Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Qupperneq 15
100%made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið Natuzzi gallerýið okkar Lengd 235cm Tunga 168 cm Verð: Ct.10 leður 690.000,- Var tímabil í þínum rithöfundarferli þegar það var erf- itt að vera að skrifa og vera sonur Thors Vilhjálms- sonar? „Það að vera sonur Thors háði mér aldrei í þessu heldur gaf mér sjálfsagt ákveðið forskot vegna þess að sjálfkrafa skapaðist forvitni um það sem ég var að gera, út af honum. Ég var svo ólíkur honum að þetta varð aldrei neitt vandamál – hann var í raun og veru mikill rómantíker. En nú heyri ég frá einhverjum að þeim finn- ist sumt í þessari nýju bók líkjast honum. Það held ég að sé nú eitthvað orðum aukið en þetta hefur aldrei vaf- ist fyrir mér.“ Í gegnum árin hefurðu reglulega skrifað þjóðfélags- pistla í blöð, núna skrifarðu fyrir Fréttablaðið. Hefurðu mjög mótaðar þjóðfélagslegar skoðanir? „Já, svona í grundvallaratriðum hef ég það. Ég er sósí- aldemókrati og hef verið það síðan um tvítugt. Ég er hins vegar ekkert í flokkapólitíkinni. Það hefur einhvern veginn æxlast svona með pistlaskrifin – held ég hafi byrjað á Þjóðviljanum einhvern tímann á 17. öld. Þetta er sérstök bókmenntagrein og gaman að stunda hana, heldur manni í æfingu við að fanga hugsanir og kenndir í setningar og ég skil ekki af hverju atvinnuhöfundar gera ekki miklu meira af því að skrifa svona dálka.“ Ertu kominn með hugmynd að næstu bók? „Maður fær bækur í hausinn í heilu lagi. Kúnstin er svo að ná þeim út nokkurn veginn óbrjáluðum, áður en þær eyðast, en fyrningartími skáldverka í hausnum er frá einum degi til svona tíu ára. Ég hef örugglega misst svona tuttugu bækur óskrifaðar út úr hausnum af því að ég er svo latur og dáðlaus. En nú eru sem sagt að minnsta kosti tvær bækur hvor á sínum stað í hausnum. Ég verð að koma þeim út úr mér áður en þær fyrnast og fúna. Önnur er nokkurs konar framhald af Valeyr- arvalsinum en hina langar mig að skrifa upp úr þessum gömlu þjóðsögum hjá Sigfúsi þegar draugar voru að fljúgast á og drepa hver annan. Ég þurfti hins vegar að drífa í að skrifa þessa bók núna vegna þess að hún var alveg að verða komin fram yfir síðasta skriftardag og hefði eyðst ef ég hefði ekki brugðist við. Það hefði mér fundist synd. Ég held að nú sé ágætur tími fyrir bók sem hyllir þekkinguna og fegurðina.“ Morgunblaðið/Ómar 24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.