Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.2014, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Horft úr Hlíðarfjalli yfir bæinn, Pollinn og til Vaðlaheiðar. Akureyringar eru í dag rúmlega 18 þús- und og hefur fjölgað talsvert síðustu ár. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2014 Rétt rúm vika er í komandi sveit- arstjórnarkosningar en þær verða haldnar 31. maí næstkomandi og má því segja að lokasprettur kosningabaráttunnar sé hafinn. Næstu daga verður farið yfir stöðu mála í stærstu sveitarfélögum landsins. Rætt verður við oddvita helstu framboða á hverjum stað um þau mál sem helst hafa komið til umræðu í kosningabaráttunni. Í dag verður farið yfir stöðuna á Akureyri, Akranesi og í Fjarðabyggð. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Gott samstarf hefur verið á milli meirihlutans og minnihlutans í Fjarðabyggð á síðasta kjörtímabili um að ná tökum á fjármálum bæjarins. Oddvitar framboð- anna segja lítið um bein deilumál í kosningabaráttunni, en þó séu ýmis atriði þar sem komi fram skýr áherslu- munur á milli stefnu flokkanna, einkum þegar kemur að almenningssamgöngum. Svigrúm fyrir fjölskyldur Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að góður meðbyr sé með flokknum í sveitarfé- laginu. „Við erum að fá góðar og miklar undirtektir við þau störf sem við höfum sett á oddinn á kjör- tímabilinu,“ segir Jens Garðar og nefnir sem dæmi ákvörðun olíuvinnslu- og rannsóknafyrirtækisins Ey- kon Energy um að staðsetja sig á Reyðarfirði, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Jens Garðar segir að ekki hafi verið nein stór- vægileg deilumál á kjörtímabilinu, og að hópurinn sé samhentur. Þó megi greina ákveðinn áherslumun á milli framboðanna þriggja í kosningabaráttunni. „Við leggjum til dæmis áherslu á það að nota það svigrúm sem hefur skapast í fjármálum sveitarfélagsins til að koma til móts við ungar fjölskyldur í Fjarðabyggð og lækka álögur á þær og eldri borgara,“ segir Jens Garðar sem er bjartsýnn á lokasprettinn. Stuðningur við atvinnulíf „Ég fer alltaf bjartsýnn í kosningabaráttu. Maður verður bara að útskýra sína sýn og sína vinnu og vona að fólk meti það og styðji,“ segir Jón Björn Há- konarson, oddviti Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð. Hann bætir við að framboðin þrjú hafi nú verið á sam- eiginlegum framboðsfundum í byggðakjörnunum sex sem myndi Fjarðabyggð og þeir hafi verið jákvæðir og góðir. „Við viljum halda áfram með það sem vel hefur gengið, að ná niður skuldum sveitarfélagsins,“ segir Jón Björn. „Við setjum málefni fjölskyldunnar í víðasta skilningi á oddinn, bæði með því að halda úti skóla- starfi í öllum byggðakjörnum, og einnig með stuðningi við tónlistarstarf, þar sem mikil rót er til staðar.“ Flokkurinn vilji einnig styðja við atvinnulíf sveitarfé- lagsins, sem byggist einkum á Fjarðaáli og sjávar- útvegi. Hins vegar sé þar einnig að bætast við ferða- þjónusta og olíuleitin. Stórátak þarf í stoðþjónustu Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans, segist vera ánægður með stöðuna og vel gangi að kynna stefnu listans. Elvar segir að bæjarstjórnin hafi í sameiningu lagt áherslu á ábyrga fjármálastjórn á kjörtímabilinu „Við höfum bent á að það þurfi að gera stórátak í stoð- þjónustu við ungmenni sem þurfa á félagsþjónustu að halda,“ segir Elvar. Þá hafi listinn einnig lagt mikla áherslu á íbúalýðræði og nýsköpun í atvinnumálum, einkum ferðaþjónustu. Elvar segir helstu átakamálin vera tvö. Þar beri að nefna fyrst umferðaröryggi við skólamannvirki, þar sem Elvar nefnir færslu á Nes- götu suður fyrir fyrirhugaða leikskólabyggingu, en gatan muni öðrum kosti liggja á milli leikskólans og grunnskólans. Þá þurfi Fjarðabyggð að verða eitt gjaldsvæði í almenningssamgöngum, þar sem kerfið sem nú sé mismuni eftir vegalengdum, þannig að þeir sem þurfi að sækja lengst í miðlæga þjónustu borgi hærra gjald. Kosningabaráttan jákvæð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frá Neskaupstað Samstarf meirihluta og minnihluta hefur gengið vel í Fjarðabyggð á kjörtímabilinu.  Áherslumunur þegar kemur að almenningssamgöngum Þórunn. Hún nefnir að skipulagsmál séu á meðal þess sem sé í brenni- depli, en þar þurfi til dæmis að skoða hvernig farið verði með sementsreit- inn sem sveitarfélagið hafi nú til um- ráða. Þá muni þurfa að huga að fram- tíðarskipan grunnskólamála og húsnæðis þess. „Þeir eru komnir upp að sársaukamörkum hvað varðar fjölda, og það þarf að byrja á því verkefni,“ segir Vilborg Þórunn. Þá leggi Björt framtíð áherslu á að ný- samþykkt mannréttindastefna Akra- nesbæjar verði lifandi plagg. Fegrun bæjarins Ingibjörg Valdimarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi, segir að fólk þar sé bjartsýnt fyrir loka- sprettinn. Hún segir Samfylkinguna eiga töluvert inni, en þær kannanir sem gerðar hafi verið hafi komið áður en kosningabaráttan fór á flug. Frambjóðendur hafi verið duglegir að tala við fólk og fengið góðar við- tökur. Ingibjörg segir að helstu mál sem brenni á fólki séu skólamál, mál- efni fjölskyldna og aldraðra og fegr- un bæjarins. Um skólamálin segir Ingibjörg alla sammála um að þar þurfi að taka á málum, en að greint sé á um hvernig eigi að gera það. „Við viljum byrja á samræðu við bæj- arbúa um það áður en ákveðið er að byggja,“ segir Ingibjörg og telur að stíga þurfi varlega til jarðar. „Allir bæjarbúar þurfa að koma hér að, því þetta snertir bæjarfélagið í heild sinni.“ Spurning um forgangsröðun Bjart var yfir Ingibjörgu Pálma- dóttur, oddvita Frjálsra með Fram- sókn, en hún var á fundi með stuðn- ingsmönnum sínum sem haldinn var úti í blíðviðrinu í gær. „Við finnum ekki betur en landið sé að rísa,“ segir Ingibjörg og bætir við að vel hafi ver- ið tekið í þau málefni sem framboðið hafi sett fram. Mikið sé um að vera á næstu dögum, og frambjóðendur séu að kynna sig. Ingibjörg segir að engin átakamál séu í bænum, en spurning frekar um forgangsröðun. Mál framboðsins séu færri en hnitmiðaðri. „Þær tillögur sem við leggjum fram eru ígrund- aðar, tímasettar og kostnaðar- greindar,“ segir Ingibjörg. „Við búum í ört vaxandi bæ, og þurfum að taka tillit til þess að það koma ýmsir vaxtarverkir í ljós þegar bærinn stækkar,“ segir Ingibjörg og nefnir þar einkum skólamálin og svo heilbrigðismálin. Ingibjörg segir brýnt fyrir sveitarfélagið að styðja við stjórnendur heilbrigðisþjónust- unnar til þess að halda úti góðri heilsugæslu. Ekki náðist í Þröst Ólafsson, oddvita Vinstri grænna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Akranesbær Bæjarfélagið hefur verið í örum vexti að undanförnu og eru flest málefnin sem þar eru rædd tengd ákveðnum „vaxtarverkjum“. Flokkunarílát sem einfalda ferlið Viðarhöfða 2 110 Reykjavík | Sími 577 6500 | www.takk.is | takk@takk.is ýmsar stærðir og gerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.