Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Blaðsíða 56
Alexandra og gjafabækurnar sem hún hannaði. „Ég þarf að vera hugmyndarík og vona að ég sé það. Ég er alltaf að reyna að koma með eitthvað nýtt.“ F yrir sjö árum flutti Alexandra Buhl, grafískur hönnuður, frá Þýskalandi til Íslands ásamt íslenskum eig- inmanni sínum. Síðustu fjögur árin hefur Alexandra starfað sem bókahönnuður hjá Forlaginu. Nýlega hannaði hún einkar fallegar kápur á fjórar nýjar bækur í gjafa- seríu, Íslensk kvæði, Íslensk orðsnilld, Ást- arljóð Davíðs Stefánssonar og Gæfuspor – gildin í lífinu. „Útgáfustjóri Forlagsins, Jóhann Páll Valdimarsson, hefur lengi viljað gefa út gjafaseríu eins og þessa,“ segir Alexandra. „Hann sagði að nú væri kominn tími til að byrja, ég skyldi gera það sem mér dytti í hug og taka mér góðan tíma. Ég fikraði mig áfram og gerði prufur og þetta var útkoman. Ég er hrifin af efni sem gaman og gott er að snerta, þannig að mað- ur finni fyrir munstr- inu. Fyrir nokkrum ár- um kom út Íslensk sjónabók og þar eru alls kyns íslensk munstur. Ég leitaði í þessa smiðju við hönnum á bókunum. Bókakápurnar fjórar sýna allar ólík íslensk munstur.“ Alexandra telur líklegt að framhald verði á þessari fallegu útgáfu. „Það væri hægt að gera hundrað gjafabækur í þessum sama flokki í viðbót því það er nóg til af íslenskum munstrum.“ Kápur bókanna eru litríkar og Alexandra segist hafa lagt mikið upp úr litavalinu og hafði litaspjald frá Ítalíu til hlið- sjónar. „Vinnan við útlit þessara bóka tók sinn tíma en ég er mjög ánægð með út- komuna,“ segir Alexandra. „Ég vildi að útlitið yrði hæfilega klassískt en um leið nútímalegt.“ Alexandra sér um skreytingar á íslenska bókabásnum á bókasýningunni í Frankfurt sem hefst í október og sýnir þar einstakt hugmyndaflug. Hún tók gamlar bækur og bjó til úr pappírnum alls kyns skraut og munstur sem fest verður á veggi í sýning- arbásnum. Þetta eru skreytingar sem munu örugglega vekja mikla athygli. „Ég vildi gera eitthvað sem vekti forvitni og skapaði stemn- ingu og væri jafnvel þannig að fólk vildi þreifa á því.“ Alexandra hannar um tuttugu bókakápur fyrir Forlagið um þessi jól. „Það er nóg að gera,“ segir hún. „Ég þarf að vera hug- myndarík og vona að ég sé það. Ég er alltaf að reyna að koma með eitthvað nýtt. Mitt markmið er að gera fallega gripi sem vekja athygli. Mér finnst skipta máli að bókakápur séu flottar og grípandi. Fólk missir svo oft áhugann á að lesa bók ef káp- an höfðar ekki til þess eða er beinlínis ljót. Ef kápan er falleg opnar fólk bókina fullt af tilhlökkun og byrjar að lesa.“ VIÐTAL Ég vil gera fallega gripi Morgunblaðið/Kristinn ALEXANDRA BUHL HEFUR HANNAÐ FALLEGAR GJAFABÆKUR OG SÉR UM SKREYTINGAR Í ÍSLENSKA BÁSNUM Á BÓKA- STEFNUNNI Í FRANKFURT Sýnishorn af skreytingum Alexöndru sem verða í bókabásnum í Frankfurt. Sumar sögur eru þannig að maðurgetur ekki hugsað sér að lesa þæraftur, jafnvel þótt manni þyki þær verulega vel heppnaðar. Um daginn las ég mikla lofrullu í Sunday Times um bresku skáldkonuna Elizabeth Taylor, alnöfnu leikkonunnar frægu. Pistlahöfundur sagði að Taylor væri furðulega vanmetinn höfundur og það væri hægt að lesa bækur hennar aft- ur og aftur, svo góður skáld- skapur væri þar á ferð. Þá rifj- uðust upp kynni mín af smásögu eftir Elizabeth Taylor. Ég hef sennilega verið um tvítugt þeg- ar ég las smá- söguna The Flypaper og varð svo skelf- ingu lostin að ég hét því að lesa þessa sögu aldrei nokkurn tímann aftur. Ég hef staðið við það. Þetta er saga sem mikið lof hefur verið borið á enda meistaraleg í hryllingi sínum. Þar segir af ungri stúlku sem ókunnur maður gefur sig á tal við. Stúlkan veit að morðingi gengur laus í bænum en lík ungrar stúlku hafði fundist skömmu áður. Unga stúlkan hræðist manninn og leitar ásjár hjá vinalegri eldri konu sem býður henni í heimsókn. Þegar stúlkan gengur inn í eldhúsið situr ókunni maðurinn við eldhúsborðið. „Vina- lega“ konan er í vitorði með manninum. Stúlkan er fórnarlamb þeirra og lesand- anum er ljóst að hún mun ekki fá að lifa. Meinlög örlög, smásaga eftir Somer- set Maugham, er sömuleiðis saga sem ég las einu sinni og mun aldrei lesa aftur. Hún segir frá breskum manni í Indóne- síu sem er ný- kvæntur breskri konu sem hann kynntist í sumarfríi og er ákaflega ham- ingjusamur. Kona hans, sem hafði flutt frá Bretlandi til að búa með honum kemst að því að á yngri árum eignaðist hann börn með innfæddri konu og konan og börnin búa í námunda við þau. Hún fyllist hryllingi og yfirgefur eiginmanninn, sem lesandinn veit að mun ekki finna ham- ingjuna eftir það. Ein af síðustu setn- ingum bókarinnar er: „Heit tár hrundu niður góðlegt, rauðflekkótt og og kringlu- leitt andlit hans.“ Þetta fannst mér á sínum tíma sorgleg- asta saga sem ég hafði lesið. Sumar sögur koma manni í slíkt upp- nám að maður getur ekki lesið þær aftur af ótta við að þær séu enn sorglegar. Orðanna hljóðan ALDREI AFTUR Elizabet Taylor Somerset Maugham Það er freistandi að nefna Leitina að landinu fagra eftir Guðberg Bergsson eða Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez sem uppáhaldbækur því þær voru áhrifamikil lesning á mótunartíma mínum sem listamanns. Þó finnst mér að það sé skáldsagan Að- venta eftir Gunnar Gunnarsson sem gæti verið leiðarljós fyrir nútímann, sagan af smalaferð Fjalla-Bensa sem fer í mikla háskaför til að bjarga fénaði samborgara sinna með aðstoð hundsins Leós og for- ystuhrútsins Eitils sýnir hann mikla óeig- ingirni og væntumþykju til sköpunarverksins og víða lýsir höfundurinn á hárfínan hátt hvernig það skiptir meira máli hvað þú ert en hvernig þú lítur út í augum samborg- aranna. Ég les mikið af ljóðum en það form gefur lesandanum oft andrúm til eigin sköp- unar. Ég les líka bækur sem tengjast Sahaja- yoga sem ég stunda. Ég er nýbúinn að lesa Nýja testamentið sem ég mæli einnig sterklega með. Í UPPÁHALDI Daði Guðbjörnsson telur að Aðventa sé leiðarljós fyrir nútímann. DAÐI GUÐBJÖRNSSON LISTMÁLARI Gabriel Garcia Marquez Gunnar Gunnarsson BÓK VIKUNNAR Allir rithöfundar vilja semja tíma- mótaverk og Guðbergi Bergssyni tókst það þegar hann skrif- aði Tómas Jónsson Metsölubók, sem nú er komin út í kilju. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.