Hafnarfjörður - Garðabær - 09.08.2013, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 09.08.2013, Blaðsíða 10
10 9. ágúst 2013 Freyja Haraldsdóttir er ætlaði að verða búðarkona og mamma þegar hún yrði stór en er varaþingkona og framkvæmdastjóri og hefur jafnan mörg járn í eldinum Freyja er í Yfirheyrslunni að þessu sinni. Fullt nafn: Freyja Haraldsdóttir Aldur: 27 ára Foreldrar: Auður Árnadóttir og Haraldur Árna- son Hvert liggja ættir þínar? Ættir mínar liggja til allra átta; Eyrar- bakka, Siglufjarðar, Vestfjarða og víðar. Grunn- og/eða framhaldsskóli sem þú sóttir? Ég kom víða við. Ég byrjaði í Hofs- staðaskóla í Garðabæ ´92 og fluttist svo til Nýja Sjálands ´97 þar sem ég gekk fyrst í Henley School í Richmond, Nelson og fór svo í unglingadeildina í Waimea Intermediate á lóðinni við hliðina á. Ég flutti svo aftur til Íslands ´99 og fór í Garðaskóla. Við tók svo framhaldsskólaganga í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ árin ´02-´05. Hvernig unglingur varstu? Mér leið ekki vel, var ósátt við margt í mínu lífi, aðalega sjálfa mig, og hafði miklar áhyggjur af því að eiga ekki sömu framtíðarmöguleika og ófatlaðir jafnaldrar mínir. Það breyttist þó sem betur fer mikið við upphaf framhalds- skólagöngunnar af ýmsum ástæðum en á meðan þetta tímabil gekk yfir var ég ekki auðveld í samskiptum, sérstaklega ekki við mína nánustu, svo ég var lík- lega ekkert æðislegur unglingur. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða búðakona og mamma. Maki ( ef til staðar)? Makalaus Börn? Barnlaus. Hefurðu búið erlendis? Ég bjó á Nýja Sjálandi frá árunum 1997- 9. Frábær tími og dýrmæt reynsla. Stærsti sigurinn: Að hafa áttað mig á því að það er ekki ég sem er gallað, afbrigðilegt vandamál eins og ég upplifði sjálfa mig heldur er það samfélagið sem býr til vandamálin og lætur mér líða gallaðri og afbrigði- legri. Um leið og ég áttaði mig á því gat ég minnkað það að eyða orku í að vilja laga og breyta mér og farið að einbeita mér að því að laga og breyta samfélaginu. Það var mjög frelsandi og breytti öllu mínu lífi. Vandræðalegasta augnablikið: Ég er sögulega vandræðaleg pía og erfitt er að þylja öll slík augnablik upp. Á þessari stundu er mér efst í huga þegar ég klúðraði atkvæðisskýringu á Alþingi og gerði grein fyrir atkvæði mínu á vitlausum tíma. Ég og forseti Alþingis áttum þar gott vandræðalegt móment. Mér fannst það vera heil ei- lífð. Mjög fyndið samt svona nokkrum mínútum síðar. Helstu áhugamál: Lestur, ferðalög, fjölbreytt menning og margbreytilegt fólk. Hver er þinn helsti kostur? Óþolinmæði. Ég nenni ekki slóri og of miklum lufsugangi svo ég geng al- mennt í hluti hratt og vel. Það getur verið vænt til árangurs. En galli? Óþolinmæði líka. Ég get verið hvat- vís, snöggpirruð og tillitslaus því mér liggur svo lífið á. Það er ekki vænt til árangurs. Hvernig metur þú stöðu fatlaðs fólks í dag? Ef horft er til stöðu Íslands almennt í mannréttindamálum erum við fram- arlega en stöndum okkur illa gagnvart fötluðu fólki. Okkur finnst sjálfsagt og eðlilegt að eyða fötluðum fóstrum, að- greina fötluð börn í skólakerfinu og frá fjölskyldum sínum, borga ekki sömu laun fyrir sömu störf, takmarka aðgengi að stjórnmálaþátttöku og veita þjónustu sem dregur úr sjálfsákvörðunarrétti og viðeigandi aðstoð til þess að stuðla að sjálfstæði og frelsi fatlaðs fólks utan stofnanna. Við sóum miklu fjármagni í að viðhalda mismunun á grundvelli fötlunar sem er svo notað sem afsökun fyrir fjármagnsskorti til þess að hægt sé að gera breytingar. Ég hef enga þolin- mæði fyrir þeirri staðreynd. Né þessari stöðu í heild sinni. Hvernig leist þér á Alþingi sem vinnu- stað? Alþingi er sérstakur vinnustaður. Þar er mikið af þingmönnum sem er að gera sitt besta og leggur mikið á sig í starfi til þess að stuðla að samfélagsumbótum. Þar er líka öflugt starfsfólk þingsins sem vakti eftirtekt mína fyrir vinnusemi, út- hald, hjálpsemi og vandvirkni við að aðstoða okkur þingmenn við vinnu okkar og gera hana sem hnökralausa. Ég myndi þó vilja sjá talsverðar breytingar á skipulagi og starfsháttum þingsins með það að markmiði að verja meiri tíma í að dýpka vinnunna og taka ákvarðanir á grunni ígrundaðra upplýsinga og alvöru samráðs og minni tíma í að halda langar ræður í hálftómum þingsal. Hyggur þú á frekari frama í stjórn- málum? Ég mun sinna mínum skyldum sem varaþingkona næstu fjögur árin ásamt því að taka þátt í innihaldsríku og skemmtilegu starfi Bjartrar framtíðar. Tíminn og lífið verður svo að leiða í ljós hvað koma skal. Ferðu oft út að borða? Við skulum orða þetta svona; ég vinn lengi á daginn, kem seint heim, finnst fátt leiðinlegra en að fara í matvöru- búð og er löt að elda. Ég hef sett mér markmið um að breyta þessu þegar ég þarf að fara að gefa börnunum mínum að borða. Uppáhaldsmatur? Ég held það sé allt sem pabbi gerir þegar hann er í sérstöku stuði til þess að dekra við fjölskylduna sína. Það sama má segja um ömmu Freyju, hún toppar alla bestu veitingastaðina. Uppáhaldsdrykkur? Ætli það sé ekki kaffið. Kemur mér yfir erfiðistu hjallana, sérstaklega fyrir klukkan tíu á morgnana. Uppáhaldsleikari? Frá því að ég var tólf ára hefur Sandra Bullock verið uppáhalds leikkonan mín. Sumt kýs ég að breytist ekki. Hvað leiðist þér einna mest? Mannfyrirlitning, hatur og fordómar. Evrópusambandið, já eða nei? Já, takk. Lífsmottó? Að ég verð að vera breytingin sem ég vil sjá í heiminum. Gandhi sagði það og mér finnst eðlilegt að reyna að fylgja því eftir. Úrval af gæludýrafóðri Opið 8:30 – 17:30 virka daga www.dagfinnur.is SkólavörðuStíg 35a – Sími 552-3621 Freyja Haraldsdóttir: „Ég er sögulega vandræðaleg pía“

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.