Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 ✝ Jónbjörg Sess-elja Eyjólfs- dóttir fæddist á Bjargi, Borgarfirði eystra, 14. ágúst 1931. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 16. nóvember sl. Hún var fimmta í röð sex barna Eyjólfs Hann- essonar og Önnu G. Helgadóttur. Elst var Sigríð- ur Ingibjörg nú látin, Helgi Sigurbjörn lést ungur, Helgi nú látinn. Árni Hannes og Kristín Sigurlaug búa nú orðið á Egils- stöðum. Á Bjargi bjuggu í æsku hennar amma hennar og afi Sigríður Eyjólfsdóttir og Hann- es Sigurðsson og þar ólst upp systursonur hennar Rúnar Eyj- ólfur. Jónbjörg giftist 12. febr- úar 1956 Sigurði Óskari Páls- syni kennara og síðar safnverði. Hann lést í apríl sl. Hann var sonur Páls Sveins- sonar og Þuríðar Gunn- arsdóttur í Geitavík. Jónbjörg og Sigurður dvöldust fyrstu ár- in sín þar í sambýli við Daníel bróður hans og konu hans Mar- gréti en reistu sér nýbýlið Skriðuból og fluttu þangað árið 1959. Börn Sigurðar og Jón- Hallgrímsson. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Jón- björg dvaldist um tíma á Ak- ureyri og í Húnavatnssýslu og fór síðan í húsmæðraskólann á Laugum. Fjölskyldan bjó á Skriðubóli til 1971 en flutti þá í Eiða þar sem Sigurður tók við skólastjórastarfi Barnaskólans. Jónbjörg vann við skólann, bæði í mötuneytinu og við ræstingar og sinnti gæslu og umsjón á heimavist. Hún vann eitt ár á Álafossi meðan Sig- urður var í námsleyfi í Reykja- vík. Árið 1984 fluttu þau hjón í Egilsstaði. Þar vann hún fyrst á Prjónastofunni Dyngju og síðan fram til ársins 1996 í mötuneyti ME. Árið 2000 fluttu þau til Akureyrar og keyptu í félagi við dóttur sína og tengdason húsið Gilsbakkaveg 13. Þar bjuggu þau fram í jan- úar 2011 er þau fluttu í raðhús við Dvalarheimilið Hlíð. Á vor- mánuðum í ár fluttu þau inn á Dvalarheimilið og varð það þeirra síðasta heimili. Jónbjörg var tónelsk og músíkin var henni í blóð borin. Hún söng í ýmsum kórum, s.s. kirkjukór Borgarfjarðar, Kirkjukór Eiða- kirkju, Tónkór Fljótsdalshér- aðs og Kirkjukór Egilsstaða, og loks í kór eldri borgara á Héraði og síðast á Akureyri. Hún samdi falleg ljóð og texta. Málefni barna og velferð þeirra var henni mikið hjartans mál. Útför Jónbjargar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 1. desember 2012, og hefst kl. 11. bjargar eru: Þur- íður, f. 1953, leik- skólakennari, maki Víkingur Daní- elsson. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn. Anna, f. 1954, starfar við Kværndrupkirkju á Fjóni, maki Guð- mundur Eiríksson. Þau eiga þrjú börn og fjögur barna- börn. Sigríður, f. 1957, þjón- ustufulltrúi, maki Friðjón Ingi Jóhannsson. Eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Páll, f. 1958, málmiðnaðarmaður, maki Sigrún Bjarnadóttir. Fyrri maki Guðrún M. Þor- bergsdóttir, lést 1991. Þau eignuðust tvö börn og eiga eitt barnabarn. Sigþrúður, f. 1959, kennari á Fljótsdalshéraði. Samhliða kennarastarfinu rek- ur hún ásamt sambýlismanni sínum Magna Þórarni Ragn- arssyni fjárbú á Brennistöðum. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Hannes, f. 1960, sölumaður á Akureyri. Maki Hildur Stefánsdóttir. Með fyrri konu Guðrúnu Heimisdóttur á hann 4 börn og sjö barnabörn. Sesselja, f. 1962, leik- skólaráðgjafi, maki Davíð Jens Ég hef, á fullorðinsárum, oft saknað þess hve lítt móttækileg ég var, sem unglingur, fyrir þeim fróðleik sem foreldrar mínir gjarnan jusu af sínum nægta- brunnum. Þegar ég hafði þroska til að taka á móti skildu fjöll og firðir, síðar höf og lönd. Ófá símtölin höfum við átt, sér- staklega við mamma. Þar var spjallað um gamalt og nýtt. Hún fékk fréttir af fjölskyldu minni, en hún bar hag okkar allra mjög fyr- ir brjósti. Ég fékk fréttir að heim- an og það var eitthvað sérstakt ef við skiptumst ekki á gamansög- um, gjarnan einhverju sem hent hafði okkur sjálfar, sem við svo skellihlógum að. Mamma og pabbi náðu að koma tvisvar til okkar eftir að við flutt- um til Danmerkur og ég veit að mamma hefði viljað koma oftar, en pabbi var ekki mikið fyrir ferðalög síðustu árin og hún vildi fyrir engan mun fara frá honum. Ég átti betur heimangengt og þegar þau ekki komu til okkar fór ég til þeirra og átti margar góðar samverustundir með þeim á þeirra ævikvöldi. Mig dreymdi alltaf um að mamma kæmi til okkar að hausti, þegar ávextirnir væru þroskaðir, svo hún gæti upplifað að tína þá beint af trjánum. Ég minnist þess þegar hún, í fyrstu heimsókninni til okkar, stóð við borðstofuglugg- ann, horfði á gamla perutréð og spurði: „Vaxa virkilega perur á þessu tré?“ Ein heimsókn mín til Íslands stendur upp úr í minningunni. Ég var á ferðinni, í fyrrasumar, með danskan þjóðdansahóp, sem ég dansa í. Danshópurinn Vefarinn á Akureyri tók á móti okkur og kom því til leiðar að við dönsuðum á dvalarheimilinu Hlíð, en þá bjuggu foreldrar mínir í einu af litlu húsunum þar. Ég var svo innilega glöð og jafnframt svo hrærð að þó að mig langaði allra mest til að labba með mömmu og kynna hana fyrir öllum hópnum og segja – helst að hrópa: „Þetta er elskuleg móðir mín sem ég er svo stolt af“ þá gat ég það ekki, ég stóð bara með tárin í augunum. Ég er svo þakklát fyrir að við skyldum fá að dansa á Hlíð og þegar ég kynnti hápunkt dag- skrárinnar okkar var ég við það að skæla. Leiðbeinandinn okkar hafði gert það fyrir mig að semja dans við undurfallegan vals eftir ömmu mína, Önnu G. Helgadótt- ur, og dönsuðum við hann í þess- ari ferð og fyrst af öllu þarna á dvalarheimilinu, til heiðurs mömmu og ömmu og ég í upphlut- num hennar mömmu. Mér þótti svo vænt um að geta, með þessum hætti, sýnt henni virðingu mína og þakklæti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig. Hún elskaði tónlist og dans. Hún átti bágt með að sitja kyrr ef góð danstónlist hljómaði í útvarpinu og man ég hana þar sem hún tók dansspor á eldhúsgólfinu heima á Skriðubóli, jafnvel með kústinn ef hún var að sópa. Ég kveð kæra móður mína með dýpstu virðingu og hjartans þökk. Læt hér fylgja litla vísu sem ég samdi sem unglingur: Barst til mín bláklukkna angan frá heið- inni, brosandi kinkuðu þær kolli mót sól- inni, kiknuðu, er næturhúm nákaldri dögg- inni dreifði og drúpa nú fölar að jörðinni. Anna Sigurðardóttir. Nú ertu fallið fagra tré og fölnað græna laufið þitt. Ég finn hve sárt ég sakna þín þú sífellt gladdir hjarta mitt. Þú stóð svo hnarreist hátt og traust og hrærðist lítt við stormsins þyt. Á haustin barstu blómin hvít og berin rauð og fagurlit. Þetta ljóð Margrétar Jónsdótt- ur, Reynitréð, hefur ómað í höfði mér undanfarið eftir að féll til foldar fagurt tré, er mamma mín Jónbjörg lést eftir stutt veikindi. Þessi texti lýsir henni og lífs- göngu hennar vel. Hún stóð hnar- reist og tók með reisn hvaða veðri sem var og stóð af sér, hvort sem andaði blítt af suðri eða beljaði stormur af norðri. Æðrulaus tók hún því sem lífið lagði henni upp í hendur. Hún svignaði kannski undan sterkustu byljunum en stóð samt einatt keik, því stofn hennar og rætur voru sterkar. Hún kvaddi lífið eins hún gekk um vegi þess af hljóðlátri virðingu. Þegar pabbi lést í apríl sl. var sem slokknaði ljós í augum henn- ar og það ljós kviknaði ekki aftur til fulls. Það kom í raun fáum í opna skjöldu að hún fylgdi honum fast á hæla, jafn samstiga og þau voru á lífsgöngunni, þó að ólík væru. Ég og fjölskylda mín eigum henni margt að þakka því leiðir okkar lágu svo lengi samsíða. Ég bjó hjá þeim meðan ég var í skóla á Eiðum og eins þegar eldri sonur okkar hjóna fæddist. Á Egilsstöð- um var stutt milli húsa fyrir litla fætur að trítla. Þegar fyrir lá að við flyttum til Akureyrar sam- þykktu þau að koma með okkur. Pabbi var orðinn það lasinn að hann þurfti að búa nær sértækri læknisþjónustu. Þau orðuðu það svo að fyrst þau gætu ekki átt heima á Borgarfirði, væri þeim al- veg sama hvar þau byggju. Að leiðarlokum færi ég henni þakkir. Ég þakka henni fyrir að vera alltaf til staðar, fyrir klapp á kinn og þerruð tár, fyrir allar vís- urnar og ljóðin sem hún söng, fyr- ir dansana sem hún kenndi og sögurnar sem hún sagði. Þakka allar fallegu flíkurnar sem hún saumaði langar dimmar nætur er aðrir sváfu rótt, fyrst á börnin sín öll og síðar börnin mín. Ég þakka henni þrautseigju og þolinmæði við uppeldi barnanna sjö sem hún ól af sér á 9 árum. Ég þakka fyrir lífsgleðina og jákvæðnina sem hún miðlaði, fyrir það að hlæja svo dátt að hún stóð ekki í fæturna og sjá bjarta hlið á öllum málum. Ég þakka henni fyrir að kenna mér að njóta fegurðar náttúrunnar, þekkja nöfn blómanna og fuglanna. Þakka henni fyrir að vera amma, sem ætíð var til stað- ar fyrir börnin mín, þolinmóð, skilningsrík og alltaf reiðubúin að gera eitthvað skemmtilegt. Af al- úð þakka ég henni fyrir að vera sá óbilandi klettur, sem stóð að baki pabba gegnum tíðina, frá því heilsu hans tók að hraka, til hinstu stundar. Í blíðu jafnt sem stríðu studdi hún hann og þau hvort ann- að. Einnig vil ég þakka henni fyrir að vera tengdamamman sem tók 17 ára pilti opnum örmum fyrir nær 40 árum er hann flutti inn á heimilið. Að síðustu vil ég þakka henni fyrir að ala mig upp með sam- viskusemi og heiðarleika að leið- arljósi og umfram allt þakka ég henni fyrir að vera mamma mín og það vera nákvæmlega sú sem hún var. Sigríður Sigurðardóttir. Margs er að minnst og af mörgu er að taka er ég minnist móður minnar Jónbjargar Sess- elju sem andaðist að kvöldi 16. nóvember síðastliðinn. Hún kvaddi hérvist á þann friðsæla hátt sem þeir einir gera sem sáttir eru að ævikvöldi. Mér hefur alltaf fundist sér- stakur ljómi yfir þeim æskumynd- um sem hún dró svo sterkum lit- um fyrir okkur börnin sín. Þegar hún sat við stofuglugg- ann heima á Bjargi á aðventunni og horfði út á hafið og beið eftir jólasveinunum. Amma hennar hafði sagt henni að þeir kæmu ró- andi á skinnbáti frá Noregi. Þegar Steini Run sagði henni að hann hefði séð jólasveinastelpu uppi í fjárhúsi. Hún hefði setið klofvega á bita og rekið út úr sér tunguna. Þegar hún og Stína systir hennar hlupu saman í haust- myrkri og báðar fengu ákomu á andlit, Stína á ennið og mamma á munninn. Þegar svo strákurinn hann Sigurður í Geitavík sá hana svona útlítandi stillti hann sér upp fyrir framan hana og sagði: „Hef- ur þú barist við hrúta?“ Ekki hef- ur Sigurði litist verr á dömuna en svo að síðar meir bundust þau tryggðaböndum sem entust út ævi þeirra. Þegar tundurduflið sprakk í fjörunni við Bakkagerði og öllu fólkinu var safnað saman í skól- anum. Þegar hún var send með mat og kaffi handa afa Eyjólfi sem var að heyja á engjum. Þegar hún lék sér í fjörunni, uppi á Bakkamel og niðri við Álfa- borg og þegar hún fékk hláturs- kastið í söngtíma hjá ömmu á Bjargi. Mamma deildi sínum minning- um með okkur börnunum sínum og kenndi okkur að deila okkar minningum með okkar börnum og barnabörnum. Eitt sem ég tileinkaði mér af hennar áhugamálum var blóma- áhuginn. Hún kenndi mér að leita í blómabókum, finna sérkenni blóma og læra nöfnin á þeim. Margir sem þekktu móður mína, og hafa einhvern tíma verið stadd- ir með henni úti í náttúrunni, hafa heyrt hana segja: „Nei hvað sé ég nú hér?“ þá hefur hún rekist á eitthvert blómið sem þar hefur stungið upp kolli sínum. Tvö blóm tengi ég sérstaklega við mömmu, það eru bláklukkan og lyngbúinn. Bláklukkan var alls staðar í kring- um Skriðuból en lyngbúinn aftur á móti sjaldgæfur og hún varð alltaf svo glöð þegar hún rakst á hann. Eftir að foreldrar mínir fluttu burt frá Borgarfirði og komu heim á Bólið sitt átti mamma sér stað ofan við tún þar sem hún lagðist gjarnan út af og dró að sér ilminn úr jörðinni og blænum og kom endurnærð til baka. Með virðingu og þökk kveð ég móður mína eftir 60 ára samfylgd. Orð. Orð eru til alls fyrst. Stór orð, lítil orð, allskonar orð. Hlý orð, kærleiksrík orð, bænarorð. Orð. Að hugga með nokkrum orðum. Að sýna kærleik í nokkrum orðum. Að óska alls hins besta með nokkrum orðum. Orð. Huggunarorð, þakkarorð, kveðjuorð. Þuríður Sigurðardóttir. Móðir mín, brosið, hlýjan, hlát- urinn, faðmurinn, ljóðin, sögurn- ar, blómin, steinarnir, þolinmæð- in, útjónarsemin, æðruleysið. Röddin hennar, þessi einstaka rödd sem hljómaði í sögum og söngvum, ljóðum og vísum allt til síðasta dags. Mamma sem kenndi mér svo margt. Amma sem pass- aði litlu skottuna mína þegar við bjuggum á Egilsstöðum og kenndi henni sæg af ljóðum og söngvum. Amma sem las fyrir strákinn minn kvöld eftir kvöld þegar við áttum saman ljúfa tíma á sumrin á Skriðubóli. Langamma sem tók á móti litla stubbnum mínum með súkkulaðimola og rauli. Þegar ég var níu ára gömul Jónbjörg Sesselja Eyjólfsdóttir Munið minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Pantanir á www.skb.is eða í símum 588 7555 eða 897 8974.Til minningar um hefur Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna verið færð minningargjöf Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Hlíðasmári 14 - 201 Kópavogur ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, JÖRGEN BERNDSEN trésmiður, frá Skagaströnd, lengst af búsettur í Hlaðbrekku, Kópavogi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Kópavogi, andaðist aðfaranótt sunnudags 25. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 3. desember kl. 13.00. Sigurbjörg Lárusdóttir, Stella, Bára Berndsen, Fritz Berndsen, Indíana Friðriksdóttir, Lára Berndsen, Jón Karl Scheving, Bjarki Berndsen, Regína Berndsen, Bragi Þór Jósefsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SELMA JÓHANNA SAMÚELSDÓTTIR frá Steinstúni, lést fimmtudaginn 29. nóvember á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi. Minningarathöfn verður í Akraneskirkju fimmtudaginn 6. desember klukkan 14.00. Útförin fer fram frá Árneskirkju í Trékyllisvík laugardaginn 8. desember kl. 14.00. Ágúst Gíslason, Gísli Ágústsson, Jóhanna Kristín Teitsdóttir, Samúel Ágústsson, Anna Berglind Einarsdóttir, Guðlaugur A. Ágústsson, R. Edda Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Már Einarsson, Arnar H. Ágústsson, Steinunn Ó. Benediktsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR ÞORKELL ÁGÚSTSSON símsmiður, Langholtsvegi 89, andaðist á Landspítalanum, Fossvogi, fimmtudaginn 29. nóvember. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 6. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Aðalheiður Þórormsdóttir, Stefán Þór Sigurðsson, Lilja Guðmundsdóttir, Ágúst Már Sigurðsson, Svava Ásdís Steingrímsdóttir, Jóna Björg Sigurðardóttir, Kristján S. Kristjánsson, Þröstur Sigurðsson, Sigfríð Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðsson, Lára Bæhrenz Þórðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, BALDUR SIGTRYGGSSON, Auðbrekku 10, Húsavík, sem lést 19. nóvember verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 3. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigurður Rúnar Ragnarsson, Kristján Hólmgeir Sigtryggsson, Fanney Sigtryggsdóttir, Guðrún Björg Sigtryggsdóttir, Berglind Sigtryggsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.