Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.04.2012, Blaðsíða 27
94, starfaði í sumarvinnu og með skóla við 03 upplýsingar um síma- númer, sem nú er 118, á árunum 1994-97, starfaði við leikskólann Laufskála hjá Reykjavíkurborg á ár- unum 1997-98 og starfaði hjá Vinnu- málastofnun á árunum 1999-2006. Hringsjá – athvarf til mennta Helga hóf störf hjá Hringsjá árið 2006, var þar fyrst náms- og starfs- ráðgjafi, en hefur verið starfandi for- stöðumaður við stofnunina frá hausti 2011. Hringsjá er náms- og starfsend- urhæfing fyrir þá sem vegna veik- inda, slysa eða annarra áfalla hafa hætt störfum tímabundið, en vilja byggja sig upp og komast aftur út á vinnumarkaðinn. Margir nemendur Hringsjár hafa þurft á stuðningi að halda, andlegum og/eða líkamlegum, en þar er eimitt lögð áhersla á að nemendum líði sem best svo að þeir geti einbeitt sér og séu í stakk búnir til að byggja sig upp og takast á við hin hversdags- legu verkefni líðandi stundar. Helga hefur starfað í Gigtarfélagi Íslands og sat í framkvæmdastjórn þess um skeið. Þá sat hún í siðanefnd Félags náms- og starfsráðgjafa. Engin dellukella Þegar Helga er spurð um áhuga- mál hlær hún og spyr á móti hvort ekki liggi beinast við að svara eins og fegurðardrottningarnar: „ferðalög, bókmenntir og mannleg samskipti“. Staðreyndin er nú samt sú að þetta eru líklega hennar helstu áhugamál. Hún hefur áhuga á starfi sínu sem hefur í för með sér stöð- ugan lestur, fyrirlestra og jafnvel ráðstefnur á hennar sérsviði um mannlífið. Hún sinnir fjölskyldunni og þegar hún vill slaka á verður hún bókmenntalega sinnuð án þess að eiga þar eitthvert tiltekið sérsvið. Hún er samt engin dellukerling á til- teknu sérsviði, segist vera ópólitísk, stundar ekki fallhlífastökk og syng- ur ekki í kórum. Fjölskylda Helga giftist 25.8. 2001 Inga Torfa Sigurðssyni, f. á Ísafirði 14.3. 1964, stýrimanni og húsasmíðameistara sem nú starfar sem stýrimaður. Hann er sonur Sigurðar Ragnars Brynjólfssonar, f. 21.6. 1943, d. í jan- úar 1979, stýrimanns, og Guðbjargar Torfadóttur, f. 4.6. 1944, búsettrar í Reykjavík. Börn Inga Torfa frá því áður eru Íris Ósk Ingadóttir, f. 2.10. 1988, nemi en unnusti hennar er Egill Vic- torsson og eiga þau tvö börn; Reynir Viðar Ingason, f. 9.9. 1990, há- skólanemi. Börn Helgu og Inga Torfa eru Ey- steinn Ingi, f. 27.11. 2001, og Hera Björg, f. 28.8. 2003. Systkini Helgu eru Hrund Ey- steinsdóttir, f. 17.1. 1969, for- stöðukona við fullorðinsfræðslu í Þýskalandi; Jenna Huld Eysteins- dóttir, f. 26.2. 1976, í sérfræðinámi í húðlækningum í Gautaborg í Sví- þjóð; Bjarni Kristinn Eysteinsson, f. 18.10. 1977, sérfræðingur hjá Síman- um, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Helgu eru Eysteinn Bjarnason, f. 20.9. 1943, fyrrv. bóndi í Eskiholti II í Borgarhreppi í Borg- arfirði, og Katrín Ragnheiður Hjálmarsdóttir, f. 2.10. 1945, sér- kennari. Þau eru nú búsett í Reykja- vík. Úr frændgarði Helgu Eysteinsdóttur Elíeser Sigurðsson útg.m. á Seyðisf. Þorgerður Albertsdóttir frá Skálum Katrín Þorvarðardóttir húsfr. á Hellissandi Jóhann Þórarinsson stýrim. á Hellissandi Helga Eysteinsdóttir húsfr. á Kolsstöðum Guðmundur Auðunsson f. á Skálpast. í Lundar.dal Guðbjörg Aradóttir húsfr. á Skálpastöðum Helga Eysteinsdóttir Eysteinn Bjarnason fyrrv. b. í Eskiholti II Katrín R. Hjálmarsdóttir sérkennari Jensína Á. Jóhannsdóttir húsfr. í R.vík. Hjálmar B. Elíesersson skipstj. í R.vík. Kristín Guðmundsdóttir húsfr. í Eskiholti Bjarni Sveinsson b. í Eskiholti Sveinn Finsson f. á Kolsstöðum í Dölum Jóhann Hjálmarsson skáld Ásmundur Sveinsson myndhöggvari Júlílus Þórarinsson Jón Júlíusson kaupm. í Nóatúni Guðmundur Júlíusson kaupm. í Melabúðinni Útivistarkona Helga í essinu sínu á góðum degi í Gjánni í Þjórsárdal. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2012 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is 90 ára Bergljót Loftsdóttir 85 ára Dómhildur Gottliebsdóttir Jón Ragnar Sigurjónsson Svanhildur Óladóttir 80 ára Erla Magnúsdóttir Íris Sigvaldadóttir Júlíus Jónasson Þórólfur Daníelsson 75 ára Fjóla Jórunn Jóhannesdóttir Ólafía Lára Lárusdóttir 70 ára Einar Sigfússon Guðlaug Jónsdóttir Heiðbjört Guðmundsdóttir Helgi Guðmundsson Ingibjörg Sigfúsdóttir Laufey Óskarsdóttir Nanna Sigríður Baldursdóttir Sesselja Sólveig Bjarnadóttir Sigrún Steinunn Sigurðardóttir 60 ára Elsa Hafsteinsdóttir Eyrún Pétursdóttir Guðný Helga Gunn- arsdóttir Hallgrímur Jónasson Ingunn Guðlaug Jónsdóttir Magnús Snædal Rósbergsson Sigurlína Jóhannsdóttir Skúli Magnússon 50 ára Andrew Gosling Birgir Smári Jóhannesson Guðrún Kristjánsdóttir Haraldur Haraldsson Helgi Ómar Pálsson Hildur Magnúsdóttir Hrund Sigurhansdóttir Ingimundur Helgason Jakob Jóhannsson Ragnar Ingi Vernharðsson Sigfríður Björnsdóttir Sigþór Valdimar Elíasson Sveinbjörn Imsland Una Þóra Ingimarsdóttir 40 ára Ástbjörg Jónsdóttir Bergljót Halldórsdóttir Birgir Hilmarsson Bjarni Ellert Ísleifsson Davíð Hermann Brandt Hjördís Líney Pétursdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Konráð Sigurðsson Marian Granco Ragnheiður G. Eyjólfsdóttir Svafar Vilhjálmur Helgason Vilborg Jónsdóttir Þórdís Sigurjónsdóttir 30 ára Laura Carolina Acosta Gomez Snæbjörn Halldór Snæbjörnsson Til hamingju með daginn 90 ára Siggi fæddist að Stóru-Reykjum í Hraun- gerðishreppi. Hann öðl- aðist meistararéttindi í rafivirkjun 1958 og vann- við rafvirkjun til 1997. Eiginkona Jóhanna María Þorvaldsdóttir, f. 1934, húsfreyja. Börn þeirra eru fimm talsins. Foreldrar Gísli Jónsson, f. 1877, oddviti og hrepp- stjóri á Stóru-Reykjum, og María Þ. Jónsdóttir, f. 1885, húsfreyja. Siggi Gíslason 30 ára Ragnhildur lauk MA-prófi í umhverfis- og auðlindafræði og stundar doktorsnám í lýðheilsu- fræði og rannsókn á sam- bandi loftmengunar og heilsu fólks í Reykjavík. Maður Marinó Fannar Pálsson, f. 1981. Dóttir þeirra: Ágústa Líf, f. 2008. Dóttir hans: Rakel Júlíana, f. 2005. Foreldrar Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 1949, og Finnbjörn Gíslason, f. 1947. Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir Björn Hallgrímsson, forstjóriog stjórnarformaður H.Benediktssonar, fæddist í Thorvaldsenstræti 2 við Austurvöll, 17. apríl 1921. Það hús lét Páll Mel- sted sagfræðingur byggja árið 1878, undir Kvennaskólann, sem hann og kona hans, Þóra Melsted, stofnuðu fjórum árum fyrr. Eftir að Kvenna- skólinn flutti suður á Fríkirkjuveg eignuðust húsið foreldrar Björns, Hallgrímur Benediktsson, stór- kaupmaður, alþm. og bæjarfulltrúi í Reykjavík, og k.h., Áslaug Zoëga húsfreyja. Í þessu sögufræga húsi fæddust einnig systkini Björns; Ingileif stjórnarformaður og Geir, forsætis- ráðherra, borgarstjóri og seðla- bankastjóri. Sjálfstæðisflokkurinn var síðan með starfsemi sína í húsinu um skeið. Þar hafa nokkrar kynslóðir Reykvík- inga dansað og húsið hefur gengið undir ýmsum heitum, svo sem Sjálf- stæðishúsið, Sigtún og nú síðast NASA. Hallgrímur var af fjölmennustu ráðherraætt landsins, Reykjahlíð- arætt, en Áslaug, kona hans, var dóttir Geirs Zoëga rektors og Bryn- dísar Sigurðardóttur frá Flatey, af ætt Boga Benediktssonar, fræði- manns á Staðarfelli. Björn lauk prófi frá Verzlunar- skóla Íslands 1939 og var við fram- haldsnám og störf í Bandaríkjunum 1942-46. Hann var fulltrúi hjá H. Benediktssyni hf. 1946-52, forstjóri Ræsis hf. 1952-54 og forstjóri H. Benediktssonar hf. lengst af frá 1954. Auk þess var hann stjórnarformaður fyrirtækisins um árabil og sat í stjórn ýmissa annarra fyrirtækja sem stór- fjölskylda hans hafði átt hluta í eða komið að, s.s. Nóa-Síríusar hf., Hreins hf., í stjórn Steypustöðv- arinnar hf., Skeljungs og Ræsis hf. Björn var mikill öndvegismaður, samviskusamur, heiðarlegur, glað- sinna og vingjarnlegur í viðmóti. Þessi eiginleika áttu þau systkinin öll sameiginlega. Eiginkona Björns var Emilía Sjöfn Kristinsdóttir sem lést 2003, dóttir Kristins, kaupmanns í Geysi, og eign- uðust þau fjögur börn. Björn lést 20. september 2005. Merkir Íslendingar Björn Hall- grímsson 30 ára Berglind lauk BSc-prófi í viðskiptafr. frá HR og starfar hjá Guðm. Tyrfingssyni ehf. Maður Grétar Ingi Árna- son, f. 1971, varðstjóri. Dóttir Sigurlína Rósa Helgadóttir, f.2006. Foreldrar Jóna Jóns- dóttir, f. 1949, og Hörð- ur Hafsteinsson, f. 1949. Fósturfor. Pétur Eiríksson, f. 1951 og Þórunn Erla Guð- mundsd. f. 1950 Berglind Harðardóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.