Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.04.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is TILBOÐSDAGAR 15% AFSLÁTTUR Vissir þú að margskipt gler geta verið mismunandi að gerð og gæðum? Við bjóðum eingöngu upp á gler með "free form" tækni og er sjónsviðið því breiðara en almennt gerist. Hægt er að ráða hraða skiptingar og sérsníða glerin eftir þörfum hvers og eins. Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Álfabakka 14a s. 527 1515 Frí sjónmæling og sérfræðiráðgjöf í glerjavali. Glerjadagar 30% afsláttur af öllum sjónglerjum Ný verslun í göngugötu gleraugnabudin@gleraugnabudin.is Ljósmyndarinn Olgeir Andrésson hitti tvo breska ljósmyndara við Esjurætur aðfaranótt laugardags. Þeir voru á höttunum eftir norðurljósum, eins og svo margir ferðamenn, og ætla að dvelja í viku hér á landi. Þetta var önnur nóttin þeirra, en félagarnir tveir ætla að ferðast um á puttanum og gista í tjaldi. „Þeir komu gagngert hingað til þess að ljós- mynda norðurljósin og voru komnir með ágætis myndir,“ seg- ir Olgeir. Mönnunum var þó heldur kalt, enda nokkurt frost og vindkæling þessa nótt. „Þeir létu vel af Ís- lendingum, sögðu þá afar hjálp- lega.“ larahalla@mbl.is Tveir breskir ljósmyndarar ferðast á puttanum um landið til að taka myndir af norðurljósunum Sofa í tjaldi í kuldanum Ljósmynd/Olgeir Andrésson Beðið eftir ljósum Tveir breskir ljósmyndarar tjölduðu við Esjurætur um helgina og tóku myndir af norðurljósum. Liðið Sad Engineer Studios varð hlutskarpast í samkeppni Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagrein- ingar um svokallað Íslendingaapp, en keppninni lauk á laugardag. Lið- ið er skipað þremur nemendum í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, þeim Arnari Frey Aðal- steinssyni, Hákoni Þresti Björns- syni og Alexander Annas Helgasyni. Í keppninni var leitað eftir nýjum hugmyndum um notkun Íslending- arbókar á snjallsímum. Meðal þess sem horft hafi verið til við mat á öppunum hafi verið frumleiki, útlit og virkni þeirra auk þess sem tekið var tillit til virkni liðanna á samfélagsmiðlum á vinnslutímanum. Hugmyndir liðs- ins þóttu nýstárlegar og uppbygg- ingin forritsins skýr. Liðið hlaut eina milljón króna í verðlaun og verður lausn þeirra nýtt sem viðbót við Íslendingabók. Þrír nemar í HÍ unnu keppni um Íslendingaappið Flokkur heimilanna í öllum kjördæmum Flokkur heimilanna mun bjóða fram á landsvísu í alþingiskosningunum sem fram fara þann 27. apríl næst- komandi. Nafn flokksins féll út í frétt sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag þar sem fjallað var um þau framboð sem bjóða fram á landsvísu í komandi kosningum. Auk Flokks heimilanna munu tíu framboð bjóða fram lista á landsvísu: Björt framtíð, Dögun, Framsóknarflokkur, Hægri grænir, Lýðræðisvaktin, Píratar, Regnbog- inn, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð. LEIÐRÉTT mbl.is alltaf - allstaðar Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skil- aði rekstrarafgangi fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) um 889 milljónir króna, sem er um 10,21% af tekjum, samkvæmt uppgjöri árs- ins 2012. Bæjarsjóður Reykjanes- bæjar sinnir öllum almennum rekstri bæjarins. Einnig var afgangur af rekstri, eftir afskriftir og fjármagnsliði, um 708 milljónir króna. Það gera um 8,14% af tekjunum. Bæjarsjóðurinn gerði ráð fyrir einungis 191 milljón króna í rekstrarafgang, á fjárhags- áætlun fyrir árið 2012 ásamt við- aukum. Afgangurinn er því umfram væntingar, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Reykjanesbær greiddi niður eina erlenda lánið sitt og er því ekki með neinar erlendar skuldbind- ingar. Samtals lækkuðu skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs um 3.488 milljónir króna milli ára. Hreint veltufé frá rekstri er um 358 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri er um 300 milljónir króna og nam hækkun þess um 241 milljón króna milli ára. Þrátt fyrir að enn séu vandamál með fjármögnun vegna fram- kvæmda við Helguvíkurhöfn og tapreksturs Reykjaneshafnar um 667 milljónir króna er rekstrar- niðurstaða samstæðu betri en gert var ráð fyrir, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Rekstrarafgangur samstæðu fór einnig fram úr væntingum. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er hann um 2.803 millj- ónir króna sem er um 20,15% af tekjum. Eftir afskriftir og fjár- magnsliði er tap af rekstri sam- stæðu um 433 milljónir en gert var ráð fyrir 492 milljóna króna rekstr- arhalla samstæðu. 889 milljóna kr. rekstrarafgangur  Greiddi niður eina erlenda lánið Morgunblaðið/Kristinn Reykjanesbær Skuldir lækkuðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.