Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 7
Í þessari grein verður gerð grein fyrir rannsókn sem gerð var á byrjendakennslu í dönsku, þ.e. í 7. bekk grunnskóla. Einkum verður sjónum beint að áhuga­ verðum verkefnum sem hvetja nemendur til virkni og samstarfs, framkvæmd þeirra og hvernig staðið er að mati í byrjendakennslunni. Aukinn áhugi er fyrir því í samfélaginu að tungumálanám hefjist fyrr en nú tíðkast. Námskrá í dönsku gerir ráð fyrir sveigjanleika niður í 5.–6. bekk og jafnvel fyrr. Dæmi eru um að danska sé kennd í einhverjum mæli frá fyrsta bekk. Þessi stað­ reynd var hvati að því að kanna skilning barna í dönsku áður en þau hefja formlegt nám í dönsku. Könnunin var í tvennu lagi og var lögð fyrir 205 nemendur í sjötta bekk í sex skólum: Fjórum í Reykjavík og nágrenni og tveimur utan Reykjavíkur. Niðurstöður úr þeirri könnun sem kynntar voru í 2. tölublaði Málfríðar 2007 (Brynhildur Ragnarsdóttir, Hafdís Ingvarsdóttir, 2007) benda til að dönsk tunga sé nemendum að verulegu leyti gagnsæ hvort sem um er að ræða skilning á rituðu máli þar sem nem­ endur hafa myndir til að styðjast við eða töluðu máli þar sem talað er hægt og skýrt og hið talaða mál er stutt myndum og/eða aðstæður eru þekktar eða augljósar. Tilgangurinn með könnuninni var að veita kennurum betri mynd af stöðu mála og um leið leggja grunn að því að setja fram markvissari námsmarkmið, velja námsefni og viðfangsefni sem henta hverjum og einum nemanda. Markmið Rannsóknin sem hér verður greint frá er nokkurs konar framhaldsrannsókn og eykur á gildi fyrri rann­ sóknarinnar. Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í með hvaða hætti byrjendakennslan í dönsku­ náminu er skipulögð í skólum landsins. Við vildum heyra og sjá hvernig kennarar eru að vinna með nem­ endum og beina um leið athyglinni að mikilvægi byrj­ endakennslunnar í dönsku með fyrrgreinda vitneskju um gagnsæi tungunnar að leiðarljósi. Framkvæmdin Óskað var samstarfs við skólastjóra og kennara um að varpa ljósi á – hvernig byrjendakennslu á grunnskólastigi væri háttað með tilliti til áhersla í aðalnámskrá grunnskóla, t.d. hvernig búið væri að dönskukennslunni og hvernig skólar og kennarar stæðu að kennslunni. Í úttektinni var sjónum beint að kennsluháttum, námsefni, námsmati, námskröf­ um, nýtingu tíma, áherslum og markmiðssetningu með það að leiðarljósi að finna dæmi um góða kennsluhætti og að miðla upplýsingunum áfram. Gagnasöfnun Rannsóknin var gerð á skólaárinu 2007–2008 og við rannsóknina var beitt eigindlegum rannsóknar­ aðferðum sem m.a. voru fólgnar í vettvangsheim­ sóknum í skóla, og í dönskutíma og viðtölum við kennara. Tekin voru djúpviðtöl við níu kennara frá jafnmörgum skólum og kennarar voru í kjölfar vett­ vangsheimsókna beðnir um að svara stuttum spurn­ ingalista (sjálfsmati) til áréttingar á því sem fram kom. Einnig var stuðst við kennsluáætlanir, heima­ síðu, skólanámskrá, námsefnislista, verkefni nem­ enda, gögn á bókasafni, hefðir og siði sem tengjast dönskukennslu í skólanum og annað það sem til féll og vakin var athygli okkar á. MÁLFRÍÐUR  Brynhildur Anna Ragnarsdóttir. Hafdís Ingvarsdóttir. Strømpeteater og talebobler Byrjendakennsla í dönsku í íslenskum grunnskólum Brynhildur Anna Ragnarsdóttir er deildarstjóri í Tungumálaveri. Hafdís Ingvarsdóttir er dósent í kennslufræði/ menntunarfræði.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.