Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  267. tölublað  102. árgangur  VAR MEÐ JÓGA- BÓK TILBÚNA Í RASSVASANUM ÁKAFLEGA FYNDIÐ VERK MEÐ BITI Í FURÐUVERUR OG SAGA SEM EKKI ER TRUFLUÐ MEÐ TALI GLENNA 41 FISKABÚRIÐ 38JÓGA FYRIR ALLA 10 Tryggir öruggan bakstur ROYAL  Steve Leifson, bæjarstjóri í Spanish Fork í Utah í Banda- ríkjunum, vill reisa nýtt ís- lenskt safn í bæn- um og tileinka það íslensku landnemunum á svæðinu. Á næsta ári eru 160 ár frá því Ís- lendingar settust fyrst að í Utah. Af því tilefni verða íslenskir dagar í Spanish Fork í september nk. og skipulögð hefur verið ráðstefna í Brigham Young-háskóla í Provo, skammt frá Spanish Fork, til að minnast landnámsins. Efnt verður til hópferðar frá Íslandi á hátíðina og ráðstefnuna. »14 Vill reisa nýtt ís- lenskt safn í Utah Steve Leifson Tugir milljarða » Fjárfestar hafa sett mikið fé í nokkra af helstu þéttingar- reitum Reykjavíkur. » Þar verða hundruð íbúða og er söluverðið tugir milljarða. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjársterkir aðilar hafa að undan- förnu stofnað fjölda félaga um bygg- ingu íbúðarhúsnæðis á eftirsóttum stöðum í Reykjavík. Reykjavíkurborg kynnti í vikunni byggingu þúsunda íbúða og má segja að þau verkefni sem eru lengst komin falli í þrjá flokka; íbúð- ir í eigu fjárfesta, Búsetaíbúðir og íbúðir sem ætlaðar eru námsmönn- um. Meðal fjárfesta sem lagt hafa fé í íbúðir eru Steinunn Jónsdóttir, með- stjórnandi í BYKO, en hún á 13,9% hlut í Mánatúni hf. sem byggir nú 90 íbúðir í Mánatúni. Félagið hyggst byggja allt að 85 íbúðir til viðbótar. Þá koma nokkrir fjárfestar að byggingu 77 íbúða í Skuggahverf- inu. Sömu sögu er að segja af svo- nefndum Frakkastígsreit þar sem efnafólk fjárfestir í 68 íbúðum. Ingi Guðjónsson lyfjafræðingur kemur að félögum sem undirbúa miklar framkvæmdir í miðborginni. Viðskiptafélagi hans, Þorvaldur H. Gissurarson, er einnig umsvifa- mikill í gegnum ÞG Verk. MAuðmenn byggja ... »4 Fjárfestar veðja á íbúðir  Nokkrir fjárfestar áberandi í byggingu hundraða nýrra íbúða í Reykjavík  Einn fjárfestir kemur að mörgum verkefnum  Fjöldi félaga á bak við kaup Lestur Lengi býr að fyrstu gerð og lestrarkennsla er mikilvæg. Forrit sem Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur þróaði til kennslu í lestri og talmeinafræðum hefur verið gefið út á ensku og er strax farið að vekja nokkra athygli erlendra sérfræðinga. Þá er Apple að gefa út smáforrit á App Store, Froskaleikinn svonefnda, en Bryn- dís er einnig á leið til Bandaríkjanna á árlega ráðstefnu heyrnar- og tal- meinafræðinga þar í landi. Þar mun hún kynna forritið og rannsókn á ár- angri þess að notast við aðferða- fræði hennar, er nefnist „Lærum og leikum með hljóðin“. Mælingar fóru fram meðal allra 1. bekkjar nemenda í fjórum skólum undir Fræðsluskrifstofu Reykjanes- bæjar skólaárið 2012-2013. Þær leiddu m.a. í ljós að þegar markvisst var unnið eftir þjálfunaraðferð Bryndísar, í stað þess að nota ein- göngu hefðbundna stafainnlögn, skilaði hópurinn sem stóð höllum fæti í upphafi markvert betri ár- angri en samanburðarhóparnir sem komu mun betur undirbúnir í fyrsta bekk samkvæmt stöðluðu prófi, „Leið til læsis“, sem var lagt fyrir alla nemendur. »6 Lestrarforrit á App Store  Íslenskt kennsluefni vekur athygli erlendra sérfræðinga Áhugafólk um sjóböð stóð fyrir sérstakri bíósýn- ingu við Ylströndina í Nauthólsvík í gærkvöldi. Um þrjátíu manns sátu í heita pottinum og horfðu á hina sígildu brimbrettamynd The End- less Summer inn á milli þess sem fólkið hljóp út í sjó í myrkrinu. Þó að aðstæður væru af blautara taginu vanhagaði bíógestina ekki um neitt sem máli skiptir í bíó, enda með poppkorn og sykraða drykki við höndina. Brimbretti og kaldur sær til skiptis Morgunblaðið/Árni Sæberg. Um 30 manns horfðu á Sjóbíó við Ylströndina í Nauthólsvík  Meðal tillagna sem Kauphöllin kynnti í gær, til að auka virkni og gagnsæi verð- bréfamarkaðar- ins, er tillaga um skattaívilnanir til einstaklinga vegna hluta- bréfakaupa. Páll Harð- arson, forstjóri Kauphallarinnar telur slíkar fjárfestingar geta hlaupið á milljörðum króna yfir nokkurra ára tímabil, verði tillagan að veruleika. »19 Almenningur fái skattaívilnanir Bjallan í Kauphöllinni.  Um þessar mundir eru að taka gildi nýjar alþjóðlegar reglur þar sem ekki verður lengur lokað stórum svæðum fyrir flugumferð komi til öskugoss. Jafnframt munu flugfélögin sjálf taka ákvarðanir um hvernig þau haga flugi við þær aðstæður. Samstarfshópur sem stofnaður var í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins 2010 býr nú yfir úrræðum til að hefja flugmælingar á gosösku með mjög stuttum fyrirvara ef öskugos skyldi hefjast næstu daga eða vik- ur. Þetta kom m.a. fram á málþingi sem nýlega var haldið um flug- samgöngur og eldgos. »12 Breyttar reglur um öskugos og flug Rauði kross Íslands hefur átaks- verkefni á nýju ári til að sporna gegn fordómum gegn innflytj- endum í íslensku samfélagi. Rauði krossinn telur að fordómar fari vaxandi og mikilvægt sé að grípa í taumana til að þróunin verði ekki sú sama og í nágrannalöndum. »6 Gegn fordómum í garð innflytjenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.