Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2013, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2013 veggskreytingar sandblástursfilmur prentun Smiðjuvegur 42 Rauð gata 200 Kópavogur Sími:544 4545 www.signa.is signa@signa.is skilti Bolir sem slá í gegn signa.is Með hvaða liði heldur þú báðar útgáfur í svörtu og hvítu S-XXL 2300-2300- Opið 8-17 alla virka daga Enska úrvalsdeildarfélagið Reading reyndi á fimmtudaginn að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson af Tottenham Hotspur fyrir 10 milljónir punda, eða um 2 milljarða íslenskra króna. Brian McDermott, knattspyrnustjóri félagsins, staðfesti það við netmið- ilinn getreading.co.uk í gær. Reading seldi Gylfa til Hoffen- heim í Þýskalandi fyrir 7,5 milljónir punda árið 2010. Á fimmtudag stað- festu forráðamenn félagsins að reynt væri af fullum krafti að kaupa mjög öflugan leikmann áður en lok- að yrði fyrir félagaskiptin seint í um kvöldið. „Við reyndum að ná í hann aftur. Við ræddum við Spurs og gerðum þrjú tilboð. Ég hélt á tímabili að við ættum góða möguleika á að fá þetta í gegn en því miður tókst okkur það ekki. Gylfi er leikmaður Tottenham en við höfum þekkt hann frá 13 ára aldri og það hefði verið frábært að fá hann aftur,“ sagði McDermott. Talið er líklegt að ef Reading tekst að halda sæti sínu í úrvals- deildinni geri félagið aðra atlögu að því að endurheimta Gylfa í sumar. vs@mbl.is Reading reyndi að kaupa Gylfa Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir samning til 30. júní við danska knattspyrnufélagið Rand- ers en hann lék með Stabæk í Nor- egi seinni hluta síðasta árs. Rand- ers staðfesti þetta í gærmorgun. Elfar er 23 ára og lék áður með Breiðabliki og AEK Aþenu. „Vegna meiðsla erum við veikir fyrir í miðvarðastöðunum. Þar þurftum við meiri breidd og Elfar færir okkur hana. Lengd samnings- ins þýðir ekki endilega að hann leiki bara með okkur fram á sumar, en með honum fá báðir aðilar tíma til að skoða hvor annan betur, og við förum betur yfir stöðuna þegar tímabilinu lýkur,“ sagði Jacob Han- sen, stjórnarformaður Randers, á vef félagsins í gær. vs@mbl.is Meiri breidd með Elfari NFL Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Annað kvöld verða yfir hundrað milljónir Bandaríkjamanna límdar við skjáinn þegar stærsti íþrótta- og sjónvarpsviðburður ársins fer fram, Super Bowl, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta. Leikurinn í ár fer fram í Merce- des Benz-ofurhöllinni í New Or- leans en þetta er í tíunda skipti sem sú ágæta borg hýsir leikinn um ofurskálina. Í ár mætast San Francisco 49ers, sigurvegarar Þjóðardeildar, og Baltimore Ravens, sigurveg- arar Ameríkudeildar. San Franc- isco er stórveldi í NFL og á að baki fimm sigra í Super Bowl en það hefur aldrei tapað í úrslita- leiknum. Baltimore Ravens var stofnað 1996 og vann Super Bowl 2000 og er langeygt eftir öðrum titli. Ótrúlegar vinsældir Til að gefa lesendum einhver dæmi um hversu vinsæll þessi leikur er vestanhafs eru hér nokkrar tölur sem gefa ágæta mynd af því. Sjónvarpsþættir og/eða við- burðir í Bandaríkjunum glíma við það árlega að missa áhorfendur því úrvalið er orðið svo mikið. Það gerist ekki þegar kemur að Super Bowl. Áhorf hefur jafnt og þétt aukist síðan 2005 en aukningin á síðustu sjö árum er 25 milljónir áhorf- enda. Ný met hafa verið sett und- anfarin þrjú ár en í fyrra horfðu 111,3 milljónir Bandaríkjamanna á leikinn sem gerði hann að stærsta sjónvarpsviðburði sögunnar þar í landi. Meðaláhorfið er 40 prósent sem þýðir að 40 prósent heimila í Bandaríkjunum horfa á Super Bowl, samkvæmt Nielsen-tölunum. Síðast þegar 40 prósent heimila voru öll stillt inn á sömu stöðina sátu fjórmenningarnir Jerry Sein- feld, George Costanza, Elaine Bennes og Cosmo Kramer fyrir rétti í lokaþætti Seinfeld árið 1998. Fyrsti bræðraslagurinn Bæði San Francisco og Balti- more hafa upplifað mikið á tíma- bilinu og sögurnar í kringum leið þeirra í Super Bowl eru margar. Sú stærsta er sú að í leiknum mætast bræður sem aðalþjálfarar en það hefur aldrei áður gerst. Báðir eru að þjálfa í Super Bowl í fyrsta skipti. John Harbaugh, þjálfari Balti- more, tók við liðinu 2008 en Jim Harbaugh, þjálfari San Francisco, er á sínu öðru ári sínu í NFL- deildinni. John er 50 ára, árinu eldri en Jim. Hann spilaði aldrei sjálfur heldur fetaði í fótspör föður síns, Jacks, sem þjálfaði í áratugi í menntaskóla- og háskólaboltanum. Jim var öflugur leikstjórnandi sem spilaði í NFL, meira að segja eitt tímabil fyrir Baltimore árið 1998. Þeir bera ómælda virðingu hvor fyrir öðrum og hafa alla vikuna reynt að komast hjá spurningum blaðamanna um samband sitt. En aðspurður á blaðamannafundi í vikunni hversu mikið álit hann hefði á litla bróður sínum svaraði John: „Hann er besti þjálfarinn í NFL-deildinni. Mér er alvara. Þið finnið ekki betri þjálfara í heim- inum,“ sagði John, brosti, leit á pabba sinn úti í sal og bætti við: „Reyndar er Jack Harbaug nokk- uð góður líka.“ Bræðurnir mættust í fyrsta skipti í deildarkeppninni í fyrra og þá hafði John sigur með Baltimore en 49ers er sigurstranglegra á sunnudaginn. Með Guð í sínu liði Ray Lewis, hinn 37 ára gamli varnarmaður Baltimore, er einn áhugaverðasti íþróttamaður Bandaríkjanna og einn besti varn- armaður í sögu deildarinnar. Hann kom inn í deildina sama ár og Baltimore var stofnað, 1996, og hefur spilað með liðinu síðan. Lewis er á sínu síðasta ári í deildinni og er kominn alla leið í úrslit. Hann meiddist fyrr í vetur og þá átti ferillinn að vera búinn. En Lewis var ekki á þeim bux- unum og hefur verið frábær í úr- slitakeppninni. Hann er mikill jaxl en grætur eins og smábarn þegar tilfinning- arnar bera hann ofurliði, sem er ansi oft. Lewis er mjög trúaðar maður og trúir því að Guð sé með Baltimore í liði og almættið ætli sínum mönnum titilinn í ár. Eftir ótrúlegan sigur Baltimore gegn Denver í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar sem fór í fram- lengingu sagði hann í viðtali eftir leik: „Maðurinn stjórnar ekki því sem Guð hefur ákveðið.“ Það þýðir því lítið fyrir menn að biðja Guð að blessa San Francisco. Hann heldur með Baltimore á sunnudaginn. AFP Bræður John Harbaugh, t.v, þjálfari Baltimore Ravens, mætir litla bróður sínum, Jim, í Super Bowl á sunnudaginn. Bræður munu berjast  Super Bowl, stærsti íþrótta- og sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna, fer fram á sunnudaginn  Þjálfarar liðanna þekkjast vel  Varnarmaður á guðs vegum Markvörðurinn Íris Björk Sím- onardóttir veltir nú fyrir sér að hella sér út í handboltann á nýjan leik eft- ir nokkurt hlé. Íris býr í Stokkhólmi en hefur brugðið sér í markið hjá Gróttu í undanförnum leikjum á meðan hún dvelur hér í starfsnámi. Íris mun leika tvo leiki til viðbótar með Gróttu áður en hún fer aftur til Svíþjóðar þar sem hún er að ljúka námi í hjúkrunarfræði. Þar hyggst hún skoða aðstæður hjá úrvalsdeildarliðinu Skuru IK og æfa tímabundið með liðinu. Íris tjáði Morgunblaðinu í gær að hún hefði ekki tekið neina ákvörðun um fram- haldið en sagði þátttöku sína í leikj- um Gróttu að undanförnu hafa kveikt hjá sér áhuga á nýjan leik. Með næsta tímabil í huga Ef vel gengur segir Íris það mun líklegra að hún muni ganga í raðir Skuru fyrir næsta keppnistímabil enda sé liðið nú með tvo markmenn og í ágætum málum í sænsku deild- inni. Það er í öðru sæti, fimm stigum á eftir toppliði Sävehof en fjórum stigum á undan næstu liðum. Íris var um tíma á meðal bestu markvarða landsins og lék með Gróttu og Fram. Hún varði mark Ís- lands ásamt Berglindi Írisi Hans- dóttur í fyrstu stórkeppni kvenna- landsliðsins á EM í Danmörku í lok árs 2010. Sumarið eftir tóku þær sér báðar hvíld frá handknattleiksiðkun. kris@mbl.is Íris skoðar að- stæður hjá Skuru  Áhuginn kviknaði á ný eftir nokkra leiki með Gróttu  Spilar tvo í viðbót Morgunblaðið/Ernir Svíþjóð Íris Björk Símonardóttir gæti leikið með Skuru næsta vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.