Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.01.1996, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 25.01.1996, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 25. janúar 1996 Fréttir Hjörleifur Sveinsson frá Skálholti, enn hress í anda þrátt fyrir 95 árin: Þekkrn brenni- víninu góða heilsu Þegar litið er á Hjörleif Sveinsson, sem nú býr á Hraunbúðum, er ekki að sjá að þar fari maður sem fyrst leit dagsins Ijós þann 23. janúar 1901. Hjörieifur neitar því ekki að heyrnin sé farin að bila og lappirnar orðnar hálf lélegar en að öðru leyti er fátt sem bendir til þess að þarna sé maður sem hélt upp á 95 ára af- mælið í fyrradag, þriðjudaginn 23. janúar. Hjörleifur er talandi dæmi um það hvað aldur er afstæður þegar mannfólkið er annars vegar. Elli kerling hefur farið mjúkum höndum um Hjörleif og ekki er annað að sjá en að hann geti auðveldlega náð 100 ára aldri því hann lítur ekki út fyrir að vera árinu eldri en 70 ára. Flutti til Eyja fyrir 72 árum Hjörleifur, sem oftast er kenndur við Skálholt í Vestmannaeyjum fæddist í Selkoti undir Austur Eyjafjöllum fluttist til Eyja 22 ára gamall en hafði áður verið hér tvær vertíðir eins og al- gengt var um unga menn af Suðurlandi. Það eru því 73 ár síðan Hjörleifur kom fyrst til Eyja og frá honum erkominn fjöldi fólks sem býr bæði hér og uppi á landi. Fréttir litu við hjá Hjörleifi á Hraunbúðir á laugardaginn og þá var hann hinn hressasti. „Eg hef aldrei orðið alvar- lega veikur um dagana og líður sæmilega en heldur er þetta nú niður á við hjá mér,“ sagði Hjörleifur þegar heilsufar hans barst í tal. „En ég get ekki annað en verið ánægður með heilsuna og ég er sáttur þegar ég lít til baka,“ bætti hann við. Man vel eftir Kötlugosinu 1918 Það fer ekki hjá því að maður á þessum aldri minnist ýmissa atburða og er Kötlugosið 1918 einn þeirra. „Eg var að reka nokkrar merar niður á mýri með Guðjóni bróður mínum þegar við sáum dökkan mökk rísa í austri. Fyrst vissum við ekki hvað var að gerast en svo sáum við eld- glæringar í sortanum og þá vissum við að eldgos var hafið. Okkur brá ekkert en verst fór þetta í féð sem hélst hvergi. Það fór um langan veg því það var hrætt við gosið,“ sagði Hjörleifur um þetta mikla gos í Kötlu 1918. Hjörleifur man vel fyrstu vertíðimar í Eyjum en hann var beitumaður til að byrja með en hann sætti sig ekki við það. Vildi hann komast á sjóinn. „Ég vildi fá að róa og byrjaði ég hjá Jóni í Hólmi og reri ég hjá honum í 17 ver- tíðir. Keyptum við Ófeig VE af Gunnari Ólafssyni. Ófeigur var 12 tonna bátur og átti ég fjórða part í honum.“ Hjörleifur var tólf vertíðir með Ófeig og eins og algengt var á þessum tíma verkuðu þeir fiskinn sjálfir. Söltuðu og þurrkuðu allan þorsk og sá Hjörleifur um að vaska fiskinn og þurrka en Jón pakkaði saltfiskinum. „Okkur gekk yfirleitt vel að selja okkar saltfisk enda lögðum við áherslu á að vera með góða vöru.“ Keypti Skálholt fyrir 16 þúsund krónur Hjörleifur kynntist eiginkonu sinni, Þóru Þorbjömsdóttur frá Eskifirði, þegar hún var vinnukona hjá Gunnari Ólafssyni. „Ég heimsótti oft Óskar í Hólakoti sem var hjá Gunnari og þannig hófust okkar kynni.“ Fljótlega keypti hann gamla Skál- holt, sem stóð við Landagötu 22. Skálholt fór undir hraun í gosinu. „Það komu tvö mjög góð ár á sjónum. A annarri vertíðinni hafði ég 10 þúsund krónur í hlut. Þá keypti ég gamla Skál- holt og borgaði fyrir það 16 þúsund krónur. Ég var heppinn að ná húsinu því það var annar sem bauð á móti mér,“ sagði Hjörleifur um þessi lýrstu og einu húsakaup sín. En í Skálholti bjó hann allt til ársins 1973. Þóra og Hjörleifur vom með lítilsháttar búskap, lengst af með eina kú og nokkrar kindur. Kúna keypti hann frá Hiyggjum í Mýrdal en henni leiddist vistin í Eyjum til að byrja með. „Henni leiddist óskaplega mikið til að byrja með. Hún horfði til lands og grenjaði mikið. Sveini, sem þá var stráklingur, tókst þó að fá hana til að skipta um skoðun. Sveinn fór til hennar í hagann og talaði hana til. Eftir það fór hún að bíta og ekki bar á leiðindum hjá henni eftir það. Það var oft lítið um hey hjá okkur en það gerði ekki svo mikið til því oft var hægt að hafa fé á útigangi allan veturinn." Erfið útilega Hjörleifur var lánssamur á sjónum en tvisvar lenti hann í útilegum sem kall- aðar vom þegar bátar komust ekki að landi vegna veðurs. „Það versta sem ég lenti í var þegar við lágum undir Eiðinu í brjáluðu austan roki og byl. Veðrið stóð af Eiðinu og um tíma sáum við ljósin í landi. En svo hrakti okkur undan veðrinu og við vissum ekkert hvar við vorum. Allt í einu sáum við berg rétt hjá bátnum en með harðfylgi tókst að bjarga bát og áhöfn. Ég held að þessa nótt hafi 18 bátar legið úti, ýmist undir Eiðinu eða Hamrinum. Allir náðu þeir landi daginn eftir." Suðumaður í marga áratugi Þegar Hjörleifur hætti á sjónum fór hann að vinna í Magna sem suðu- maður og minnast margir hans í því starfi. Næst fór hann að vinna hjá Fiskiðjunni en áfram var hann suðu- maður. „Mér líkað aldrei að vera suðumaður en þetta var vinna sem hægt var að stóla á og þess vegna lét maður sig hafa það. Ég var með í því að setja upp öll frystitækin í Fisk- iðjunni. Mörgum fannst það enginn Samþykkt Um afgreiðslu byggingafulltrúans í Vestmannaeyjum á tilteknum verkefnum án staðfestingar byggingamefndar. 1. gr. Byggingafulltrúinn í Vestmannaeyjum afgreiðir, án staðfestingar bygginganefndar, eftirtalin verkefni: 1. Teikningar vegna brunamála. 2. Teikningar vegna minniháttar útlits- og innréttingabreytinga. 3. Teikningar vegna minniháttar breytinga sem verða á mannvirki við framkvæmd. 4. Umsóknir um uppsetningu girðinga. 5. Umsóknir um niðurrif húsa. 6. Útgáfa framkvæmdaleyfis. 7. Viðurkenning iðnmeistara. 8. Númerabreytingar á lóðum. 2. gr. Framangreindar afgreiðslur byggingafulltrúa skulu lagðar fram á næsta reglulega fundi bygginganefndar og bókaðar í fundargerð og hljóta afgreiðslu bæjarstjómar með sama hætti og samþykktir bygginganefndar. Synji byggingafulltrúi um afgreiðslu máls skulu þó líða a.m.k. sjö dagar þar til hann leggur málið fram í bygginganefnd. 3. gr. Um afgreiðslu byggingafulltrúa, skv. samþykkt þessari gilda ákvæði in. og IV. kafla byggingalaga nr. 541/1978, með breytingum nr. 47/1990. 4. gr. Telji einhver rétti sínum hallað með afgreiðslu byggingafulltrúa er honum heimilt að skjóta máli sínu til afgreiðslu byggingamefndar, enda haft málið eigi þegar verið lagt fram í nefndinni. Hann getur einnig skotið máli sínu til úrskurðar umhverfisráðherra, sbr. 8. mgr. 8. gr. byggingalaga nr. 54/1978. 5. gr. Ofangreind samþykkt bæjarstjómar Vestmannaeyja sem gerð var samkvæmt 1. málsgrein 7. gr. laga nr. 82/1944, um reynslusveitarfé- lög, staðfestist hér með samkvæmt 2. mgr. sömu gr. sbr. og 16. gr. laganna, til þess að öðlast gildi þegar í stað og gildir til og með 31. des. 1999. Hjörleifur ásamt barnabarnabarni sínu, Lilju Björg Arngrímsdóttur sem var í heimsókn þegar Fréttir litu við hjá honum á laugardaginn. vandi að sjóða en það þurfti að vanda sig. Ég passaði alltaf að hreinsa vel gjallið og þuríti aldrei að fara yfir suðu frá mér. Það sama var ekki sagt um aðra sem unnu við þetta á þessum árum.“ Seinna á ævinni sá Hjörleifur um veiðarfærin íýrir Svein sem þá gerði út Kristbjörgu VE 70. „Ég sá um netin fýrir hann í ein tíu ár, bætti og felldi öll netin hjá honum og var oft nóg að gera.“ I 20 ár bjó hann hjá Friðriki, syni sínum í Reykjavík, en nú er hann aftur kominn til Eyja. Hann er sáttur við lífið og tilveruna. „Ég hef alltaf verið sáttur við allt og alla. Það hefur verið mottó hjá mér að eiga ekki í útistöðum við nokkurn mann.“ Friðrik sonur hans segir að þetta sé ekki orðum aukið því hann man aldrei eftir því að hann hafi skipt skapi. Unga fólkið hefur lítið breyst En hvemig líst honum á unga fólkið í dag og þær breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu frá því hann man fyrst eftir sér. „Auðvitað hafa orðið miklar breytingar en mér sýnist unga fólkið svipað því sem það var á mínum yngri árum. í raun er það sama hægt að segja um þjóðfélagið þó ytri skilyrði séu gjörólík. Annars fylgdist maður ekki svo mikið með því sem gerðist í kringum mann. Maður var alltaf einn í helvítis rafsuðunni þannig að það var margt sem fór framhjá manni.“ Það er sagt að hláturinn lengi lífið og þegar Hjörleifur brosir sínu blíðasta og hlær léttum hlátri finnst manni að hann sé lifandi sönnun þess að þetta sé rétt. Hjörleifur er þó með aðra kenningu. „Ég hef sagt mörgum að ég sé svona heilsugóður af því ég smakkaði brennivín. Ég fór einhverju sinni til Einars læknis og sagði honum að ég væri hættur að nota tóbak. Hann sagði að það væri gott en þegar ég sagði honum að ég ætlaði að halda áfram að fá mér í glas, sagði Einar að það væri enn betra. Ég er nú samt eiginlega hættur að smakka það en fái ég mér í glas vil ég hafa það vel blandað og í vatni.“ Elsti Eyfellingurinn Systkinin í Selkoti voru sex og flest náðu háum aldri. Guðrún, húsmóðir í Skarðshlíð, varelstenhúndó91 árs, Guðjón kom næst en hann lést af slys- förum 71 árs, Hjörleifur var sá þriðji í röðinni, Tómas, faðir Sveins í ríkinu, kom næslur en hann var 81 árs þegar hann lést, fimmta var Gróa, móðir Þóru Gissurardóttur konu Steina í bankanum sem náði níræðisaldri og yngstur var Sigfús sent lést 86 að aldri. Selkotsættin er mjög stór og þar er að ftnna marga landsþekkta menn. En þess má geta að Hjörleifur er í dag elsti Eyfellingurinn. Hjörleifi líkar vistin vel á Hraun- búðum. „Hér er ekta fínt að vera. Maður fær allt sem maður vill og það stundum án þess að maður biðji um það. Eg horfi á sjónvarp og þar finnst mér fótboltinn bestur. Ég fer sjaldan orðið á leiki en ég fylgist með mínum mönnum í IBV í gegnum sjónvarpið." Þegar rætt var við Hjörleif var mikil afmælisveisla í undirbúningi. Var hún vegleg og tókst vel í alla staði. Hjörleifur er kominn á 96. árið og er sáttur við lífið og tilveruna og enn er stutt í brosið. Böm hans og Þóru urðu fimm, Sveinn er elstur, næst kom Anna, Friðrik Ágúst var þriðji í röðinni og sú yngsta er Guðbjörg. Einnig eignuðst þau dreng sem lést ungur. Alls eru afkomendur orðnir 77, fimm böm, 22 bamaböm, 44 barnabarna-börn og 6 barnabama- bamaböm. Eru þrírþeirra látnir. Af þessu sést að afkomendumir hafa haldið uppi merkinu við að fjölga mannkynninu. Ó. G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.