Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 18

Helgafell - 01.04.1942, Blaðsíða 18
Barði Guðmundsson: Uppruni íslenzkrar skáldmenntar II. Skáld, svín, saurbýli. HEIÐNAREY er lítil og óbyggð. Hún liggur á Breiðafirði undan Skálmar- nesi. Þar á slóðum hefur lifað í manna minnum einkennileg sögn, sem tengd er við eyjuna. Eftir kristnitöku voru í fyrstu launblót leyfð. Bóndinn að Múla á Skálmarnesi tók þá að sér, gegn hóflegu ferjugjaldi, að flytja fólk, er blóta vildi á laun, út í Heiðnarey. Fóru blótin fram í byrjun tvímánaðar. Sögninni til styrktar bentu menn á dalverpi og lág í eyjunni, sem báru nöfnin Blóthvammur og Saurlífisgjá. Þannig greinir Kálund frá munnmælum þess- um, en þau munu fyrst hafa verið í letur færð fyrir rúmri öld. Því miður hef ég ekki átt kost á að kynna mér þá heimild. Helzt mætti ætla, að launblótin í Heiðnarey hafi verið bundin við upp- skeruhátíð eða töðugjöld og fórnirnar því færðar frjósemisgoðunum Frey og Freyju til dýrðar. En hvað sem nú annars má um gildi munnmælanna segja, minnti örnefnið Saurlífisgjá mig á gamla og gleymda athugasemd, sem Guð- brandur Vigfússon hefur gert um saur-örnefni og Freys- og Freyjudýrkun. í ritgerðinni ,,Um tímatal í íslendinga sögum" kemst Guðbrandur svo að orði. er hann minnist útkomu Þorbjarnar súrs úr Súrnadal: ,,Vér höfum fyrir satt, að hvervetna á íslandi og í Noregi þar sem örnefni eru kennd líkt þessu, hafi í fyrndinni verið Freysblót og átrúnaður á þau Freyju meiri en á öðrum stöðum og dragi héruðin meðfram nafn af því (Saurar, Saurbær, Sýrströnd, Súrnadalur), en Sýr er eitt af nöfnum Freyju. Þetta rættist og í þessari Sýrdælaætt, að þeir höfðu blót mikil. Þar sem talað er um, að Þor- grímur goði væri svo ávarður Frey, þá mun hann hafa tekið þau blót upp eftir mágum sínum, því að hvergi er þess getið, að Þórsnesingar blótuðu Frey, en Þórsvinir miklir voru þeir. Nú hyggjum vér og, að Þorbjörn súr hafi borið nafn sitt af þessu, og muni menn víst í átthögum hans í Noregi hafa trúað mjög á Frey“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.