Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Eggert Valsmaður? Patrekur Jóhannesson gæti tekið við á Hlíðarenda. Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég var að fá tilboð frá Val fyrir klukkutíma,“ sagði handknattleiks- þjálfarinn Patrekur Jóhannesson í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi en hann hefur verið nefndur sem næsti þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik nú þegar ljóst er að Óskar Bjarni Óskarsson hefur ráðið sig til danska úrvalsdeildarliðsins Viborg. „Ég ætla að gefa mér tíma til þess að fara yfir tilboðið og fá ým- islegt á hreint, til dæmis hvernig Valsliðið verður skipað á næsta keppnistímabili áður en ég geri upp hug minn,“ sagði Patrekur sem heldur á morgun til Austurríkis þar sem hann stýrir karlalandsliðinu en framundan eru æfingabúðir hjá landsliðinu og þátttaka í fjögurra þjóða móti í Innsbruck um páskana. Patrekur ætlar ekki að gefa Val svar fyrr en hann kemur heim úr Austurríkisferðinni. Skoða allar hliðar á þessu „Ég er stoltur af því að Valsmenn hafi áhuga á að fá mig til starfs. Valur er stórt félag með frábæra umgjörð, örugglega þá bestu á landinu. Þar af leiðandi mun ég skoða allar hliðar þess að koma til starfa hjá Val,“ segir Patrekur sem reiknar ekki með að til árekstra komi þótt svo færi að hann tæki að sér þjálfun Vals eða annarra liða hér á landi. „Forráðamenn austurríska sam- bandsins hafa ekkert á móti því að ég þjálfi félagslið heima á Íslandi. Ég hef því frjálsar hendur í þeim málum,“ segir Patrekur Jóhann- esson sem er efstur á óskalista Vals yfir næsta þjálfara karlaliðs félags- ins. iben@mbl.is „Ég ætla að fá ýmislegt á hreint“  Patrekur fékk tilboð frá Val í gær  Getur þjálfað bæði Val og Austurríki FÖSTUDAGUR 30. MARS 2012 SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ! Akureyri–Valur Höllin, Ak. | Kl. 19.30 Fös. 30. mars | N1-deild karla HK–Fram Digranes | Kl. 19.30 Fös. 30. mars | N1-deild karla Haukar–FH Schenkerhöllin | Kl. 19.30 Fös. 30. mars | N1-deild karla Afturelding–Grótta Varmá | Kl. 19.30 Fös. 30. mars | N1-deild karla Til hamingju Haukar! Haukar eru N1-deildarmeistarar 2012 Endurkoma Einar Hólmgeirsson spilar handbolta á ný eftir árshlé. Samdi við Magdeburg til tveggja mánaða og spilar strax um helgina. Fékk samninginn í þrjátíu ára afmælisgjöf. 2 Íþróttir mbl.is Sævar Birgisson frá Ólafsfirði og Silja Rán Guðmunds- dóttir frá Ísafirði sigruðu í sprettgöngu karla og kvenna, fyrstu grein Skíðamóts Íslands, sem hófst í Hlíðarfjalli við Akureyri síðdegis í gær, við frekar blautar aðstæður. Næstur á eftir Sævari í karlaflokki var Vadim Gusev frá Akureyri og þriðji varð Brynjar Leó Kristinsson frá Akureyri. Ísfirðingar hrepptu þrjú efstu sætin í kvennaflokki því á eftir Silju komu þær Rannveig Jónsdóttir og Elena Dís Víðisdóttir sem líka eru báðar að vestan. Keppni í hefðbundnum greinum hefst klukkan 10 í dag en þá er stórsvig karla og kvenna á dagskrá. Göngugreinarnar fara síðan af stað strax eftir hádegið. Snjórinn í Hlíðarfjalli hefur minnkað hratt síðustu daga, enda var 12 stiga hiti á Akureyri í gær þegar sprettgangan hófst. Í dag á hitastigið hinsvegar að fara niður undir frostmark og mótshaldarar gera sér vonir um að geta haldið mótinu áfram við þokkaleg skilyrði. Á morgun á hinsvegar að hlýna á ný. vs@mbl.is Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Fyrstur Sævar Birgisson frá Ólafsfirði. Sævar og Silja spretthörðust Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Fyrst Silja Rán Guðmundsdóttir frá Ísafirði. íþr ttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.