Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 15

Helgafell - 01.03.1942, Qupperneq 15
HELGAFELL TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL I. ÁRG. MARZ 1942 L HEFTl Við, sem tekið höfum að okkur ritstjórn þessa tímarits, höfum iengi verið þeirrar skoðunar, að íslenzkum lesendum og rithöfundum gætí orð- íð það nokkur fengur, ef takast mætti að gefa hér út mánaðarrit um bók- menntir og önnur menningarmál, er talizt gæti sambærilegt, eftir aðstæð- um, við önnur tímarit slíkrar tegundar með nágrannaþjóðunum. Og þótt okkur dyljist ekki þeir örðugleikar, sem á því hljóta að verða að gera slíkt rit svo úr garði sem við mundum kjósa, þykir okkur ekki rótt að láta það tækifæri ónotað, er okkur hefur nú boðizt, til að gera tilraun um útgáfu mánaðarrits, þar sem við höfum óbundnar hendur um efnisval og frágang. Tímaritinu Helgafelli er fyrst og fremst ætlað að flytja innlendan cg erlendan skáldskap og fjalla um bókmenntir, listir og almenn menning- armál. Það verður engum stjórnmálaflokki háð né venzlað, en mun sýna frjálslyndi í efnisvah sínu og telja sér skylt að taka öllu, sem því kann að berast af listrænu og athyglisverðu efni, og eigi sízt hverju vænlegu ný- mæli, með fullri gestrisni, samkvæmt þeirri skoðun okkar, að andlega starfsemi beri að meta eftir lista- og menningargildi hennar og engu öðru. Jafnframt mun það gera sér far um að hlúa á allan hátt að þeim verðmæt- um, sem fyrir eru í tungu vorri, sögu og þjóðmenningu. Okkur er ljóst, að gildi og áhrif tímaritsins eru framar öllu öðru undir því komin, að því takizt að ná góðri samvinnu við hina hæfustu og ritfærustu menn vor á meðal, enda höfum við miklar vonir um að svo megi verða. Margir hinna merkustu rithöfunda og skálda vorra hafa heitið Helgafelli stuðningi sínum og velvild, en ljúft er okkur einnig að geta þess, að það hefur þegar fengið nokkurn ádrátt um andúð, sem líka mætti verða því til brautargengis. Magnús Ásgeirsson. Tómas GuÓmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.