Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 08.09.1988, Blaðsíða 11
FRÉTTIR - Fimmtudaginn 8. september 1988 BORGíBÆ LESENDABRÉF Eigum allt í helgarmatinn! Nautagullas og nautasnitchel, Kindagullas og kindasnitchel o.m.fl. — Verið velkomin! Það er verðstöðvun hjá okkur. — GÓÐAHELGI — Opið laugardag frá kl. 9-12. JÖNSBORG Golf í dag, fimmtudag, verður Fjáröflunarmót og er rás- tími frá kl. 16 til 19. Á laugardag og sunnudag verður Opna stöðvarkeppn- in og er hefst hún kl. 10. Leiknar verða 18 holur hvorn dag og eru verðlaun sérlega glæsileg. G.V. 5. flokkur b í umfjöllun okkar um Vest- mannaeyjamótið í síðasta blaði gleymdist að geta vegna misskiln- ings, hverjir urðu sigurvegarar í 5. flokki b-liða. Það voru Týrarar sem báru sigur úr býtum. Frá IBV Æfingar hjá meistara- og 2. flokki verða sem hér segir í vetur: Föstud. kl. 19:40 til 20:40 Sunnud. kl. 17:35 til 19:05 ÍBV 150 þús. kr. til Ól- afsfjarðar Sem kunnugt er var gíf- urlegt tjón á Ólafsfirði fyrir skömmu vegna skriðufalla á bæinn. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur nú samþykkt að veita 150.000 kr. vegna tjónsins sem varð á Ólafsfirði. ^ r-rz!" P' Hitt og þetta, aðallega þetta Svo herma sögur, að í Reykjavík hafi verið opin skolpræsi. Framsýnir menn heimtuðu lokuð skolpræsi. Sem sé, rör í götum. Fýluvinir og staðnaðir sögðu þetta of dýrt. Auk þess væri lyktin ekki óholl. í Eyjum anno domini 1988, krefjast framsýnir menn og konur þess að fýlunni úr Fiskimjölsverksmiðjunum sé útrýmt. Fýluvinir og staðnaðir segja það of dýrt. Allir vita, að eins og opin ræsi voru aflögð, svo mun og fýlan verða aflögð, öllum skynfærum vorum til léttis. En hvenær? Þá bærinn frelsast frá fnyk þessum, mun enginn viður- kenna að hafa verið í féiagi Fýluvina! Eitt er það hús við Strandveg sem var forljótt, en er nú skyndilega stokkið feti framar í átt að götu. Og skín af því einskonar „Casablanca“. Þetta er Glófaxahúsið, fyrrum ljóti andarunginn, en varð að svaninum fagra, eins og í æfintýri H.S. Andersen. Þakkir eru færðaröllum hlutaðeig- endum. DAGSKRÁ er oft með mynd sem undir nafninu stendur: „Hver er maðurinn?“. Hvernig væri svona til tilbreytingar ritstjóri, að hafa þetta: „Hver er konan?“. Eigið þið ekki allir mæður, ömmur, langömmur, systur, eiginkonur, kær- ustur? Þið eruð kannski eins og maðurinn sem sagði: „Sko, í minn ætt eru bara strákar! Ég er strákur, pabbi er strákur og afi og langafi voru líka strákar.“ Staðlaðar spurningar fyrir karlmenn verða þá úreltar. Samanber þegar þið á FRÉTTUM spurðuð Marý í Mozart: Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð. Marý svaraði eðlilega: „Þessi er nú ætluð fyrir karlmenn.“ Hefðuð þið hinsvegar gefið Marý tækifæri til að svara spurningunni: „Hver er fallegasti maður sem þú hefur séð?“ Hefðum við kannski fengið að sjá: „Nú hann Kolli minn.“ Óvenju mikið hefur sést af flugfýl á götum bæjarins á hausti þessu. Hafa börn og unglingar verið að tína þessar himnasendingar af götum og torgum, bjargandi þessum stórkostlega flugfugli frá dauða. Er þetta góða heilli að verða eins og með pysjuna. „Múkkinn" vinur sjómanna og okkar allra mun halda áfram að gleðja augu okkar og huga. Sig. Sigurðarson frá Vatnsdal. Æfingatafla IBV kvenna MANUDAGUR 19:40-20:20, 4. fl. 20:20-21:40, meist.fl. ÞRIÐJUDAGUR: 21:40-22:30, meist.fl. 22:30-23:30, 3. fl. MIÐVIKUÐAGUR: 20:20-21:00, 4. fl. 21:00-21:40, 3. fl. FIMMTUDAGUR: 20:20-21:30, meist.fl. 21:30-22:30, 3. fl. SUNNUDAGUR: 14:20-15:10, meist.fl. 15:10-15:55, 4. fl. 15:55-16:35, 5. fl. Þjálfarar: 5. fl. Ólöf Elíasdóttir 4. fl. Tómas I. Tómasson 3. fl. Ingibergur Einarsson 2. fl. og meist.fl. Björn Elíasson i Heimir í Eyjakjör með verslunarstjórann á aðra hönd og góðan viðskiptavin á hina. Eyjakjör stækkar við sig Hcimir Sigurbjörnsson, kaupmaður í Eyjakjör, hefur nú stækkað við sig og tckið við rekstri Krúsarinnar, sem er i sama húsi. Ætlar hann að halda áfram rekstri sjoppunnar, en stækka plássið sem Eyjakjör hefur. Með þessu ætlar hann að bæta þjónustu við viðskiptavini sína og hyggur á ýmsar nýjungar þegar kemur fram á haustið. SMA auglýsingar íbúöir ÍBÚÐ TIL LEIGU 3ja til 4ra herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar S 12217. TIL SÖLU Hver vill ekki í Austurbæinn? Lóð við Nýjubæjarbraut og glæsilegar teikningar til sölu. Upplýsingar S 11685. ÍBÚÐ TIL LEIGU 3ja herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar 55 12898. Bílar TIL SÖLU Suzuki sendibíll árgerð ‘86 til sölu. Þarfnast lagfæringar. Tilboð óskast. Upplýsingar S 11066 milli kl. 8-16 (Jóhann). Tapaö-fundiö il TAPAЗFUNDIÐ Lítill barnalöggubíll, merktur „Heiðar", tapaðist s.l. fimmtudag á Skólavegi. Finnandi hafi samband S 11938. HÆ Ég heiti Sunneva og er 2ja ára. Mig vantar stelpu til að passa mig 1-2 kvöld í viku og aðra hverja helgi á daginn. Ég bý á Áshamri 34. Síminn er 12168. TIL SÖLU Til sölu er nýtt IKEA röra hjónarúm (lítið notað) og náttborð. Selst á hálfvirði. Upplýsingar S 11278. VOFF Hvolpar fást gefins. Upplýs- ingar S 12743 milli kl. 19 og 20. TIL SÖLU Sófasett, 1-2-3 til sölu, ásamt gleborði. Upplýsingar 55 12534. HVOLPAR TIL SÖLU Hreinræktaðir Golden Ret- river hvolpar til sölu. Upplýsingar 55 12135. ELDAVÉL TIL SÖLU Siemens eldavél með blást- ursofn og keramik helluborði ásamt viftu til sölu. Góð kjör. Upplýsingar 55 12395. SPOTTPRÍS Fjórir farmiðar til London, aðra leiðina, til sölu. Brottför 14. sept. n.k. Selst á spottprís. Upplýsingar S 12460 og 12018. TRÚ OG LÍF BIBLÍUKIRKJA Samkoma verður n.k. sunn- udag kl. 15 að Heiðarvegi 7 uppi (sal sveinafél. járniðn.m.) Ræðumaðurverð- ur Halldór Lárusson. Beðið fyrir sjúkum. Þú ert velkom- in(n). „Ég er kominn til þess, að Deir hafi líf, líf í fullri gnægð. “ (Jóh. 10.10.)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.