Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þegar Vilborg Arna Gissurardóttir kemst á suðurpólinn verður hún fyrsta íslenska konan til að ná þeim árangri og það einsömul. Árið 1997 fóru þremenningarnir Ingþór Bjarnason og feðgarnir Haraldur Örn Ólafsson og Ólafur Örn Haraldsson á suðurpólinn. Vilborg leitaði til Haraldar Arnar sem er reynslumikill fjallgöngumað- ur. Hann hefur bæði reynslu af því að ganga á suðurpólinn og að takast einn á við ísinn á norðurpólnum. Haraldur hélt á norðurpólinn ásamt Ingþóri Bjarnasyni. Sá síðar- nefndi þurfti frá að hverfa því hann fékk slæmt kal. Haraldur gekk því einn í rúman mánuð, alla leið á norðurpólinn. Honum gekk vel en segir að fólk haldi gjarnan að einver- an sé erfiðari en hún er í raun og veru. Yfirstíga múrinn „Núna held ég að það sé þessi and- lega áskorun sem hún stendur frammi fyrir. Finna taktinn í þessu og halda áfram, dag eftir dag, þó þetta virki gríðarlega langt. Hún á eftir hátt í einn og hálfan mánuð. Það er mikilvægt að hún skili sínum kíló- metrum og að það komi ekkert upp á; hún verði ekki veik, fái álagsmeiðsli eða kal,“ segir Haraldur Örn Ólafsson pólfari, spurður út hvað sé það helsta sem Vilborg standi frami fyrir á þessu tímabili í suðurpólsgöngu sinni. „Það er ákveðinn múr sem þú þarft að komast yfir. Þetta er mikil áskorun og annaðhvort er maður andlega tilbú- inn að takast á við þetta eða ekki. Þetta er spurning um undirbúning. Ég þekki Vilborgu vel og veit að hún er búin að undirbúa sig mjög vel. Ég hef ekki trú á öðru en að hún sé tilbúin í slaginn,“ segir Haraldur Örn. Haraldur segir að lengd göngunnar sé erfiðust ásamt kulda og stöðugum vindi. „Hún gengur hátt í tvo mánuði. Þetta eru rúmlega 1.100 km. Það sem er erfiðast við þetta er vindurinn, það er stöðugur mótvindur og mikil hætta á að fá kal. Maður er ansi veðurbarinn eftir daginn. Stundum er hann hófleg- ur en oftast er hann býsna stífur. Mik- ið frost er þarna, 30 stiga frost er al- gengt. Þetta krefst mikils úthalds. Þetta er sambland af mikilli vega- lengd og kulda.“ Haraldur segir þetta vera andlega erfitt ferðalag: „Að pjakkast þetta og eiga gríðarlega langt eftir. Maður kannski gengur og gengur og er alveg búinn á því og skilar 20 km, en þá eru eftir 1.000 km. Það er andlega erfitt. Þá þarf maður að ýta þeirri hugsun frá sér og taka hvern dag fyrir sig.“ Haraldur segir að það sé gott að einbeita sér að breiddargráðunum og brjóta ferðalagið niður í smærri ein- ingar. Vilborg hefur greinilega farið að ráðum Haraldar, því hún segir: „Það sem ég hef gert núna er að skíða hverja breiddargráðu í einu. Þegar ég verð búin með næstu breiddargráðu verð ég búin með einn þriðja. Ég bý til marga litla sigra úr þessum stóra verkefni. Það skiptir miklu máli.“ Gengur hægar í upphafi „Eftir því sem líður á leiðangurinn þá finnur maður minna fyrir sleðan- um. Ég reyni núna að miða að því að skíða 20 km á dag. Í dag er ekki eins mikill barningur með sleðann og auð- veldara að fara upp í móti. Það er mjög sérstakt þegar ég tek af mér dráttarbeislið á kvöldin og skíðin, þá eiginlega hoppa ég og skoppa, því ég er svo létt,“ segir Vilborg. Í göngu sem þessari fær fólk oft kal á lærin. Vilborg segist hugsa vel um sjálfa sig í göngunni og segir það mjög mikilvægt. „Það er einn af lykil- þáttunum að hugsa rosalega vel um sjálfan sig. Vera rétt klæddur og láta sér ekki verða kalt,“ segir Vilborg. Margir litlir sigrar á göngunni  Hverjum degi er látin nægja sín þjáning  Gangan á suðurpólinn er krefjandi ferðalag andlega  Verður líklegast búin með þriðjung leiðarinnar um helgina  Nýtur góðs af ráðum pólfara Æfing Vilborg fór til Grænlands til að búa sig undir erfiðar aðstæður á suðurpólnum. Sóló á Suðurpólinn Upphafsstaður: Union Glacier Camp Suðurpóllinn Staðsetning 6. desember 1.140 km Palmer Land Vinson Massif Seelig-fjall Sidley-fjall Kirkpatrick-fjall Markham-fjall Coats Land Marie Bird Land Ross íshellan Ronne íshellan Elsworth Land W algreen-strönd 1997 Ingþór, Haraldur Örn og Ólafur Örn fóru saman á suðurpólinn. „Í upphafi voru einstaka dagar þar sem nokkur snjóblinda var. Þá sér maður ekki alveg nógu vel hvað er að gerast. Ég öslaði ofan í þessa skafla. Það er mjög slæmt fyrir búnaðinn og mann sjálfan, því hægt er að detta illa og þess háttar. Ég flaug á haus- inn og festi sleðana og þurfti mikið átak til að hífa þá upp,“ segir Vilborg. Samkvæmt Vísindavefnum er snjóblinda „sársaukafullt ástand sem lýsir sér í ljósfælni, bólgu í hornhimnu og táru (slímhimnu augans) og jafnvel tímabundinni (oftast) blindu. Hætta á snjóblindu er meiri eft- ir því sem hæð yfir sjávarmáli er meiri og hún er einnig algengari á pólsvæðum. Hægt er að kom- ast hjá snjóblindu með því að nota góð sólgleraugu með gleri sem síar útfjólubláa geisla frá (svokölluð polaroid-gleraugu) þegar farið er á skíði eða í göngutúra í mikilli birtu og snjó“. Snjóblindan afvegaleiðir FYLGIFISKUR JÖKLANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.