Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.03.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 Þegar ég kynntist Guðbjörgu fyrst, fljótlega eftir að við Hellen, dóttir hennar, hófum samband okkar, kom í ljós sérstök tenging á milli okkar, en það var hinn sam- eiginlegi afmælisdagur, 22. febr- úar. Stórafmæli féllu þó ekki sam- an hjá okkur, en það munaði þó ekki nema einu ári á milli þeirra, ég varð sextugur nú á dögunum, en hún náði því miður ekki að verða níræð á næsta ári. Fljótlega kynntist ég Guð- björgu betur. Hún var einstaklega gestrisin og þjónandi manneskja, og alltaf átti hún þessar fínu kökur á lager. Ég man sérstaklega eftir furstakökunni hennar á þessum tíma. Þegar maður sér myndir af Guðbjörgu dettur manni helst í hug að þar fari furstafrú, glæsileg kona, hávaxin, teinrétt í baki og vel tilhöfð. Hún var þó annað og meira en það, og þjónaði gestum sínum af einstakri umhyggju. Þegar við komum í síðustu heim- Guðbjörg Bjarnadóttir ✝ GuðbjörgBjarnadóttir fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1923. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 27. febrúar 2012. Útför Guð- bjargar fór fram frá Kópavogskirkju 5. mars 2012. sókn mína til hennar á Kársnesbrautina þar sem hún lá fár- sjúk í rúminu virtust einu áhyggjur henn- ar vera hvort Einar fengi nú ekkert kaffi. En við gátum róað hana hvað það varð- aði með því að segja henni að ég væri nýbúinn að drekka kaffi. Tengdamamma var líka mjög elsk að dýrum og voru kettir þar fremstir í flokki, en fleiri málleys- ingjar nutu einnig elsku hennar. Fuglarnir fengu sinn skammt út á hlað. Ég man líka þegar við Hellen vorum eitt sinn á ferðalagi með henni að sumarlagi í Húnavatns- sýslunum. Vorum við að aka um sveitirnar þegar Guðbjörg kom auga á eitthvað úti í móa, sem var ekki eins og það átti að vera. Hún bað mig að hægja ferðina og að lokum að stöðva bílinn. Svo var arkað áleiðis að kind, sem lá af- velta á milli þúfna og gat enga björg sér veitt. En Guðbjörg vatt sér að skepnunni þar sem hún lá bjargarlaus og kom henni á lapp- irnar með hjálp okkar hinna, sem vorum forviða yfir þessari uppá- komu. Þannig var næmi Guð- bjargar gagnvart skepnunum. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði en jafnframt þakk- læti yfir því að hafa fengið að kynnast öndvegis manneskju eins og henni. Ég bið almáttugan Guð að blessa minningu Guðbjargar Bjarnadóttur, megi hún hvíla í friði. Einar Eberhartsson. Að velja eina minningu um þig er ómögulegt fyrir mig því við vor- um eins og tvíburar. Ég á ógrynni af æðislegum, fallegum og skemmtilegum minningum 19 ár aftur í tímann. Ég og þú vorum eitt, við vorum best saman og bættum hvort annað upp sam- kvæmt frásögn annarra. Mér líður samt eins og þú hafir bara bætt mig. Við vorum eins og skuggi hvort annars því að enginn bjóst við því að ég kæmist eitthvað ein. Þú varst alltaf með mér og ég elti þig hvert sem þú fórst. Við vorum saman næstum því á hverjum degi og hverju kvöldi. Þó að þú værir litli bróðir minn var ég alltaf að spyrja þig að því sem ég vissi ekki eða skildi ekki og þú vissir ein- hvern veginn allt. Ég man eftir fáum skiptum þar sem þú vissir ekki svarið en þú hringdir kannski eða komst til mín klukkutíma seinna og varst þá með allt á hreinu, tilbúinn að út- skýra fyrir mér. Þolinmæðin var ótrúleg. Þú varst fullur af ónauð- synlegum en samt skemmtilegum staðreyndum um allt milli himins og jarðar og endalausar hug- myndir um allt. Þú varst með ótrúlega dýpt í þér, varst kallaður heimspekingurinn. Þú gast samt verið stríðinn með þessar djúpu pælingar eins og þegar þú spurðir „hvar týnast týndir?“, labbaðir svo burt og skildir mann eftir með þetta. Fékkst mig alltaf til þess að tárast úr hlátri þótt ég væri ekki í skapi til þess og gladdir mig alltaf. Sá eini sem gast það. Ég varð alltaf róleg í nærveru þinni og fannst allt æðislegt. Hlustaði alltaf á þig og fékk nýja og betri sýn á allt. Þú fórst alltaf eftir hinu góða og jákvæða en líka Gunnar Örn Gunnarsson ✝ Gunnar ÖrnGunnarsson fæddist í Hudiksval í Svíþjóð 30. ágúst 1992. Hann lést af slysförum í Tansan- íu 18. febrúar sl. Útför Gunnars Arnar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 7. mars 2012. því sem var rétt. Og þó að þú þyrftir að rökræða við mig tók það þig ekki langan tíma því að ég gaf mig alltaf strax, vitandi að þú hefðir rétt fyrir þér og hugsaðir rétt. Þú varst alltof góður og ekkert sem þú sagðir eða gerðir var með vonda hugsun á bak við heldur bara góða. Þú varst engill. Ég man eftir því að ég sagði það oft við þig og var næstum því orðin fúl því ég skildi ekki hvernig þú gast verið svo hreinn og beinn í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst minn fasti punktur í líf- inu og öll framtíðarplön voru byggð með þér. Vorum að fara saman í hjúkrunarfræðina því við vissum að við þyrftum hvort annað og stuðn- ing hvort annars eins og alltaf. Við vorum að fara að vinna saman í sjúkrabílunum og töluðum mikið um hversu vel allir sjúklingarnir myndu skemmta sér þrátt fyrir sín meiðsl. Vorum komin það langt í framtíðarplönunum að við vorum byrjuð að ræða elliheimilin. Þar ætluðum við að vera aðalskemmti- mennin, vera pínu stríðin við starfs- fólkið og fara daglega í hjólastóla- kappakstur. Vorum svo að fara bíða eftir að Daníel slægist í hópinn því það var ekki langt í hann. Ég gæti skrifað endalaust um þig elsku ástin mín en ég má það ekki út af reglum blaðanna. Síðasta sem við sögðum hvort við annað í símann þegar þú varst kominn 3.800 metra upp á Kilimanjaro var: „Ég elska þig!“ og ég sagði: „Ég elska þig líka og þú veist það.“ Helmingurinn sem stendur eftir, Soffía Gunnarsdóttir. Elsku Gunnar Örn okkar, Engin orð nægja eða komast ná- lægt því að lýsa þér. Öll falleg og góð orð sem eru til á öllum þessum tungumálum í þess- um heimi komast ekki nálægt þér. Þú varst með eitthvað ólýsanlegt í þér og þú notaðir það, þú lýstir allt og alla upp með því, þú þurftir ekki einu sinni að segja orð. Gerðir allt fyrir alla og varst alltaf til staðar og þú ætlaðist ekki til neins til baka frá neinum. Vildir bara að þeir sem þú hjálpaðir hlustuðu á þín góðu ráð og mundu fara eftir hið góða. Þú ert án efa besta og falleg- asta manneskja sem við höfum nokkurn tímann kynnst. Alltaf til staðar, rosalega fyndinn, svo góð- ur, yndislegur og hrein sál. Þessi orð eru ekkert miðað við hvernig þú varst. Við erum svo þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera með þér í öll þessi ár og fengið allt sem þú gafst okkur. Þú varst sá besti af okkur systkinunum þrátt fyrir að mamma segi að við sem eftir stöndum séum jafn góð og best á okkur sviðum en svo er það bara ekki. Þín þolinmæði, metnaður, góð- vilji, réttlætiskennd og samviska myndi taka þig þangað sem þú vildir og þetta ólýsanlega í þér sem snerti alla. Allir sem mundu fá þann heiður að kynnast þér á þeirri leið myndu falla fyrir þér eins og við hin. Þú varst sá sem var á leiðinni svo langt í þínu lífi og við vorum alveg örugg með það að þú hefðir lifað ríkasta og ham- ingjusamasta lífinu af okkur systkinum. Þú sagðir ekki neitt illt um neinn annan, tókst öllum eins og þeir voru og dæmdir engan fyrir að vera hann sjálfur. Sýndir alltaf áhuga og skilning á því sem allir sögðu, og þú hlustaðir. Maður upplifði virðinguna og fann fyrir virðingunni sem manneskju þegar þú hlustaðir og talaðir við mann. Vildir alltaf hjálpa fólki, hjálpa öllum sem þurftu á hjálp að halda. Þótt það væru fátæk börn í öðru landi, ókunnug manneskja sem þú hittir eða bara vinur. Alltaf svo jákvæður við öllu. Reyndir og þú sást alltaf eitthvað jákvætt sem enginn annar gat séð þangað til þú bentir á það. Þú áttir svo fallegt og hreint líf, það voru engin „ef“ eða skuggar í þínu lífi. Þú gerðir allt sem þú vild- ir eins og eitt af því seinasta sem þú gerðir, að komast upp á topp- inn á Kilimanjaro og bjargaðir vini þínum undan brennandi bíl áður en að þú lést af eigin áverkum. Þegar við heyrðum þetta þá hugs- uðum við „Þetta er svo bara Gunn- ar Örn að gera þetta.“ Við ætluðum að gera systkina- merkið okkar sem var þríhyrning- ur því að við héldum saman og við vorum þrjú, við erum að fara að gera það þrátt fyrir þetta áfall því að þú ert hjá okkur og við ætlum að standa saman í þessu þó að þú vær- ir sá sem hélst öllu saman. Þú kveður, við grátum. Þín systkini, Össur Gunnarsson og Soffía Gunnarsdóttir. Elsku yndislegi Gunnar Örn. Við trúum því ekki enn að þú sért farinn frá okkur, elsku frændi. Þú varst einstakur og blíður strákur og birtan í kringum þig svo aug- ljós. Við mæðgurnar erum svo þakklátar fyrir að hafa átt dýr- mætar gleðistundir með þér síð- asta sumar, við geymum þær minningar í hjarta okkar um ókomna tíð, elsku vinur. Megi allar góðar vættir vaka yf- ir elsku mömmu þinni, pabba og systkinum þínum, þeirra sorg er yfirþyrmandi á þessum myrku dögum. Hvíldu í friði elsku engill og við hittumst seinna þegar okkar tími kemur. Þínar Arney og Sigrún. Það er erfitt að finna réttu orðin til að minnast Gunnars Arnar. Í rauninni duga engin orð á tíma sem þessum. Hvorki til að lýsa því hvers virði hann var okkur né til að hugga þau sem syrgja og þurfa nú að lifa við tómarúmið sem hann skilur eftir. Andlát hans við rætur Kilimanjaro er algjörlega óskiljan- legt. Hann var aðeins 19 ára gam- all og átti allt lífið framundan. En sé líf hans skoðað í ljósi þeirra heilinda, lífsnautnar og góðu nærveru sem einkenndi hann skil- ur hann meira eftir sig en margur sem lifað hefur miklu lengri ævi. Gunnar náði hátindi ævi sinnar á toppi hæsta einstaka fjalls í heimi. Hann náði að hringja heim og deila innilegum fögnuði sínum með fjölskyldu sinni og fannst hann upplifa það í þessari ferð að breytast úr unglingi í fullorðinn mann. Hann komst einn félaga sinna upp á tindinn og það var hann sem hvatti þá áfram á þess- ari sex daga göngu. Hann var sjálfum sér samkvæmur til hinstu stundar og barðist eftir slysið ásamt Birni víni sínum við að bjarga félaga þeirra úr brennandi bílnum. Jon mun vera úr lífshættu og á það Gunnari og Birni að þakka. Þegar ég kynntist Gunnari var hann ástríðufullur hjólabrettast- rákur. Ég man að vetrardag nokk- urn fylgdist ég með honum út um eldhúsgluggann, sá hann eyða heilum eftirmiðdegi í eitt einasta tækniatriði. Hann var vanur að segja að það tæki 8.000 tíma að ná verulega góðum árangri í ein- hverju. Það þýddi því ekkert ann- að en koma sér að verki. Og hætta ekki of snemma. Eftir dauða Gunnars barst bréf til hans frá hjálparsamtökum sem þökkuðu honum stuðninginn og kom þar í ljós að Gunnar hafði á eigin vegum stutt við barn í Afr- íku. Það er áreiðanlega til fleira ungt fólk sem finnur svo til með börnum í Afríku sem búa við erfið kjör að það ákveður að gera eitt- hvað þeim til hjálpar, en ég þekki engan sem mundi gera það án þess að hafa einhvern tíma orð á því. Gunnar hafði einfaldlega enga þörf fyrir að auglýsa eigin góð- verk. Bróðir hans orðar það þann- ig að hann hafi verið gjörsamlega laus við allt egó. Sem ég held að sé alveg rétt. Mér fannst hann hvíla í sjálfum sér sem er fágætt á þess- um aldri. Og kannski bara einfald- lega fágætt – án tillits til aldurs. Reyndar held ég að hann mundi ekki telja sig hafa verið að gera góðverk. Honum fannst frekar að það væri eðlilegt að láta gott af sér leiða ef og þegar hann gæti. Það sem ég mun sakna allra mest eru ekki bara allir góðu kost- irnir hans, heldur vera hans í núinu. Gunnar hafði yfir sér alveg sérstaka og örláta mildi gagnvart þeim sem hann elskaði. Hann naut þess þess að eiga tíma með fjöl- skyldunni: systkinum sínum og Daníel litla, Hameed og foreldrum sínum Íhugull, hjartahlýr og næmur ungur maður með góða kímnigáfu. Ég hefði óskað svo heitt að fá njóta lengur samfylgdar hans. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum meðan enn gafst tími til. Vegna þess að hann lifði lífi sínu eins og hann gerði eru minningarnar svo falleg- ar og munu fylgja okkur um ókomna tíð. Mette Ofir. Elsku Gunnar Örn. Mikið óskaplega er fráfall þitt sárt, elsku frændi. Þú stóðst alltaf með sjálfum þér og gerðir það sem þig langaði til hvort sem það þýddi að mæta á hverjum degi á nátt- fötum í leikskólann, stökkva af stærstu stökkpöllunum í sundi á meðan ég var með hjartað í bux- unum af hræðslu, keppa í boxi eða klífa Kilimanjaro. Að standa með sjálfum sér sýnir hugrekki og það áttir þú svo sannarlega. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Þín frænka, Ólafía Kristín (Lóa). MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGVARS MAGNÚSSONAR. Starfsfólki Droplaugarstaða eru færðar innilegar þakkir fyrir velvild þeirra í garð hans og fjölskyldunnar. Jenný Bjarnadóttir, Bjarni Ingvarsson, Ingvar Örn Ingvarsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. ✝ Gréta Halldórsfæddist á Ak- ureyri 14. mars 1935. Hún lést á heimili sínu, Bakka- hlíð 39, Akureyri, 3. mars 2012. Móðir Grétu var Helga Valdimars- dóttir. Árið 1957 giftist Gréta Kristjáni Ís- aks Valdimarssyni frá Ísafirði. Hann lést 26. sept- ember 2011. Börn þeirra eru. 1. Helga Sigríður, maki Jón Þór Guðjónsson, þau eiga fjögur börn. 2. Árni Valdimar, maki Ragnheiður Skúladóttir, þau eiga fjögur börn. 3. Sverrir Þór, maki Guðrún Hörn Stefánsdóttir, þau eiga þrjú börn. 4. Margrét Jónína, maki Páll Pálsson, þau eiga þrjú börn. 5. Kristján Ísak, maki Sigríður G. Pálmadóttir, þau eiga þrjú börn. 6. Gunnar Freyr, maki Margrét Dögg Bjarnadóttir, þau eiga fimm börn. 7. Elín Íslaug, maki Kristinn Ágúst Ingólfsson, þau eiga þrjú börn. Gréta fæddist í innbænum og ólst þar upp hjá móður sinni og systkinum hennar. Þau fluttu síðan í Eyrarlands- veg 14. Gréta gekk í Barnaskólann og Gagnfræðaskólann á Akureyri og hóf síðan nám í Hjúkrunarskóla Íslands árið 1954 og útskrifaðist þaðan árið 1957. Gréta vann á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, á Krist- nesi og dvalarheimilinu í Skjald- arvík þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Gréta hafði mikið yndi af kveðskap og tónlist, var virk í fé- lagsstörfum, var m.a. í Félagi hjúkrunarkvenna. Útför Grétu fór fram í kyrr- þey frá Höfðakapellu 12. mars 2012. Gréta Halldórs, vinkona okkar og skólasystir, lést á Akureyri 3. mars. sl. Það var góður hópur sem hittist á Landspítalanum í ágúst 1954 til þess að hefja þar hjúkr- unarnám. Bjartsýnar ungar stúlk- ur fullar af tilhlökkun og eftir- væntingu til að takast á við þriggja ára krefjandi nám. Gréta var ekki að stíga sín fyrstu skref á sjúkrahúsi, hún hafði unnið á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri í eitt ár áður en hún hóf námið og við fundum að þarna fór stúlka með reynslu sem hægt var að treysta. Gréta stóð sig með af- brigðum vel í skólanum, gekk örugg til allar verka, vel liðin af sjúklingum sínum og samstarfs- fólki og betri félaga var ekki hægt að eiga. Ávallt glöð, hress og tilbú- in í glens og gaman. Eigum við skólasysturnar margar skemmti- legar minningar um uppátæki hennar. Gréta giftist Kristjáni Valdi- marssyni fljótlega eftir að námi lauk og settust þau að í heimabæ Grétu, Akureyri. Þau hjón eign- uðust sjö mannvænleg börn. Þrátt fyrir eril á mannmörgu heimili vann hún við hjúkrun alla tíð. Kristján eiginmaður Grétu er nýlega látinn. Hann var okkur skólasystrum og mökum góður vinur, og áttum við margar skemmtilegar stundir með þeim hjónum á ferðalögum, bæði innan lands og utan. Síðast fórum við saman í viku ferð til London fyrir nokkrum árum. Gréta virtist njóta þessara samverustunda, þrátt fyr- ir veikindi sem hrjáðu hana. Síðust ár voru Grétu erfið. Hægt og hægt missti hún minnið og hvarf inn í sinn heim. Nokkrar af skólasystrunum áttum ánægju- lega stund með henni í Bakkahlíð- inni fyrir tveimur árum. Hún var mjög glöð að hitta okkur, þekkti okkur með nafni, og við sungum saman lögin sem við sungum á góðum stundum í skólanum í gamla dag. Gréta ljómaði af gleði og mundi alla textana. Þetta var ógleymanleg stund. Við skólasystur Grétu braut- skráðar frá Hjúkrunarskóla Ís- lands í okt. 1957 sendum aðstand- endum hennar innilegar samúðarkveðjur og kveðjum góða vinkonu með þökk fyrir allt. María Guðmundsdóttir. Gréta Halldórs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.