Morgunblaðið - 20.03.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2013, Blaðsíða 2
FÓTBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Lyon er vafalaust með besta lið í heiminum í dag. Við erum hinsvegar vel undir leikinn búnar og lítum á að pressan sé ekki á okkur heldur á leik- mönnum Lyon. Við förum í þennan leik til þess að vinna,“ segir landsliðs- markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir, sem jafnframt er markvörður sænska liðsins Malmö. Þóra og félagar mæta Evrópumeist- urum Lyon á útivelli í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Meist- aradeildar kvenna í knattspyrnu í Lyon í kvöld. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona, með Malmö-liðinu sem hafnaði í öðru sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið meistaratit- ilinn tvö ár í röð þar á undan. Þráðurinn er nú tekinn upp á nýjan leik í Meistaradeildinni en keppni hef- ur legið niðri síðan í byrjun nóvember en þá sló Malmö út ítalska liðið Verona í tveimur leikjum, samtals 3:0. Lyon er með yfirburði í frönsku 1. deildinni og er auk þess Evrópumeist- ari. Rjóminn úr franska landsliðinu leikur með félaginu auk nokkurra snjallra knattspyrnukvenna af öðru þjóðerni en frönsku. Þar á meðal eru sænska landsliðskonan Lotta Schelin og bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe. Leiktímabilið er ekki hafið hjá Þóru og Söru í sænsku deildinni. Þóra segist ekki telja það koma að sök því Malmö- liðið hefur búi sig vel undir viðureign- ina. Erum vel undirbúnar „Flestir leikmenn Malmö-liðsins léku með landsliðum á Algarve á dög- unum og einhverjir voru einnig að leika á móti á Kýpur. Áður en við fórum til Algarve höfðum við spilað marga æf- ingaleiki. Meðal annars lékum við gegn Frankfurt. Síðan hefur þjálfarinn og hans menn unnið mikið með upptökur af leikjum Lyon-liðsins. Þar af leiðandi vitum við vel hvernig við ætlum að spila þennan leik við Frakkana. Það er alltaf gott að fara í leiki vel undirbúnar. Þar af leið- andi teljum við að pressan sé á franska liðinu en ekki okkur,“ segir Þóra. „Ef við vinnum leikinn þá verða það frábær úrslit. Ég held hinsvegar að flestir reikni með að Lyon hafi betur enda tapar liðið ekki mörgum leikjum á ári hverju. Ef við náum að fylgja því leik- skipulagi sem lagt er upp þá á ég ekki von á öðru en að allt endi vel fyrir okk- ur,“ segir Þóra. Eigum að nýta okkur hve sókndjarft lið Lyon er Spurð hver dagskipun Malmö-liðsins verði segir Þóra. „Lyon-liðið er afar sókndjarft og fyrir vikið eigum við að geta nýtt okkur það því þegar liðið sækir mikið þá koma fram ákveðnir gallar í varnarleiknum sem við eigum að gera nýtt. Það er þegar við vinnum boltann þá ætlum við að sækja í þau svæði sem standa eftir opin.“ Þjálfari Malmö-liðsins getur stillt upp sínu sterkasta liði í leikinn fyrir ut- an tvær sem eru með slitin krossbönd og hafa verið lengi frá keppni. „Það eiga allar vera klárar í slaginn, segir Þóra. Malmö-liðið hefur ekki leikið æfinga- leik síðan leikmenn liðsins komu saman síðasta fimmtudag eftir að hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum í vikunum á undan. „Margar okkar léku mikið með landsliðunum. Þjálfarinn vildi þar af leiðandi ekki taka neina áhættu og því höfum við aðeins verið við æfingar síð- ustu daga. betra væri að hvíla okkur og fá leikmenn ferska í þessa viðureign við Lyon,“ sagði Þóra B. Helgadóttir, markvörður sænska knattspyrnuliðs- ins Malmö. Síðari leikur Malmö og Lyon fer fram í Svíþjóð á fimmtudaginn í næstu viku, skírdag. Förum í leik- inn til þess að vinna Ljósmynd/Algarvephotopress Annríki Þóra B. Helgadóttir mætir nokkrum af bestu framherjum heims í kvöld þegar Malmö sækir Evrópumeistarana í Lyon heim til Frakklands.  Þóra og Sara mæta Evrópumeist- urum Lyon, besta félagsliði heims, í Meistaradeildinni í kvöld Meistaradeildin » Í 8 liða úrslitunum mætast: Arsenal – Torres Wolfsburg – Rossijanka Lyon – Malmö Juvisy – Gautaborg » Lyon vann PK-35 frá Finnlandi 5:0 og 7:0 í 32 liða úrslitum og Zorkij frá Rússlandi 2:0 og 9:0 í 16 liða úrslitum. » Malmö vann MTK frá Ungverja- landi 6:1 og 4:0 í 32ja liða úrslit- um og Verona frá Ítalíu 1:0 og 2:0 í 16 liða úrslitum. Sara hefur skorað eitt mark í keppninni. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2013 Úrslitakeppnin í Dominos-deild karla í körfuknattleik hefst annað kvöld með tveimur leikjum í átta liða úrslit- unum en næstu tveir leikir fara fram á föstudagskvöld. Grindavík – Skallagrímur Þarna mætast liðin sem höfnuðu í 1. og 8. sæti. Fyrirfram ætti þessi við- ureign að verða síst spennandi þar sem mesti munurinn var á árangri þessara liða af þeim sem komust í úr- slitakeppnina. Auk þess hefur Skalla- grímur gefið eftir í síðustu leikjum eða eftir að Haminn Quantance var sendur heim. Grindvíkingar eru ríkjandi meistarar og fylgdu því eftir með sigri í deildinni. Þeir mæta sínum gamla samherja Páli Axel Vilbergs- syni sem hefur skorað mikið fyrir Skallana í vetur. Þór Þ. – KR Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, mætir sínum gamla þjálf- ara, Benedikt Guðmundssyni. Þórs- arar fóru alla leið í úrslit í fyrra og hafa spilað vel í vetur og höfnuðu í 2. sæti. Þeir eru þó án Darra Hilm- arssonar og Baldurs Ragnarssonar og fyrir vikið spilar liðið ekki eins ógn- arsterka vörn og það gerði. KR-ingar hafa á heildina litið valdið von- brigðum en það gæti verið ágætt fyrir þá að fara inn í úrslitakeppnina með litlar væntingar eftir að hafa hafnað í 7. sæti. Snæfell – Njarðvík Snæfell hefur leikið vel í vetur og liðið er til alls líklegt í úrslitakeppn- inni. Sigurður Þorvaldsson hefur reynst góð viðbót við leikmannahóp- inn og hafnaði liðið í 3. sæti. Hólmarar fá þó erfitt verkefni í átta liða úrslit- unum því Njarðvík hefur leikið afar vel eftir áramót og náði 6. sæti. Al- mennt er ekki reiknað með miklu af Njarðvík og liðið er líklega svolítið vanmetið en þar er að finna mjög hæfileikaríka leikmenn. Stjarnan – Keflavík Af rimmunum fjórum ætti að vera erfiðast að spá um rimmu Stjörn- unnar og Keflavíkur en liðin höfnuðu í 4. og 5. sæti. Stjarnan varð bikar- meistari í síðasta mánuði og liðið er illviðráðanlegt um þessar mundir. Lið Keflavíkur verður þó ekki lagt auð- veldlega að velli og erlendu leikmenn- irnir þrír hafa allir skilað sínu. Marvin Valdimarsson ætti að vera orðinn leikfær hjá Stjörnunni. kris@mbl.is Úrslitakeppnin hefst annað kvöld Pia Sundhage, landsliðsþjálfari Svía í knattspyrnu kvenna, hefur bætt tveimur reyndum leikmönnum í sinn hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Íslandi sem fram fer í Växjö 6. apr- íl. Það eru Josefine Öqvist, leikmaður Kristianstad, sem er komin á fulla ferð á ný eftir barnsburð, og Charlotte Rohlin frá Linköping sem er búin að jafna sig eftir að hafa slitið krossband í hné í fyrra. Sundhage kvaðst hafa fengið góð meðmæli um formið á Öqvist frá Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad. Hún á von á mun erfiðari leik gegn Íslandi en í Algarve- bikarnum um daginn þegar Svíar unnu stórsigur, 6:1. „Ísland vantaði þrjá leikmenn í þann leik og saknaði sérstaklega Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem er liðinu afar mikilvæg. Ég reikna með þeim kröftugum og erfiðum, og þær verða örugglega í hefndarhug og staðráðnar í að gera betur en þær sýndu á Algarve,“ sagði Sundhage við vef sænska knatt- spyrnusambandsins í gær. vs@mbl.is Reiknar með erfiðari leik Pia Sundhage Franska tímaritið France Football birti í gær árlegan lista yfir þá knattspyrnumenn sem munu þéna mest á árinu 2013. Englendingurinn David Beckham, leikmaður Paris SG, trónir á toppi listans en hann mun vinna sér inn 36 milljónir evra á árinu sem jafngildir tæpum 5,9 millj- örðum íslenskra króna. Aðeins 5% af tekjum Beckhams eru tekjur af fótbolta, megnið er af auglýsingasamn- ingum. Næstur á tekjulistanum er Argentínumaðurinn Lionel Messi, Barcelona, en hann mun þéna 35 milljónir evra og þar af eru 13 milljónir evra laun og bónusgreiðslur. Í þriðja sæti á listanum er Portúgalinn Cristiano Ronaldo, Real Madrid, með 30 milljónir evra en það jafngildir 4,9 milljörðum ís- lenskra króna. Þar á eftir koma svo Samuel Eto’o, Neymar, Sergio Aguero, Wayne Roo- ney, Zlatan Ibrahimovic, Yaya Toure og Fernando Torres. gummih@mbl.is David Beckham þénar mest David Beckham Lengjubikar karla A-DEILD, 1. riðill: Grindavík – Tindastóll............................ 4:0 Stefán Þór Pálsson, Daníel Leó Grétarsson (víti), Magnús Björgvinsson, Jóhann Helgason. Staðan: Víkingur Ó 4 4 0 0 13:2 12 FH 5 4 0 1 15:8 12 Fylkir 5 4 0 1 11:7 12 Grindavík 5 2 1 2 13:8 7 ÍBV 4 0 3 1 10:11 3 Fjölnir 4 0 2 2 5:9 2 BÍ/Bolungarvík 4 0 1 3 0:10 1 Tindastóll 5 0 1 4 2:14 1 KNATTSPYRNA Svíþjóð Drott – Guif .......................................... 29:28  Hvorki Heimir Óli Heimsson né Haukur Andrésson voru í leikmannahópi Guif. Kristján Andrésson þjálfar liðið. Lugi – Hammarby ............................... 37:24  Elvar Friðriksson skoraði þrjú mörk fyrir Hammarby. VästeråsIrsta – Kristianstad ............. 18:33  Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad.  Lokastaðan: Lugi 44, Sävehof 42, Kristi- anstad 41, Drott 41, Alingsås 40, Guif 37, Ystad 36, Hammarby 34, Redbergslid 33, Skövde 30, Malmö 22, Aranäs 19, Skånela 17, VästeråsIrsta 12. Í 8-liða úrslitum mætast: Lugi – Hammarby Sävehof – Guif Kristianstad – Alingsås Drott – Ystads Þýskaland B-DEILD: Nordhorn – Bittenfeld ......................... 34:27  Staðan: Emsdetten 40, Bergischer 36, Eisenach 34, Nordhorn 31, Bietigheim 29, Hüttenberg 28, Bittenfeld 26, Erlangen 25, Empor Rostock 23, Friesenheim 22, Bad Schwartau 21, Saarlouis 21, ASV Hamm 21, Aue 20, Lipzig 19, Henstedt 18, Ferndorf 16, Leuterhausen 12.  Þrjú efstu liðin tryggja sér sæti í A-deild- inni á næstu leiktíð.  Þrjú efstu liðin eru með Íslendinga inn- anborðs. Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarsson leika með Ems- detten. Arnór Þór Gunnarsson leikur með Bergischer og Hannes Jón Jónsson spilar með Eisenach en liðið þjálfar Aðalsteinn Eyjólfsson. HANDBOLTI Meistaradeild kvenna 8-liða úrslit í Rússlandi: Ekaterinburg – Good Angels............. 72:41  Helena Sverrisdóttir skoraði fimm stig fyrir Good Angels, tók þrjú fráköst og átti eina stoðsendingu. Hún lék í 18 mínútur.  Good Angels mætir Polkowice frá Pól- landi í dag í hreinum úrslitaleik um sæti í fjögurra liða úrslitunum. Svíþjóð 8-liða úrslit, 2. leikur: 08 Stockholm – Sundsvall .................. 90:98  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 26 stig fyrir Sundsvall, tók fimm fráköst og átti tvær stoðsendingar. Hlynur Bæringsson skoraði 17 stig, tók 13 fráöst og átti átta stoðsendingar.  Staðan er 2:0 fyrir Sundsvall. Borås – Norrköping.......................... 104:80  Pavel Ermolinskij skoraði 10 stig fyrir Norrköping og tók níu fráköst  Staðan er 1:1. NBA-deildin Philadelphia – Portland ................... 101:100 Charlotte – Washington................... 119:114 Cleveland – Indiana ........................... 90:111 Atlanta – Dallas ................................ 113:127 Detroit – Brooklyn 82:119 Boston – Miami 103:105 Chicago – Denver ............................. 118:119  Eftir framlengingu. Memphis – Minnesota.......................... 92:77 New Orleans – Golden State ............... 72:93 Phoenix – LA Lakers ........................... 99:76 Utah – New York.................................. 83:90 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominosdeildin: Dalhús: Fjölnir – Grindavík ................ 19.15 Vodafonehöll: Valur – Keflavík ........... 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Njarðvík.... 19.15 Schenkerhöllin: Haukar – KR............. 19.15 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Laugardalur: Þróttur R. – Haukar.......... 18 Akraneshöllin: ÍA – Breiðablik ................ 20 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Boginn: Þór/KA – Stjarnan ................. 16.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.