Reykjanes - 09.01.2014, Blaðsíða 9

Reykjanes - 09.01.2014, Blaðsíða 9
9. janúar 2013 9 Grinda- víkurbær styrkir Karlakór Grindavíkur Bæjarráð hefur samþykkt tillögu frístunda- og menn-ingarnefndar um að styrkja Karlakór Grindavíkur til þess að efla starfsemi kórsins sem stofnaður var í fyrra. Karlakórinn fær 200.000 kr. hvort samningsár og jafnframt leggur Grindavíkurbær kórnum til æfingahúsnæði í útistofu Tónlistar- skóla Grindavíkur. Innifalið í samningnum er að ár hvert skal Karlakór Grindavíkur vera með tónleika og koma fram á viðburðum í bæjarfélaginu. Á myndinni eru Róbert Ragnars- son bæjarstjóri og Ólafur Þór Þorgeirsson kátir eftir undirritun samningsins Íbúalýðræði rætt í Garði Íbíafundur var haldinn í Garði 10. desember s. l. þar sem rætt var um íbúalýðræði. Halldóra Hregg- viðsdóttir frá Alta flutti framsögu, en síðan var fundarmönnum skipt í hópa til að koma með hugmyndir um íbúalúðræði. Margar hugmyndir komui fram, sem væntanlega verða kynntar síðar. Eins og fram hefur komið voru uppi hugmyndir um það innan bæjar- stjórnar að við næstu kosningar yrði viðhaft persónukjör. Lítið hefur heysrt af þessum hugmyndum minnihlutans síðan þær voru lagðar fram. Leiðin til læsis Kennarahópur undir forystu Helenu Rafnsdóttur afhenti skömmu fyrir jól fræðslustjóra Reykjanesbæjar minnislykill, sem inni- hendur handbók ásamt fleir gögnum sem gagnast vel til lestrarkennslu í 1. til 4. bekk grunnskóla. Verkefnið er styrkt af Menningar- sjóði Reykjanesbæjar og fékk einnig styrk frá Sandgerðisbæ. Ætlunin er að grunnskólar landsins geti keypt þessi gögn. Leiðin til læsis er flott handbók fyrir kennara til að vinna með nemendum að aukinni lestrarfærni og til að auka lesskilning. Halldóra Hreggviðsdóttir Davíð Ásgeirsson Guðbrandur Stefánsson Brynja Kristjánsdóttir jenný Harðardóttir Gísli Heiðarsson Gyða arnmundsdóttir deildarstjóri og Bryndís Guðmundsdóttir talmeima- fræðingur. Helena rafnsdóttir afhendir Gylfa jóni Gylfasyni fræðslustjóri verkefnið. Sýnishorn af verkefni Helena fór yfir og útskýrði,Leiðin til læsis. Kennarahópurinn sem vann verkefnið ásamt fræðslustjóra. Hver á að bera ábyrð á málefnum eldri borgara á Suðurnesjum? Hugmynd um að komið verði á samráðsfundum með sveitar-stjórnum á Suðurnesjum um framtíð á þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum var rædd á stjórnarfundi Félags eldri borgara á Suðurnesjum 12. desember síðast liðinn. Samþykkt var að fela formanni fé- lagsins að koma á samráðsfundum með sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum og stjórnar félagsins um framtíðarskipan skipulags og uppbyggingar á hjúkr- unarheimilum og þjónustu við eldri borgara á Suðurnesjum. Eins og kunnugt er þá hefur Reykjanesbær gert samning um að fela Hrafnistu í Reykjavík rekstur Nesvalla. Þá samþykkti stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, með atkvæðum þriggja stjórnarmanna en þrír stjórnarmenn sátu hjá, hliðstæðan samning við Hrafnistu í Reykjavík og gerður var milli Reykjanes- bæjar og Hrafnistu. Þá hefur sveitarfé- lagið Garður samþykkt að reka Garðvang áfram og er það vel. Ekki veitir af því mikil þörf er fyrir hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum. Þessi niðurstaða er ekki sú sem að Fé- lag eldri borgara á Suðurnesjum hefur talið best fyrir okkur eldri borgara og samfélagið á Suðurnesjum. Farsælast er að sveitarfélögin á Suðurnesjum standi saman um uppbyggingu og rekstur hjúkrunarheimila og þjónustu við eldri borgara. Stjórn FEBS ítrekar að hugsa verður til framtíðar. Eldri borgurum á Suðurnesjum sem þurfa dvöl á hjúkr- unarheimilum fjölgar ört og gert er ráð fyrir að árið 2020, sex árum eftir að hjúkrunarheimilið á Nesvöllum verður komið í rekstur, verði líklega um 40–50 sjúkir eldri borgarar á biðlista eftir þjónustu á hjúkrunarheimilum ef ekkert verður að gert. Það á því að vera hlutverk sveitarfélaganna á Suðurnesjum að hafa forystu um að hefja nú þegar undirbúning fjölgunar hjúkrunarrýma fyrir sjúka aldraða á svæðinu. Tilgangurinn með samráðsfundunum er að búa til vettvang þar sem sveitarfé- lögin á Suðurnesjum vinni saman með formlegum hætti að mótun framtíðar- stefnu öldrunarmála á Suðurnesjum í samráði og samvinnu við alla aðila sem koma að þessum mikilvæga málaflokki. Gleðilegt ár og þakka fyrir sam- starfið á liðnu ári. Eyjólfur Eysteinsson formaður FEBS.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.