Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.2014, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2014 Lengjubikar karla A-DEILD, riðill 1: Breiðablik – BÍ/Bolungarvík................. 1:1 Árni Vilhjálmsson 20. – Björgvin Stefáns- son 65. Keflavík – KR........................................... 1:2 Jóhann Birnir Guðmundsson 2. – Almarr Ormarsson 1., Aron Bjarki Jósepsson 90. Afturelding – Grindavík......................... 1:3 Elvar Ingi Vignisson 82. – Magnús Björg- vinsson 18., 54., Daníel Leó Grétarsson 70. Fram – ÍA ................................................. 0:1 Jón Vilhelm Ákason 69. Staðan: ÍA 2 2 0 0 4:0 6 Breiðablik 2 1 1 0 3:2 4 Grindavík 2 1 0 1 4:3 3 Keflavík 2 1 0 1 4:3 3 KR 2 1 0 1 5:5 3 Fram 2 1 0 1 4:4 3 BÍ/Bolungarvík 2 0 1 1 1:4 1 Afturelding 2 0 0 2 2:6 0 A-DEILD, riðill 3: KV – ÍBV................................................... 1:3 Gunnar Wigelund 4. – Bjarni Gunnarsson 45., Gauti Þorvarðarson 71., Devon Már Griffin 90. Valur – Víkingur Ó.................................. 3:2 Haukur Páll Sigurðsson 21., 75., Mads Lennart Nielsen 63. – Fannar Hilmarsson 11., Eyþór Helgi Birgisson 49. Víkingur R. – Selfoss............................... 4:0 Sveinbjörn Jónasson 32., Viktor Jónsson 69., 81., Ívar Örn Jónsson 75. Rautt spjald: Einar Ottó Antonsson (Selfossi) 43. Staðan: ÍBV 2 2 0 0 4:1 6 Víkingur R. 2 1 1 0 6:2 4 Haukar 1 1 0 0 7:1 3 Valur 2 1 0 1 3:3 3 Selfoss 2 1 0 1 3:5 3 Stjarnan 1 0 1 0 2:2 1 Víkingur Ó. 2 0 0 2 3:6 0 KV 2 0 0 2 2:10 0 Portúgal Maritimo – Belenenses............................ 2:0  Helgi Valur Daníelsson lék fyrri hálfleik- inn fyrir Belenenses en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins sem sem er í 14. sæti af 16 liðum. Austurríki Rapid Vín – Grödig.................................. 0:0  Hannes Þ. Sigurðsson var á varamanna- bekk Grödig sem er í 2. sæti deildarinnar. Tyrkland Genclerbirligi – Konyaspor ................... 2:2  Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrra mark Konyaspor en var skipt af velli á 76. mínútu. Lið hans er í 11. sæti af 18 lið- um í deildinni. Skotland Hearts – Celtic ........................................ 0:2  Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Celtic sem er með 24 stiga forskot í deildinni. Sviss B-deild: Vaduz – Locarno ..................................... 1:0  Þórður Steinar Hreiðarsson lék allan leikinn með Locarno. KNATTSPYRNA Real Madrid situr nú eitt á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar. Barcelona missteig sig þegar liðið heimsótti Real Sociedad því heimamenn sigruðu 3:1 og þar með er Barcelona áfram með 60 stig líkt og Atlético Madrid sem tapaði á útivelli fyrir Osasuna, en Real Madrid er komið með 63 stig í efsta sætið. Madrídingar gerðu bara eitt mark í fyrri hálfleik á móti Elche en bættu tveimur við eftir hlé, Gareth Bale með annað og Isco hitt. Þetta var tíunda markið sem Bale skorar fyrir Madrid á þessari leiktíð. Alex Song kom Real Sociedad yfir gegn Barcelona með sjálfsmarki á 32. mínútu en Lionel Messi jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Heimamenn bættu síðan við tveimur mörkum eftir hlé og fögnuðu sigri. Osasuna flaug upp um nokkur sæti í deildinni með 3:0 sigri á Atlético Ma- drid í gærkvöldi. Heimamenn komust yfir strax á 6. mínútu með marki Ce- judo, Armenteros bætti við marki á 21. mínútu og Torres því þriðja skömmu fyrir leikhlé. Cristiano Ronaldo er sem fyrr markahæsti leikmaður deildarinnar með 22 mörk en Diego Costa hjá Atlético er næstur með 21 mark. skuli@mbl.is Madrídingar á toppinn Það var enginn glæsibragur á leik Juventus þegar liðið tók á móti Torino í grannaslag í ítölsku A-deildinni í knatt- spyrnu í gær. Þar mættust efsta liðið, Juventus með 66 stig, og liðið í 8. sæti, Torino með 36 stig, en það var vart að sjá að það munaði þrjátíu stigum á þeim. Juventus hafði þó bet- ur með marki frá Carlos Tévez á 30. mínútu og er með níu stiga forystu á Roma sem á leik til góða, en liðið vann einnig 1:0 sigur um helgina, gegn Bologna á útivelli. Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona halda upp- teknum hætti og þeir brugðu sér til Livorno og unnu 2:3 og eru í sjötta sæti deildarinnar. Emil var ekki í með Verona þar sem hann var í leikbanni. Lazio sem er í tíunda sæti deildarinnar með 35 stig, lenti í miklu basli á heimavelli þegar liði fékk Sassuolo í heimsón, en það er í neðsta sæti deild- arinnar með 17 stig. Það fór um stuðningsmenn Lazio þegar gestirnir jöfnuðu 1:1 á 72. mínútu leiksins. Það var þó ekki lengi því Miroslav Klose kom Lazio yfir á 73. mínútu, en aftur jöfnuðu gestirnir, nú á 79. mínútu. Sigurmarkið kom síðan sjö mínútum fyrir leikslok og leikmenn Lazio önduðu léttar. Tveir leikir eru í deildinni í kvöld en þá tekur Parma á móti Fiorentina og í Napólí verður Genoa í heimsókn. skuli@mbl.is Naumur sigur Juve Carlos Tévez Gareth Bale Það var mikil spenna á loka- sprettinum í 50 km skíðagöngu karla í Sotsjí í gær. Rússarnir Alexander Leckov, Maxim Vy- legzhanin og Ilia Cherniusov og Norðmaðurinn Martin Jo- hnsrud Sundby háðu ótrúlega harða keppni á lokasprettinum sem lauk með því að Leckov kom fyrstur í mark á 1:46.55,2 klukkustundum og landar hans rétt á efir, Vylegzhanin 0,7 sek- úndum á eftir og Chernousov 0,8 sekúndum á eftir og þurfti að skoða myndir til að skera úr um hvor var á undan í mark. Norðmaðurinn kom síðan 1,0 sekúndu á eftir sigurvegaranum í mark. Ótrúlega jafnt eftir heila 50 kílómetra. Næsti maður var síðan 14,3 sekúndum á eftir. skuli@mbl.is Þrefalt hjá Rúss- um í 50 km göngu Alexander Leckov Það voru Kanadamenn sem fengu síðasta gullpeninginn sem keppt var um á Ólympíu- leikunum í Sotsjí í gær. Það gerðu þeir með því að leggja Svía 3:0 í úrslitaleiknum í ís- hokkíkeppni karla. Kanada- menn vörðu því titilinn frá síð- ustu leikum. Það var fyrst og fremst frá- bær vörn Kanadamanna sem skóp sigurinn og þeir skoruðu eitt mark í hverjum leikhluta, fyrst Jonathan To- ews, þá fyrirliðinn Sidney Crosby og loks Chris Kunitz. Finnar urðu í þriðja sæti með því að leggja Bandaríkjamenn 5:0. Þetta er í níunda sinn sem Kanadamenn verða ólympíumeistarar í íshokkí karla. skuli@mbl.is Kanadamenn tóku síðasta gullið Sidney Crosby Rússar geta verið sáttir við frammistöðu íþróttafólksins á Vetrarólympíuleikunum sem slitið var í Sotsíj í gær. Rúss- neskir íþróttamenn fengu bæði flest gullverðlaun á leik- unum og líka flesta verðlauna- peninga. Rúsar fengu 13 gull- verðlaun og 11 silfurverðlaun, sem er meira en nokkur önnur þjóð og við þetta bættu þeir 9 bronsverðlaunum. Samtals fengu þeir því 33 verðlaunapeninga. Norðmenn komu í næsta sæti með 11 gull, 5 silfur og 10 brons og Kandamenn fengu 10 gull, 10 silfur og 5 brons. Bandaríkjamenn fengu næst- flesta verðlaunapeninga, 28 talsins, 9 gull, 7 silfur og 12 brons. skuli@mbl.is Rússar fengu flest verðlaun Darya Domracheva ÓLYMPÍULEIKAR Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is Austurríski skíðakappinn Mario Matt varð ólympíumeistari í svigi og varð þar með elstur allra til að sigra í svig- keppni Ólympíuleika, en hann er 34 ára gamall. Svigkeppnin var því söguleg, ekki bara vegna sigurs Matts heldur skaust Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen í þriðja sætið en hann er aðeins 19 ára og varð þarna yngstur til að komast á verð- launapall í svigi karla á Ólympíu- leikum. Brynjar kláraði en Einar féll úr leik Tveir íslenskir skíðamenn voru meðal keppenda í sviginu. Brynjar Jökull Guðmundsson varð í 36. sæti af þeim 43 sem luku keppni en Einar Kristinn Kristgeirsson missti úr hlið um miðbik brautarinnar í síðari ferð- inni og var þar með úr leik. Eftir fyrri ferðina var Einar Krist- inn í 49. sæti 7,34 sekúndum á eftir Matt, sem var með besta tímann úr fyrri ferðinni, og Brynjar Jökull var í 62. sæti, 10,15 sekúndum á eftir Matt. Einar Kristinn var á fínni siglingu þegar hann missti af hliðinu í seinni ferðinni og hefði að öllum líkindum náð í hóp þrjátíu bestu hefði hann náð að ljúka ferðinni á svipuðum hraða og hann hafði skíðað á fram að óhappinu. Það voru gríðarleg forföll í sviginu en 114 keppendur hófu keppni, 77 luku við fyrri ferðina sem þýðir að 38 féllu úr leik í fyrri ferðinni og í þeirri síðari var svipað upp á teningnum því þá féllu 32 úr leik. Matt var með besta tímann eftir fyrri ferðina og í þeirri síðari náði hann sjötta besta tímanum og það dugði honum til sigurs. Samanlagður tími hans var 1.41,84 en heimsmeist- arinn Marcel Hirscher frá Austurríki varð að sætta sig við annað sætið, 0,28 sekúndubrotum á eftir og Norð- maðurinn ungi var 0,83 sekúndu- brotum á eftir Matt. Sá norski gerði mjög vel því hann var með 15. besta tímann eftir fyrri ferðina og náði þriðja besta tímanum í þeirri síðari og það dugði til að fá bronsið. AFP Kláraði Brynjar Jökull Guðmundsson á fullri ferð í erfiðri svigbrautinni í Sotsjí. Sá elsti fagnaði sigri  Brynjar Jökull í 36. sæti í sviginu  Einar Kristinn féll úr keppni í seinni ferð- inni í sviginu  Kristoffersen krækti í brons og er sá yngsti sem kemst á pall Þýskaland Hannover – Bayern München..................0:4 Eintracht Frankfurt – Werder Bremen .0:0 Wolfsburg – Leverkusen..........................3:1 Freiburg – Augsburg................................2:4 Hamburger SV – Dortmund ....................3:0 Mönchengladbach – Hoffenheim.............2:2 Nürnberg – Braunschweig.......................2:1 Stuttgart – Hertha Berlín ........................1:2 Schalke – Mainz.........................................0:0 Staðan: Bayern M. 22 20 2 0 61:9 62 Leverkusen 22 14 1 7 39:25 43 Dortmund 22 13 3 6 51:27 42 Schalke 22 12 5 5 41:30 41 Wolfsburg 22 12 3 7 38:26 39 M’gladbach 22 10 5 7 39:28 35 Hertha Berlín 22 10 4 8 34:27 34 Augsburg 22 10 4 8 34:32 34 Mainz 22 10 4 8 31:35 34 Hoffenheim 22 6 8 8 46:46 26 Hannover 22 7 3 12 29:41 24 Nürnberg 22 4 11 7 27:37 23 E.Frankfurt 22 5 7 10 24:38 22 W.Bremen 22 5 7 10 25:46 22 Stuttgart 22 5 4 13 35:47 19 Hamburger SV 22 5 4 13 38:51 19 Freiburg 22 4 6 12 22:44 18 Braunschweig 22 4 3 15 16:41 15 B-deild: Bochum – Fortuna Düsseldorf .............. 0:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Bochum sem er í 15. sæti af 18 liðum. A-deild kvenna: Bayern München – Turbine Potsdam... 1:2  Guðbjörg Gunnarsdóttir var í marki Potsdam og lagði upp sigurmarkið með löngu útsparki. Frankfurt er með 27 stig, Potsdam 26 og Wolfsburg 25 í þremur efstu sætunum. ÞÝSKALAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.