Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.08.2012, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2012 Krossinn sem eitt sinn var hryllilegt pyntingar- og aftöku- tæki, morðtól, varð við upprisu Jesú Krists frá dauðum sigurtákn lífs- ins. Krossinn minnir okkur þannig á frelsið og hve dýru verði það var keypt. Krossinn minnir okkur þannig á hina algildu fórn Jesú Krists og á hina takmarkalausu fyr- irgefningu Guðs. Því enginn á meiri kærleika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína, hvað þá svo þeir fái lifað um eilífð. Þú ert þannig frjáls maður, ekki bundinn einhverjum kvöðum. Þú hef- ur verið valinn í lið lífsins. Þú ert í sig- urliðinu, því að þér hefur verið til- einkaður sigur lífsins. Hefurðu gert þér grein fyrir því? Það er að vísu ekki þér að þakka. það er náðargjöf Guðs. Hvað veist þú annars háleitara og dýrmætara en það að vera valinn í lið lífsins af höfundi þess og fullkomn- ara? Þitt eigið ágæti og verk, þótt mik- ilvæg séu, skera ekki úr um það hvað um þig verður, heldur frelsisverk Jesú Krists, sem er gjöf Guðs til þín. Það er svo á þínu valdi hvort þú vilt meðtaka gjöfina, og gefa þannig kost á þér í sigurliðið eða bara þakka pent fyrir annars gott boð og ákveða að sitja hjá eða halda aðra leið, á vit ann- arra ævintýra. Öllum stendur til boða að mega kallast Guðs börn og gerast þannig himneskir borgarar. Mundu bara að Guð á aðeins börn en engin barna- börn. Trúarjátning Þess vegna er svo gott að mega signa sig kvölds og morgna og jafnvel um miðjan dag. Merkja sig sig- urtákninu og fela sig þannig höfundi og fullkomnara lífsins í auðmýkt og þakklæti, í trausti þess að hann muni vel fyrir sjá. Honum sem er með okkur alla daga allt til enda ver- aldar og sleppir ekki hendi sinni af okkur. Minna sig þannig á hver maður er, hverjum mað- ur vill tilheyra og hvert maður þráir að stefna í lífinu. Leyfa þannig tákni krossins og kærleika Guðs að tendrast í hjört- um okkar og hafa áhrif á okkur, Guði til dýrðar, samferðafólki okkar til blessunar og sjálfum okkur til heilla. Því að signingin er ekki eitthvert marklaust handapat út í loftið. Hún er trúarjátning, bæn til Guðs. Bæn án orða sem þó er hlaðin djúpri og inni- haldsríkri merkingu. Með henni fær- um við Guði þakkir fyrir lífið. Hún er bæn um fyrirgefningu, æðruleysi og auðmýkt, varðveislu og blessun. Vitn- isburður okkar í umhverfinu um kær- leika Guðs, lífið sjálft. Eins og galdur Segja má að ást Guðs sé þannig eiginlega eins og galdur sem við skilj- um ekki en getum upplifað, megum hvíla í, meðtaka og njóta dag hvern, um alla ævi og eilífð. Fegraðu því umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raun- verulega umhyggju fyrir fólki. Sigurtákn lífsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Hvað veist þú annars háleitara en að vera valinn í lið lífsins af höf- undi þess og fullkomn- ara? Hefurðu gert þér grein fyrir að þú ert í sigurliðinu? Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og áhugamaður um almenna og öfga- lausa guðrækni. Ólympíumót fatlaðra fer fram í London dagana 29. ágúst til 9. sept- ember 2012 og er hluti af 45 daga samfelldri íþróttahátíð sem hefst með opnunarhátíð Ólympíuleikanna 27. júlí og lýkur með lokahátíð Ól- ympíumóts fatlaðra þann 9. sept- ember. Fyrir íþróttamenn er þátt- taka í Ólympíuleikum eða Ólympíumóti fatlaðra hápunkturinn á ferli hvers og eins og þátttakan í London 2012 verður þar engin und- antekning. Fjórir íslenskir íþróttamenn munu keppa á Ólympíumótinu þau Helgi Sveinsson og Matthildur Ylfa Þorsteindóttir í frjálsum íþróttum og Jón Margeir Sverrisson og Kol- brún Alda Stefánsdóttir í sundi. Ljóst er að kostnaður Íþrótta- sambands fatlaðra vegna undirbún- ings við þátttökuna í mótinu er um- talsverður og því hefur bréf verið sent til fyrirtækja á Íslandi „Í góðri trú“. Fyrsta Ólympíumót fatlaðra var haldið í Róm 1960 og síðan þá hafa mótin ávallt verið haldin sama ár og Ólympíuleikarnir. Frá árinu 1988 hafa Ólympíumót fatlaðra verið haldin í beinu framhaldi af Ólympíu- leikunum, í sömu borg og sömu íþróttamannvirkjum og frá árinu 1992 einnig í vetraríþróttum. Íslendingar hafa verið sigursælir á Ólympíumótum fatlaðra en þeir tóku fyrst þátt í Ólympíumótinu sem haldið var í Arnhem í Hollandi árið 1980. Þó má segja að uppgangur íþrótta fatlaðra hér á landi hafi fyrir alvöru hafist 1988 í Seoul í Suður- Kóreu þar sem Ísland vann til tveggja gullverðlauna á mótinu. Frá 1980 hafa fatlaðir íslenskir íþrótta- menn unnið til 97 verðlauna á Ól- ympíumótum fatlaðra og af þessum verðlaunum eru 36 gullverðlaun. Þá hafa Íslendingar unnið 66 verðlaun á heimsmeistaramótum fatlaðra og 73 verðlaun á Evrópumeistaramótum – ekki slæmur árangur það! Nú þegar lokaundirbúningur stendur sem hæst langar íslensku keppendurna að leita eftir styrk frá þessum fyrirtækjum að upphæð 5.000,- kr. eða því sem nemur 1250,- kr. á hvern keppanda. Um leið og greitt er fyrir hinn valfrjálsa greiðsluseðil öðlast viðkomandi fyr- irtæki hlutdeild í afrekum þessa mikla íþróttafólks. Fatlaðir íslenskir íþróttamenn hafa á undanliðnum ár- um vakið aðdáun og eftirtekt vegna framgöngu sinnar á stórmótum er- lendis. Ólympíumótið í London er hið fjórtánda í röðinni og til þess að öðl- ast þátttökurétt á Ólympíumóti fatl- aðra þurfa keppendur að ná þeim lágmörkum sem tilskilin eru af hálfu mótshaldara. Einungis þeir íþrótta- menn sem staðist hafa ströng al- þjóðleg lágmörk öðlast þátttökurétt. Því keppir aðeins besta íþróttafólk heimsins úr röðum fatlaðra á Ólympíumótunum. Þá er öllum þeim sem ekki fá greiðsluseðlana senda í pósti frjálst að leggja þessu öfluga íþróttafólki lið með frjálsum framlögum. Nálg- ast má þær upplýsingar á heimasíðu sambandsins, ifsport.is. Í London gerum við okkar besta og treystum á stuðning þinn! ÓLAFUR MAGNÚSSON, aðalfararstjóri Ólympíuhóps fatl- aðra og framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra. Í góðri trú Frá Ólafi Magnússyni Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.