Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Auðvitað eru sumir í slæmri stöðu og skulda mikið og nota innlánin til þess að halda sér á floti og greiða niður lán. Einhver hluti hópsins notar innlán hins vegar til að fjármagna neyslu,“ segir Gústaf Steingrímsson, sérfræð- ingur hjá hagfræðideild Landsbank- ans, um samband rýrnandi innlána heimila og neyslu síðustu ára. Eins og sýnt er á grafinu hér til hliðar rýrnaði innlánastaða heimila um 30 milljarða króna á tímabilinu frá janúar til september á þessu ári og er hún nú um 100 milljörðum króna minni en í janúar 2011. Gústaf víkur að séreignasparnaði en í september námu úttektir af hon- um um 75 milljörðum frá mars 2009. „Það er athyglisvert að milli áranna 2009 og 2010 stendur einkaneyslan í stað en ráðstöfunartekjur heimilanna lækka um 15% en með þeim tekjum er úttekt á séreignasparnaði. Það er líklegt að mismunurinn hafi verið fjármagnaður að hluta með út- tekt innlána. Það er ljóst að vöxturinn frá hruni hefur að einhverju leyti ver- ið fjármagnaður með tekjum sem er ekki hægt að gefa sér að verði til stað- ar til lengri tíma litið, eins og til dæm- is úttekt á séreignasparnaði … Eftir hrunið jókst sparnaðarhneigð á ný en síðan hafa innlán aftur dregist sam- an,“ segir Gústaf. Erfitt að greiða niður skuldir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá Gamma, telur það áhyggjuefni að fólk sem skuldar mikið leggi lítið fyrir. „Hin unga millistétt fór hlutfalls- lega illa út úr gengisfalli krónunnar, verðbólguskellinum 2008-2009 og þriðjungslækkun kaupmáttar sem fylgdi í kjölfarið, einkum barnafólk á þrítugs- og fertugsaldri sem hafði ný- lega skuldsett sig vegna íbúðakaupa. Þessi aldurshópur þarf nú að reka stórt heimili með mun hærri tilkostn- aði, standa straum af þyngri skulda- byrði og hefur auk þess farið fremur illa út úr þeim skattbreytingum sem hafa orðið frá 2008. En hækkun jaðarskatta með nýjum tekjuþrepum hefur einmitt bitnað mjög illa á þeim hópum sem hafa ætl- að að „vinna sig út úr skuldunum“ með aukinni vinnu, eins og það er orð- að. Ég held að það sé ákaflega erfitt fyrir marga í þessum hópi að láta enda ná saman miðað við þau lífskjör sem fólk hefur vanist. Hin unga millistétt virðist hafa brugðist við lægri ráðstöfunartekjum með því að ganga á sparnað, s.s. með því að taka út viðbótarlífeyrissparnað á árunum 2009-2010 og mögulega nú með yfirdráttarlánum.“ Reyna að halda sömu neyslu Ásgeir segir það dæmigerð við- brögð hjá fólki að reyna að viðhalda stöðugleika í neyslu yfir lengri tíma. „Í hagfræði er talað um kenninguna um varanlegar tekjur. Samkvæmt henni bregst fólk við tekjumissi sem það álítur tímabundinn með því að ganga á sparnað og heldur neyslu stöðugri. Svo virðist að mjög margir hafi tekið áfallinu 2008 sem tíma- bundnu. Úttektir úr séreignasparnaði auk hækkunar yfirdráttar vitna um það. Heimilin virðast síðan reyna að þybbast við að reka tvo bíla, svo dæmi sé tekið. Nú eru liðin 4 ár. Kaupmátt- ur hefur að vísu aftur byrjað að vaxa en það er samt töluvert langt í land að ná aftur sama stigi og var fyrir 2008 og eignastaða þessa unga fólks á enn lengra í land að ná bata,“ segir Ásgeir. Varasjóðir heimilanna rýrna  Íslensk heimili áttu tæplega 901 milljarð í innlánum í janúar 2009  Áttu 604 milljarða í september  Úttektir á sparnaði hafa haldið uppi neyslustiginu  Ungt millistéttarfólk hefur lítið borð fyrir báru Bankakerfi - Innlán innlánsstofnana Innlán (milljónir króna) Á verðlagi í september 2012 (í milljónum kr. á föstu verðlagi) Innlán til heimila Á verðlagi í september 2012 (í milljónum kr. á föstu verðlagi) Heimild: Seðlabanki Íslands. Núvirt út frá breytingum á vísitölu neysluverðs. Útreikningur er blaðamanns. 4.000 3.500 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Jan. 2007 1. 21 4. 10 5 1. 81 7.7 46 Sept. 2007 2. 33 1. 91 9 3 .3 67 .6 72 Jan. 2008 2. 55 4. 62 8 3 .6 16 .1 15 Sept. 2008 3. 12 4. 48 5 3. 95 7. 35 1 Jan. 2009 1. 65 9. 46 2 1. 98 0. 64 8 Sept. 2009 1. 73 1. 95 4 1. 97 9. 65 9 Jan. 2010 1. 65 4. 57 2 1. 85 3. 0 46 Sept. 2010 1. 52 0. 57 8 1. 67 5. 73 9 Jan. 2011 1. 45 3. 78 0 1. 59 8. 59 8 Sept. 2011 1. 59 4. 83 2 1. 66 2. 65 3 Jan. 2012 1. 58 7. 58 1 1. 63 8. 84 6 Sept. 2012 1. 52 7. 12 9M ill ja rð ar kr . 62 4. 91 1 70 7. 39 0 75 2. 99 9 83 8. 0 25 90 0. 82 8 88 2. 0 95 82 5. 0 03 73 9. 80 8 70 1. 48 1 65 6. 41 7 63 3. 54 0 60 3. 57 7 Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslun við Laugaveg Íslensk heimili hafa gengið á sparnað sinn eftir efnahagshrunið. Upphæðirnar eru háar. Gústaf Steingrímsson Ásgeir Jónsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Mér finnst þetta vera mjög svört skýrsla og lýsa í raun mjög alvar- legu ástandi innan lögreglunnar. Fyrst af öllu staðfestir hún að skorið hefur ver- ið mjög ótæpi- lega niður hjá lögreglunni á síð- ustu árum eða um tæpa þrjá milljarða,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Í fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær ræddu þeir Jón og Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra um skýrslu innanrík- isráðuneytisins um stöðu lögregl- unnar. Í skýrslunni kemur m.a. fram að brýnt sé að huga að grunn- þáttum í starfi lögreglunnar, bæði fjárveitingum, fjölda lögreglu- manna og nauðsynlegum búnaði. Þá kemur fram að dregið hafi úr þjálfun lögreglumanna og að fækk- un þeirra hafi áhrif á öryggi í starfi. „Þjálfunar- og búnaðarmál virð- ast í miklum ólestri. Fækkun lög- reglumanna ógnar ekki aðeins ör- yggi borgaranna heldur einnig lögreglumanna,“ segir Jón. Í skýrslunni segir að lögregla sé ófær um að takast á við viðamikil verkefni eins og viðbrögð við hryðjuverkaógn, aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarsemi og auk- inn þunga í landamæravörslu. „Tækja- og búnaðarmál virðast vera í miklum ólestri og það er hreinlega sagt í skýrslunni að lög- reglan sé ekki í stakk búin til að verjast alvarlegum glæpum eða ógnunum sökum lélegs búnaðar,“ segir Jón en í kafla skýrslunnar sem fjallar um tækja- og búnaðar- mál segir að viðbúnaðargeta lög- reglunnar sé óviðunandi varðandi fyrstu viðbrögð við alvarlegum ógn- unum og vegna öryggis ríkisins. Röng forgangsröðun Hann gagnrýnir forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar og bendir í því sambandi á nýkynnta fjárfest- ingaáætlun. „Mér finnst áherslurnar kolrang- ar. Það er alveg ljóst að þingið mun þurfa að bregðast við þessu í fjár- lagagerðinni. Ég hef gagnrýnt nið- urskurð á framlögum til löggæsl- unnar og einnig til heilbrigðismála, þá sérstaklega í tengslum við tækjabúnað á spítölum. Við verð- um að forgangsraða í þágu þessara brýnu mála sem snúa að öryggi borgaranna og heilbrigðisþjónustu,“ segir Jón og leggur áherslu á nauðsyn þess að fjölga lög- reglumönnum. Ekki sé hægt að búa við nú- verandi öryggisstig sem að hans mati hefur hlotist af fækkun lögreglu- manna. Huga þarf að grunnþáttum Vopn og varnarbúnaður lögreglunnar Heimild: Stöðuskýrsla Innanríkisráðuneytisins Varnarúði - stórir brúsar- Stórar kylfur Gasgrímur Skildir Skotskýlinga- hjálmar Óeirðabúningar Öryggisvesti Skotvesti 47 162 132 122 153 126 180 99 Önnur vopn Haglabyssur Sjálfvirk vopn Rifflar Skammbyssur 254 50 48 60 37  Fjölga þarf lögreglumönnum og auka fjárveitingar  Þingmaður gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnar  Segir þingið þurfa að bregðast við í fjárlagagerð „Þetta er skýrsla sem endur- speglar svart ástand í efnhags- málum undangengin ár. Ég hef bent á það að árið 2008, eftir hrun, var halli ríkissjóðs 216 milljarðar, árið eftir var hann 139 milljarðar og nú erum við að reyna að komast undir núllið. Þessum árangri höfum við náð með nokkrum skattahækkunum og með niðurskurði sem m.a. hefur bitnað á lögreglunni,“ segir Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra og minnir á að síðustu tvö ár hafi 100 millj- ónum verið varið til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Hann segir ekki vafa á því að efla þurfi lögregluna og það verði gert en hinsvegar þurfi að koma í ljós hve hratt sú efling geti orðið. „Ég heyri að fjár- laganefnd er að íhuga að auka fjárveitingar til löggæslu í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi. Það eru margskonar sjónarmið uppi, verið er að reyna að ná jafnvægi í ríkis- fjármálum og það ræður för að nokkru leyti. En hins vegar þarf að gæta jafnvægis í þessum málum,“ segir Ögmundur. Endurspeglar efnahags- ástandið INNANRÍKISRÁÐHERRA Ögmundur Jónasson Jón Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.