Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 ✝ Bragi Stein-arsson, fyrr- verandi vararík- issaksóknari, fæddist í Reykjavík 14. mars 1936. Hann lést 31. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stein- arr St. Stefánsson verslunarstjóri og síðar bókari, f. 7.4. 1896, d. 25.5. 1980, og kona hans Ása Sigurðardóttir húsmóðir, f. 26.1. 1895, d. 12.4. 1984. Bræður Braga: Leifur vélvirki, f. 29.5. 1927, d. 13.11. 2006, og Atli blaðamaður, f. 30.6. 1929. Hálf- systkini Braga sammæðra eru: Baldur E. Jensson múrari, f. 3.7. 1918, og Anna Margrét Jens- dóttir húsmóðir, f. 14.7. 1921. Eftirlifandi eiginkona Braga er Ríkey Ríkarðsdóttur, f. 28. apríl 1939. Foreldrar hennar Ingi Þór, Arngrímur Bragi, Daníel Freyr og Ásgeir Steinn. Bragi varð stúdent frá Versl- unarskóla Íslands árið 1956 og útskrifaðist úr lagadeild Há- skóla Íslands 1962. Bragi var fulltrúi og deildarstjóri sak- sóknara ríkisins 1962-1975. Hann var settur vararík- issaksóknari 1975 og skipaður í það embætti 1976. Hann var starfsmaður Alþingis samhliða námi og í aðalstarfi 1960-1980, lengst af sem þingfréttamaður Alþingis í útvarpi 1960-1972. Bragi fór í fjölda námsferða til Kaupmannahafnar og kynnti sér störf og úrvinnslu mála hjá saksóknara Danmerkur og sam- ræmdi við störf saksóknara rík- isins. Bragi kenndi einnig þjóð- arrétt við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1968-1980. Hann sat í yfirkjörstjórn Reykjavík- urkjördæmis norður frá árinu 2003. Útför Braga fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 6. nóvember 2012, og hefst at- höfnin kl. 15. voru Ríkarður Kristmundsson kaupmaður, f. 3.6. 1912, d. 5.9. 1970, og eiginkona hans Guðrún Helgadótt- ir, f. 22.10. 1914, d. 23.7. 1978. Börn Braga og Ríkeyjar eru 1) Eiríkur verk- fræðingur, f. 26.10. 1961, kvæntur Guð- björgu Jónu Jóns- dóttur lögg. fasteignasala, f. 13.2. 1961. Dætur þeirra eru Rí- key og Ísabella. Sonur Guð- bjargar er Jón Kornelíus Andr- ésson. 2) Björk hjúkrunarfræðingur, f. 9.9. 1965, gift Kolbeini Arinbjarn- arsyni verkfræðingi, f. 10.5. 1962. Synir þeirra eru Ar- inbjörn og Benedikt. 3) Steinarr flugstjóri, f. 20.1. 1972, kona hans er Kristín Thoroddsen, f. 20.11. 1968. Synir þeirra eru Kveðjustund er runnin upp nú þegar Bragi föðurbróðir minn er fallinn frá. Við áttum samleið í líf- inu allt frá því að ég var lítið barn á Hofteignum og bjó í sama húsi og hann árum saman. Á hæðinni fyrir ofan mig og mína fjölskyldu bjuggu amma Ása og afi Steinarr ásamt yngsta syni sínum Braga. Ég minnist glæsilegs ungs manns sem var ekki aðeins myndarlegur í útliti heldur einnig hvers manns hugljúfi og vildi allt fyrir okkur systurnar gera. Mér líður aldrei úr minni ferðin okkar Braga sem ásamt Tuma vini sínum keyrði mig eitt sinn að Skipalóni í Hörgárdal, en þar átti ég að dvelja sumarlangt hjá fjar- skyldum ættingjum sem ég hafði aldrei áður augum litið. Ferðin var farin að vori til þegar ég var nýlega orðin 5 ára gömul og eftir að Bragi og Tumi höfðu skilið mig eftir þarna í sveitinni þá hrundi heimurinn minn tímabundið. Þessi eftirminnilega ferð var ekki síst erfið fyrir þá sök að vegirnir voru ekki eins góðir og í dag og eftir margra klukkutíma akstur á holóttum vegum í gömlum bíl, þar sem aðeins var stansað til að taka upp smurða nestispakkann frá ömmu til að nærast og síðan var haldið áfram í rykmekki og hrist- ingi. Óbragð var í munninum vegna bílveiki sem hrjáði mig og óvissunnar sem var framundan. Kveðjustundin við Braga þá var erfið en erfiðari er hún samt núna þegar hans nýtur ekki lengur við. Eftir að Bragi eignaðist sína fjölskyldu og flutti að heiman fækkaði að sjálfsögðu þeim sam- verustundum sem við áttum sam- an. Pabbi minn Leifur ásamt Ingibjörgu sambýliskonu sinni til fjölda ára bjó áfram í húsinu góða við Hofteiginn og naut þess að fá Braga bróður sinn í heimsókn og þær heimsóknir voru margar í ár- anna rás. Bragi sem var lögfræð- ingur að mennt hjálpaði pabba við gerð skattframtala og önnur lög- fræðileg verkefni sem vinna þurfti, oft við mjög sérstakar og erfiðar aðstæður í fjölskyldu minni og í staðinn gat pabbi sem var sannkallaður þúsundþjala- smiður, aðstoðað bróður sinn og konu hans Ríkeyju við ýmis verk- efni sem hjá þeim þurfti að vinna af og til. Vinátta þeirra bræðr- anna var mikil og ég veit að við fráfall pabba árið 2006 missti Bragi ekki bara bróður sinn held- ur góðan vin. Þær voru margar heimsóknirnar þeirra Braga og Ríkeyjar að sjúkrabeði pabba og fyrir þær verður aldrei nógsam- lega þakkað. Stuðning Braga átti ég svo allt- af vísan þegar á reyndi við úr- lausn praktískra mála og áttum við ófá símtölin í áranna rás þar sem málin voru rædd og krufin þar til niðurstaða fékkst. Húsið á Hofteignum er ennþá fjölskyldu- hús og nú bý ég sjálf í íbúðinni sem geymir þá sögu og þau spor sem Bragi skildi eftir þegar hann flutti þaðan burt. Fjölskylda mín sem nú býr á Hofteignum þakkar Braga samfylgdina í gegnum árin og sendir samúðarkveðjur til Rí- keyjar, Steinars, Bjarkar og Ei- ríks auk fjölskyldna þeirra. Minn- ingin um Braga, þennan hógværa og góða dreng, mun lifa með okk- ur áfram. Dagný Hildur og fjölskylda. Kveðja frá skólasystkinum Bragi J. Steinarsson lét að sér kveða í hópi okkar skólasystkina í Verslunarskóla Íslands sem luk- um verslunarprófi 1954 og sum hver stúdentsprófi 1956. Hann var góður námsmaður. Og aldrei lá hann á skoðunum sínum heldur var oft býsna gagnrýninn. Vin- skapur var honum þó mikilvæg- astur. Á þessum árum kom fram að Bragi var frábær upplesari. Var hann valinn til að lesa upp í „skólaútvarpið“, sem var hátal- arakerfi sett í allar skólastofur Verslunarskólans. Las hann þekkt skáldverk af slíkri innlifun og vandvirkni að aldrei gleymist þeim er á hlýddu. Snemma beygist krókurinn, því að loknu námi kom það í hlut Braga að flytja þjóðinni um árabil fréttir af störfum Alþingis í Rík- isútvarpinu. Ekki var þó vanda- laust að takast á hendur það hlut- verk, því áður hafði lengi gegnt því sá framúrskarandi útvarps- maður Helgi Hjörvar, sem fræg- astur varð af lestri framhaldssög- unnar um Bör Börsson og var afi nafna síns þingmannsins. En Bragi gerði þetta af sama skýr- leik og glöggu framsetningunni sem fyrr. Og þessir eftirsóknar- verðu eiginleikar áttu einnig eftir að njóta sín vel í helsta lífsstarfi hans við embætti Saksóknara rík- isins. Það létti oft lund þeirra sem voru í félagsskap með Braga hve hagmæltur hann var, m.a. brá fyrir kveðskap frá eigin brjósti í fundargerðum hans í Rótarý- klúbbi Reykjavíkur austurbæ. Þá gerði hann sér eitt sinn lítið fyrir og orti upp á nýtt víðfrægt kvæði Þórbergs: „Seltjarnarnesið er lít- ið og lágt, lifa þar fáir og hugsa smátt …“ – og rétti Bragi þar mjög hlut Seltirninga. Bragi gekkst fyrir því árið 1985 að við samstúdentar úr VÍ 1956 færum að hittast reglulega á ný. Hefur það leitt af sér yfir 250 há- degisfundi sem ætíð hafa verið til- hlökkunarefni. Rifjaðar hafa ver- ið upp minningar frá skólaárunum, skipst á fróðleik um það sem drifið hefur á daga skóla- félaganna og síðast en ekki síst krufin þjóðmál og viðburðir á al- þjóðavettvangi. Oft lagði Bragi sjálfur til áhugaverð umræðuefni, auk þess sem hann miðlaði af víð- tækum persónufróðleik sínum. Erum við Braga afar þakklát fyr- ir þetta frumkvæði hans. Ok lang- varandi veikinda bar Bragi vel og kom til síðustu funda illa þjáður. Taugin við skólasystkinin var römm. Bragi og Ríkey, hans góða kona, stoð og stytta, höfðu um árabil þá ágætu venju að bregða sér til Kaupmannahafnar þegar dró að jólum, enda jafnan mikið um dýrðir í þeirri borg á þeim árstíma. Þetta kallaði Bragi „að sækja jólin“, enda í hátíðarskapi þegar heim kom aftur. Enn líður að jólum, en Bragi hefur nú tekist á hendur lengri för og mun héðan í frá fagna jólum í dýrð frelsara síns. Við skólasystkinin öll færum Ríkeyju, dóttur þeirra og sonum, sem Bragi var réttilega stoltur af, einlægar samúðarkveðjur, afar þakklát fyrir að hafa átt hann að samferðamanni. Gunnar I. Hafsteinsson, Gunnar H. Þorkelsson, Jó- hann J. Ólafsson, Kári Sig- fússon, Ólafur Egilsson. Embætti saksóknara ríkisins tók til starfa þann 1. júlí 1961 og hóf Bragi störf hjá embættinu á fyrsta starfsári þess, strax að loknu embættisprófi í lögfræði, vorið 1962. Hann starfaði þar óslitið í rúm 43 ár. Á löngum starfstíma sinnti hann öllum teg- undum mála sem heyrðu undir embættið, smáum sem stórum, þótt landhelgismál væru hans sérsvið á meðan sá málaflokkur var og hét. Landhelgismálum var þá lokið með dómi áður en skip sem staðið var að broti fékk að láta úr höfn. Það segir nokkra sögu um störf Braga sem sak- sóknara að hann flutti fleiri mál fyrir Hæstarétti Íslands af hálfu ákæruvalds en nokkur annar sak- sóknari hefur gert. Enginn sak- sóknari hefur starfað eins lengi og Bragi hjá embætti saksóknara ríkisins, nú ríkissaksóknara, og hann tryggði órofið samhengi í starfsemi embættis sem mikil- vægt er að þróist jafnt og þétt en taki ekki stökkbreytingum. Ég kynntist Braga fyrst per- sónulega við sjópróf á Akureyri sem haldið var vegna alvarlegs at- viks sem gerðist í þorskastríðinu 1972-1973. Hann var fulltrúi ákæruvalds við sjóprófið og setti fram stuttar, markvissar og skyn- samlegar athugasemdir og ábendingar til réttarins sem sjálf- sagt þótti að taka tillit til og fara eftir. Síðar urðum við nánir sam- starfsmenn í nærfellt átta ár, allt til starfsloka Braga, og á þeim tíma staðfestist í huga mér sá að- all hans að rækja störf saksókn- ara markvisst og komast sem fyrst að kjarna máls en flækjast ekki í aukaatriðum og láta þau tefja framgang mála. Samstarfsmaður okkar og vin- ur Braga, Guðmundur Arnfinns- son, sakaskrárritari, færði Braga vísnabálk við sérstakt tækifæri þegar Bragi lét af störfum sem vararíkissaksóknari sumarið 2005. Þar sagði m.a: Óvissu nú fer í ferð frá okkur hann Bragi minning hans er heiðursverð að hinsta sólarlagi. Bragi var einstakur fjölskyldu- maður og fjölskyldufaðir. Það duldist engum samstarfsmanna hans hjá ríkissaksónara hve hann unni Ríkeyju eiginkonu sinni og börnum þeirra og bar mikla virð- ingu fyrir þeim. Ég flyt þeim inni- legar samúðarkveðjur mínar. Bogi Nilsson. Við fráfall Braga Steinarsson- ar, fyrrverandi saksóknara og vararíkissaksóknara, minnist ég samstarfs okkar og samvinnu um árabil eða allt frá árinu 1962 til stafsloka okkar. Er margs að minnast frá þeim árum og er ég þakklátur fyrir framlag Braga í þeim efnum. Í upphafi nutum við leiðsagnar Valdimars Stefánsson- ar, sem lagði traustan grunn að meðferð þeirra mála sem bárust embætti saksóknara til ákvörðun- ar. Með árunum fjölgaði mjög umfangsmiklum málum, sem þannig bárust til ákvörðunar. Reyndi þá mjög á hæfni og dugn- að þeirra lögfræðinga, sem að slíkum málum unnu af hálfu emb- ættis saksóknara. Var Bragi tví- mælalaust meðal þeirra dug- mestu. Hef ég þá í huga nokkur helstu álitaefni, sem á reynir í þessum efnum, svo sem rannsókn sakarefna, ákæru og áfrýjun. Minnist ég sérstaklega á hlut Bragi Steinarsson ✝ Guðrún Krist-jánsdóttir fæddist á Norð- urgötu 6 á Ak- ureyri 3. júlí 1923. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Hlíð 27. októ- ber 2012. Guðrún var dótt- ir hjónanna Krist- jáns Jakobssonar vélstjóra, f. 12. október 1901, d. 25. janúar 1973 og Soffíu Jóhannesdóttur, f. 22. júlí 1899, d. 3. júní 1962. Systk- ini Guðrúnar eru Jóhannes Kristjánsson, f. 25. nóvember 1921, k. Ólafía Jóhannesdóttir, f. 22. júlí 1924, Ásgeir Krist- kaupsdaginn fram í Fellshlíð. Börn þeirra eru: Kristján Jóns- son, f. 26. maí 1953, var giftur Svanborgu Svanbergsdóttur, f. 14. apríl 1959 (skilin), Jón Gunn- ar Jónsson, f. 14. maí 1957, gift- ur Ingigerði Guðmundsdóttur, f. 27. nóvember 1964, Soffía Jóns- dóttir f. 16. febrúar 1962, gift Halldóri Brynjarssyni f. 10. ágúst 1959, Rósa Guðrún Daní- elsdóttir fósturdóttir f. 1. maí 1974, sambýlismaður Guð- mundur B. Þórðarson f. 27. apríl 1961. Barnabörn þeirra eru orðin 15 og barnabarnabörnin 11 . Guðrún tók mjög mikinn þátt í kvenfélagsstörfum í sveitinni öll þau 50 ár sem hún bjó þar, var meðal annars formaður fé- lagsins í mörg ár og var gerð þar að heiðursfélaga. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 6. nóvember 2012, og hefst athöfn- in kl. 13.30. jánsson, f. 3. ágúst 1925, d. 10. maí 1965, k. Sesselja Þorsteinsdóttir, f. 13. október 1925 og Oddný Dúfa Krist- jánsdóttir, f. 11. ágúst 1934, m. Ósk- ar Ingimarsson, f. 19. október 1934. Guðrún gekk í Barnaskólann á Akureyri og síðar í Húsmæðraskólann á Ísafirði. Hún vann við verksmiðju- og veslunarstörf á Akureyri. Guðrún giftist Jóni Kristjáns- syni, f. 9. ágúst 1924, bónda í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit 1. júní 1952 og fluttist á brúð- Elsku amma mín, þú elskaðir börnin þín af öllu hjarta, það þarf ekkert fleira, við sjáumst þó víst ekki meira. Þann 27. október kvaddir þú, við horfum til himins og brosum nú, þar lítur þú niður og brosir til baka og horfir á þinn elskulega maka. sem nú mun hjálpa þér að fylgjast með okkur stækka og dafna lífið heldur áfram að snúast sem rokkur og góðum minningum við höldum áfram að safna. Besta amma í heimi, það þarf enginn að segja í leyni, „hættu þessu væli og fáðu þér köku- mola, niður með mjólk þú mátt honum skola.“ Ó, ljúfu minningar sem aldrei gleymast í hjörtum okkar þær munu ætíð geymast. Amma engill. (Kolbrún Halldórsdóttir) Elsku amma Gunna í Fellshlíð, þú varst, ert og verður alltaf heimsins besta amma. Minningin um þig í bleika og hvíta kjólnum þínum sitjandi úti í gróðurhúsi hjá stóru fallegu bleiku rósunum þínum og öllum hinum blómunum mun seint hverfa úr huga okkar barnabarnanna þinna. Þarna í sveitinni góðu sást þú um að stoppa í sokkana, baka kökurnar og halda föstu taki um sjónvarps- fjarstýringuna, ásamt því að hugsa svo vel um okkur öll. Já, í sveitinni var alltaf gott veður og í dag kunnum við þér ævinlegar þakkir fyrir að reka okkur út úr húsinu og segja „Svona, ekki hanga hérna og horfa á sjónvarpið, farið út í góða veðrið og leikið ykkur!“ því þær góðu minningar sem þar sköpuð- ust munu fylgja okkur um aldur og ævi. Frá seinni tíð munum við minnast þín þar sem þú situr brosandi í glugganum á Hlíð, bíð- andi eftir því að vera keyrð fram og aftur um gangana, ávallt skæl- brosandi og tilbúin að spjalla við okkur um daginn og veginn. Ef Tómasi fannst dagurinn sinn hafa verið slæmur var ekkert meira hughreystandi fyrir hann en að heimsækja þig og afa og finna hlýjuna koma frá ykkur og um- vefja sig. Elsku amma, þú varst svo sannarlega yndisleg kona. Það er ótrúlegt að þrátt fyrir mikil veikindi nú seinustu miss- erin gast þú, elsku amma, ávallt brosað og látið okkur hin hlæja og brosa með þér (og að þér) allt til enda, og lengur, því enn er hægt að brosa og hlæja að yljandi minningunum um þig. Það var al- veg sama hverjar aðstæðurnar voru, alltaf geislaði af þér brosið og hlýjan. Elsku amma, það er ekki hægt að segja nógu oft og innilega hversu mikilvæg þú varst okkur og hversu heitt við elskum þig. Við vonum að þú sitj- ir núna á góðum stað og lesir þetta, brosir út að eyrum eins og þín er von og vísa og fylgist með okkur þar til við sjáumst næst. Þín elskulegu barnabörn, Kolbrún, Halldór Brynjar og Tómas Dan. Elsku amma, þú kvaddir okk- ur að morgni 27. október. Það er sárt að þurfa að kveðja en gott að þú fékkst hvíldina. Við eigum svo margar góðar minningar saman, til dæmis sjónvarpskvöldin góðu sem eru svo minnisstæð, það var endalaust gaman að sitja með þér og horfa á tvær myndir í einu og svo sagðir þú okkur alltaf hvað var að gerast í leiðinni. Að sitja með þér og rýna í dagskrána og skoða hvaða leikarar væru í myndinni, það er mér minnistætt þegar þú varst að segja mér að Nikkolas Kage (Nicolas Cage) væri í þessari mynd. Við skildum oft ekki hver aðra þegar þú varst að lesa upp fyrir mig hvaða myndir væru, því þú vissir ís- lensku þýðinguna en ég ensku þýðinguna. Allar girnilegu kök- urnar og brauðin sem þú bakaðir handa okkur, það var alltaf ynd- islegt að koma upp til ömmu og fá nýbakað brauð, sitja og spjalla. Unun var að því að vera í kring- um þig þegar þú sast í gróður- húsinu og varst að huga að öllum blómunum þínum, setjast með þér og þú hafðir unun af því að sýna okkur þau, stolt varstu af blómunum og það máttir þú vera, þau voru yndisleg eins og þú. Oft sóttum við til þín þegar okkur vantaði ró, hjá þér var hana hægt að finna, sitja hjá þér og horfa á þig prjóna og hlusta á Undir blá- himni, það er lag sem mun ávallt minna okkur á þig. Við munum sjá fallega brosmilda andlitið þitt því þannig tókstu alltaf á móti okkur. Við kveðjum þig með söknuði í hjarta, elsku amma. Katrín, Guðrún, Jón og Sigurður. Að lokinni langri ævi Guðrún- ar Kristjánsdóttur, Gunnu í Fellshlíð, langar okkur systur að minnast hennar með nokkrum orðum. Gunna var gift móður- bróður okkar, Jóni – Nonna – og hefur alla tíð verið náið samband milli fjölskyldna okkar og reynd- ar allra fjölskyldna þeirra systk- ina. Við dvöldum mörg sumur í Fellshlíð með mömmu okkar og bjuggum í kjallaranum hjá Gunnu og Nonna. Seinna dvöld- um við ein og ein um styttri tíma og alltaf hafa heimsóknir á báða bóga verið tíðar og skemmtileg- ar. Það var alltaf gaman að koma í Fellshlíð og móttökurnar höfð- inglegar. Veislurnar hennar Gunnu, sérstaklega einstök kaffi- boð, eru mjög eftirminnileg. Gunna var hrókur alls fagnaðar, einstaklega hláturmild, gjafmild og góð við alla. Sem húsfreyja í sveit var hún líka sérstök. Hún var glæsilega klædd og heimilið fallegt og nútímalegt. Sunnudagsbíltúrar á græna Sjevrolettinum eru eftirminni- legir. Bíllinn glansaði og var flott- astur allra bíla. Börnunum var komið fyrir aftur í og brunað í bæinn (til Akureyrar). Þar spók- uðum við okkur í sparifötunum, fengum ís í brauðformi og síðan var farið heim aftur. Gunna hafði mikinn áhuga á kvikmyndum og því var tilkoma sjónvarpsins henni mikilvæg. Við munum mjög vel þegar við sátum í fyrsta skipti og horfðum á sjón- varp með fjölskyldunni í Fells- hlíð. Þá var sjónvarp ekki komið heima hjá okkur á Húsavík og stundin eiginlega hátíðarstund. Áhugi Gunnu á fínum fötum kom vel fram þegar hún valdi gjafir handa ömmu okkar, Helgu. Skipti eftir skipti færði Gunna ömmu einstaklega falleg föt, oft- ast kjóla, sem hún hafði valið og alltaf var amma jafnánægð með gjafirnar. Svo var það 80 ára af- mæli ömmu sem haldið var upp á í sól og blíðu í Fellshlíð. Þá var hátíð: Rjómatertur, smurbrauðs- tertur og alla vega tertur. Við hittum Gunnu síðast fyrir Guðrún Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.