Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2012 ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR! LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR. 350 KR. SKYRTAN hreinsuð og pressuð -ef komið er með fleiri en 3 í einu Fullt verð 580 kr. Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur - NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús GLUGGAR OG GLERLAUSNIR idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla • tré- eða ál/trégluggar og hurðir • hámarks gæði og ending • límtré úr kjarnaviði af norður skandinavískri furu • betri ending — minna viðhald • lægri kostnaður þegar fram líða stundir • Idex álgluggar eru íslensk framleiðsla • hágæða álprófílakerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Byggðu til framtíðar með gluggum frá Idex Það er auðséð að stefna Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, er rétt. Sterkari tök sambandsins á fjármálum aðilarríkjanna er eðlileg og nauðsynleg eftir óráðsíu margra ríkja, sérstaklega í Suður-Evrópu, sem hefur stofnað efnahag og sjálf- stæði þeirra í voða. Ísland er ekki nein undantekning frá þessari óráð- síu, orðið sjálfbærni var gleymt og grafið og allir voru samþykkir því að hægt væri að reka efnahag þjóða með eintómum lánum og gríðar- legum viðskiptahalla. Eyðsla var einkunnarorðið og mældi hagvöxt eftir því sem eytt var meira. Því miður var þetta lenska um allan hinn vestræna heim og gert í nafni frelsishugsunar þar sem engin tak- mörk máttu setja við athafnasemi í þessu kerfi. Hugmynd um fjármálamiðstöð heimsins á Íslandi var mikið til um- ræðu og virtust flestir ráðamenn halda að það væri draumur sem gæti ræst. Hér voru truflaðir menn á ferð sem sýndi sig í afleiðing- unum. Í suð- urríkjum Evrópu var þetta því mið- ur látið af- skiptalaust af Evrópusamband- inu þangað til allt var að komast í hönk hjá þessum ríkjum vegna endalausrar eyðslu og skulda- söfnunar. Evrunni hefur verið kennt um þar en það er fáránleg afstaða því efnahagsstjórn þessara ríka var auðvitað mikið ábótavant þar sem skynsamir menn máttu sjá að ekki væri hægt að greiða niður þessar skuldir í náinni framtíð. Allt efna- hags- og fjármálakerfi í hinum vest- ræna heimi var rekið eins og um ræningjasveit væri að ræða. Him- inháar bónusgreiðslur í fjármála- kerfunum og vinnubrögðin eins og hjá glæpahópunum í Suður- Ameríku á sínum tíma. Stærsta mál framtíðar er að endurskipuleggja alla fjármála- starfsemi í heiminum. Þessi starf- semi þarf að vera fyrir fólkið og at- vinnulífið en ekki fyrir einhverja ræningjaflokka. Evrópusambandið er lausnin. Þar eru góðir menn á ferð. Stöðugleiki og sjálfbærni er svarið og burðir einstakra ríkja í að koma því á eru ekki raunhæfir eins og sakir standa nema fyrir atbeina Evrópusambandsins. Þessir menn, þar á ég við fjármála- og efnahags- ráðherra ríkjanna, verða að fara í endurhæfingu og læra að ríkin verða að standa saman að koma á jafnvægi í efnahag ríkjanna og einkunnarorðin verða að vera að eyða ekki meir en aflað er. Það er því nauðsynlegt að ríkin, þar á með- al Ísland, geti notað innri markað Evrópu til að þróa vörur og nýta tollfrjálsan markaðinn til að koma sínum vörum til neytenda og aflað. En það er mikið að hér í nýsköp- unarmálum. Stöðugleikinn er lausn- arorðið til framtíðar. Undirstaða efnahags hverrar þjóðar er nýsköp- un og markaður. Fyrir Ísland er þetta gríðarleg nauðsyn til fram- tíðar að geta unnið úr hráefni til matvælaframleiðslu og komið því á tollfrjálsan markað Evrópu eins og til annarra markaða lika. Ekkert vit er í því að þeir sem kaupa frystan makríl í Evrópu frá Íslandi þurfi að borga 20% toll eins og er í dag. Hér eru Íslendingar í einangrun sem kemur niður á hagvexti okkar og takmarkar sölumöguleika. Þess vegna verðum við að vera með í að endurbyggja Evrópu í stöðugleika og eðlilegum hagvexti. ESB er framtíðin. ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON, húsgagnasmíðameistari og listmálari. Evrópusambandið verði enn sterkara Frá Árna Birni Guðjónsyni Árni Björn Guðjónsson Flestir eru sammála um að tíminn frá hruni til þingkosninganna 2009 hafi verið allt of skammur. Hið raun- verulega uppgjör í stjórnmálunum hafi því aldrei farið fram. Spegilmynd þess blasir því við. Aldrei hefur ríkt eins mikið van- traust í íslenzkum stjórnmálum og ein- mitt nú þegar aðeins rúm 9% kjós- enda segjast bera traust til Alþingis Íslendinga. Fyrir okkur sem aðhyllumst þjóð- holl borgaraleg viðhorf og gildi eru það því ánægjuefni, að fram hefur komið nýr flokkur á hægri kanti ís- lenzkra stjórnmála. Hægri grænir. Segja má að þetta sé raunverulega eina al- vöru framboðið til hægri síðan gamli góði Íhaldsflokkurinn var og hét. Hægri grænir skil- greina sig sem flokk fólksins, sem boðar miklar breytingar fyrir fólkið í landinu. Á heimasíðu flokksins www.xg.is er afar vönduð og ítarleg út- listun á stefnu flokks- ins. Þar sem m.a. kem- ur fram afar skýr og afdráttarlaus þjóðleg stefna í Evrópumálum, nýj- ungar í skattamálum, nýr gjaldmiðill „ríkisdalur“, afnam gjaldeyrishafta fyrir 1. des. 2013, afnám verðbólgu- viðmiða og almennrar verðtrygg- ingar. Tillögur flokksins um lausn á aflandskrónuvandanum eru afar at- hyglisverðar með tilkomu nýs gjald- miðils. Þá boðar flokkurinn breyt- ingar í sjávarútvegi, „Kínamúra“ milli smábátaútgerðar og stór- skipaútgerðar, og að allar meirihátt- ar kerfisbreytingar í sjávarútvegi fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo að fátt eitt sé nefnt. Þörfin á uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum blasir því við nú í kom- andi þingkosningum. Hinn sósíal- demókratíski fjórflokkur þarf þar að fá sín maklegu málagjöld. Á hægri kanti íslenzkra stjórnmála þarf því að myndast alvöru þjóðhollt hægri- sinnað borgaralegt afl, í fyrsta sinn frá gamla íhaldsflokknum. Sem myndi breiðfylkingu, varanlegan „turn“ gegn vinstriöflunum í land- inu! Stjórnmálaumhverfi eins og tíðkast víða þar sem hinar bláu og rauðu blokkir takast á. En þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn gjörsamlega brugðist með tilheyrandi efnahags- hruni. Enda hafa sósíaldemókratísk öfl fengið að grassera þar innan- borðs ótakmarkað í áratugi. Með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð. Þúsundir borgarasinnaðs þjóð- hyggjufólks hafa því orðið fyrir miklum vonbrigðum með Sjálfstæð- isflokkinn. Líka þjóðhollir fram- sóknarmenn með sinn miðjumoðs- flokk. Nýtt þjóðhollt afl til hægri gæti því orðið þessu fólki og kjós- endum nýr pólitískur vettvangur. Þar sem þjóðholl viðhorf og kristin gildi eru höfð að leiðarljósi. Og að grasrót slíkra lífsviðhorfa fái notið sín í slíku flokkslegu uppbygginga- starfi um land allt á næstu miss- erum. Hvort Hægri grænir valdi slíku ákalli á nú eftir að koma í ljós. Von- andi. Því tækifærin virðast þeim í hag, takist þeim að höndla þau. Spurn- ingin um hvort raunveruleg upp- stokkun á hægri kanti íslenzkra stjórnvalda verði að veruleika virðist því vera í höndum Hægri grænna og forystu þeirra í dag. Því þar á bæ virðast blása þeir nýju fersku vind- ar, sem íslenzk þjóð þarf einmitt svo mikið á að halda nú í siglingu sinni inní 21. öldina. Áfram hægri grænir. Verður uppstokkun til hægri? Eftir Guðm. Jónas Kristjánsson » Segja má að þetta sé raunverulega eina alvöru framboðið til hægri síðan gamli góði íhaldsflokkurinn var og hét. Guðm. Jónas Kristjánsson Höfundur er bókhaldari og félagi í Hægri grænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.