði umræddar upplýsingar hafi gert sér grein fyrir því, þegar það átti sér stað. Það skal enginn segja mér annað.“ Talið er að Gunnar hafi verið að afla sér upplýsinga um fjármál Guð- laugs Þórs Þórðarsonar þingmanns. Hann sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær velta því fyrir sér hvort um einangrað tilvik væri að ræða og það þyrfti að kanna. Gunnar mætti til lögreglu Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfesti að Gunn- ar hefði verið yfirheyrður hjá lög- reglu í gærmorgun en hann kom þangað til skýrslutöku að eigin frumkvæði. Alls voru þrír yfirheyrð- ir vegna málsins. Þeir hafa allir rétt- arstöðu sakbornings. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum þeirra. Tekin verður ákvörð- un um hvort vísa eigi málinu til rík- issaksóknara þegar farið hefur verið yfir þau gögn sem lögð hafa verið fram. Gunnar er kærður fyrir að hafa aflað trúnaðarupplýsinga úr banka- kerfinu með ólögmætum hætti en ekki hefur verið staðfest opinber- lega til hvers hann ætlaði þær upp- lýsingar. Meint brot Gunnars Kæra stjórnar FME til lög- reglu hefur ekki verið birt opin- berlega. Hins vegar má ætla af orða- lagi stjórnarinnar að hann sé talinn hafa brotið gegn m.a. þagnarskyldu. Skúli Bjarnason, sem hefur verið lögmaður Gunnars Andersen, fyrr- verandi forstjóra Fjármálaeftirlits- ins, hefur sagt sig frá máli hans vegna trúnaðarbrests. Í yfirlýsingu sem Skúli sendi frá sér í gær segir að í uppsagnarbréfi Gunnars, sem hann fékk í fyrrakvöld, hafi komið fram nýjar upplýsingar. Þær hafi komið honum „algerlega í opna skjöldu og eru til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg“. Skúli hafði í fyrrakvöld sent frá sér harðorða tilkynningu fyrir hönd Gunnars, þar sem Gunnar lýsti yfir sakleysi sínu. Þar gagnrýndi hann m.a. að hafa hvorki fengið í hendur kæru stjórn- arinnar né þau gögn sem hún byggðist á. Jafn- framt sagði að Gunnar hefði ekki séð gögn Landsbankans um stjórnmála- manninn um- rædda. Ekki náð- ist í Skúla í gær en eftirfarandi er yfirlýsing hans: „Hér með tilkynnist að ég und- irritaður, sem gætt hef hagsmuna Gunnars Þ. Andersen, hef sagt mig frá málinu vegna trúnaðarbrests. Nýjar upplýsingar sem fram komu í uppsagnarbréfi í gær og skýrðust með ákveðnum hætti í gærkvöldi, komu mér algerlega í opna skjöldu og eru til þess fallnar að setja málið í nýjan farveg. Sú niðurstaða er hörmuð sérstaklega í ljósi þess að undirritaður er enn þeirrar skoð- unar að fyrrum umbjóðandi minn hafi verið beittur rangindum í hinu löglausa uppsagnarferli. Öll meðferð málsins og aðkoma undirritaðs að því fram að hinum nýju upplýsingum stendur óhögguð. Gunnar verður sjálfur að gefa skýringar á sínum þætti og er honum óskað velfarn- aðar í framtíðinni.“ Hættur að verja Gunnar  Lögmaðurinn hefur sagt sig frá málinu vegna trúnaðar- brests  Nýjar upplýsingar komu honum í opna skjöldu Skúli Bjarnason www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Ritstjóri: Guðmundur Andri Thorsson Nýtt hefti TMM komið út! FRÓÐLEIKUR, GREINAR OG SKÁLDSKAPUR ÞÓRSGATA 2 - 101 RVK - PENTHOUSE ÍBÚÐ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hraunhamar fasteignasala kynnir glæsilega 143,2 fm lúxusíbúð á efstu hæð í nýlegu húsi á þessum frábæra stað við Þórsgötu 2 í 101 Reykjavík. Aðeins ein íbúð á efstu hæðinni. Eigninni fylgir einnig tvö stæði í bílageymslu. Eignin skiptist í forstofu, gang, stofu, borðstofu, sólstofu, eldhús, snyrtingu, þvottahús, sjónvarpshol, herbergi, hjóna- herbergi, fataherbergi, baðherbergi, geymslu, tvö stæði í bílageymslu ásamt hefð- bundinni sameign. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Stórar þaksvalir. Eign í sérflokki. Verð 65 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður gsm 896 0058. thorbjorn@hraunhamar.is Polarolje Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Ingi F. Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, var síðdegis í gær yfirheyrður vegna rannsóknar lögreglu í máli Gunnars Þ. Andersen. Ingi Freyr er með réttarstöðu sakbornings í mál- inu og liggur undir grun um að hafa brotið bankaleynd með því að birta trúnaðarupplýsingar um fjár- hagsmálefni Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar þingmanns. Þetta kemur fram á fréttavef DV. Blaðamaður yfirheyrður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.