Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Page 60
ENSKI BOLTINN HEFST AFTUR UM HELGINA EFTIR LANDSLEIKJAHLÉ MEÐ ENGUM SMÁSLAG. MERSEY- SIDE-NÁGRANNASLAGURINN Á MILLI EVERTON OG LIVERPOOL BYRJAR UM HÁDEGISBIL OG MÁ REIKNA MEÐ HÖRÐUM SLAG EN ÓSJALDAN FÆR LEIK- MAÐUR RAUTT Í ÞESSUM VIÐUREIGNUM. E itt sinn voru Everton og grannarnir í Liver- pool eitt og sama liðið en Liverpool var stofnað eftir deilur sem upp komu vegna leigu á gamla heimavelli Everton, Anfield, árið 1892. Síðan þá hafa liðin ekki verið miklir vinir, langt í frá. Þó er leikurinn stundum kallaður vinalegi borgarslagurinn því margar fjölskyldur í Liverpool eiga stuðningsmenn úr báðum liðum. Náfrændi Wayne Rooney heldur til dæmis með Liverpool. Þetta er eini leikurinn sem hefur sérstakar reglur í kringum sig í enska boltanum. Fyrri leikur þessara liða fer fram á Goodison Park fyrir jól, sá síðari á Anfield Road eftir jól. Þetta er gert til þess að stuðningsmenn þurfi ekki að bíða í meira en ár til að sjá þessa leiki. Árið 1987 voru til dæmis þrír Merseyside-slagir en enginn af þeim á Goodison Park, heimavelli Everton. Það fer gríðarlega í taugarnar á stuðningsmönnum Everton að það sé tal- ið litla liðið í Liverpool-borg. Sannleikurinn er hins vegar sá að Everton hefur þurft að elta stóra liðið í borginni alveg frá því Bill Shankley kom Liverpool í hæstu hæðir. Everton hefði reyndar getað orðið stórveldi í Evr- ópu því félagið varð meistari 1985 en vegna Heysel-slyssins fékk það ekki að taka þátt í Evrópukeppninni það ár. Hver veit ef Everton hefði farið langt það ár hvað hefði gerst. Staðreyndin er bara því miður sú fyrir stuðningsmenn Everton að þeirra hlutskipti er að vera í baksýnisspeglinum. Engin rómantík Félögin hafa spilað 199 leiki sín á milli. Liverpool hefur unnið 76 þessara leikja, Everton 60 en 63 sinnum hefur orðið jafntefli. Í þessum leikjum hefur Liverpool skorað 269 mörk en Everton 232. En spjöldin er fjölmörg – svo mörg að enginn annar leikur á milli Romelu Lukaku var frábær með WBA gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Hann hefur verið í banastuði það sem af er leiktíð. Mont- rétturinn undir Luis Suarez skaut Úrúgvæ á HM í vikunni og sendi Liver- pool einkaþotu eftir honum. Allt gert til að stjarna liðsins gæti komið heim sem fyrst og á sem þægilegastan máta. AFP 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 * „Ég var búinn að vera stjóri Everton í fimm mínútur þegarég var búinn að átta mig á því hversu mikla þýðinguþessir leikir hafa fyrir stuðningsmenn.“ Roberto Martinez, stjóri EvertonBoltinnBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.