Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 11. september 1997 Hvers vegna flytur fólk frá Vestmannaeyjum? Einhæft atvinnulíf og dýrar samgöngur Hvers vegna flytur fólk frá Vestmannaeyjum í stærri mæli en áður? Vestmannaeyingum hefur fækkað um hvorki fleiri né færri en 109 það sem af er árinu. Reyndar er þá miðað við mismun milli brottfluttra og aðfluttra en fæðingar, sem eru með meira móti í ár, og dauðsföll, sem eru með minna móti, ekki tekin með. Atvinnuleysi í Eyjum er með því minnsta sem þekkist og meðal- tekjur hér hafa aldrei verið hærri en nú. En samt fer fólk. Þessa dagana eru bæjaryfirvöld að gera könnun á meðal brottfluttra Vestmannaeyinga hvers vegna þetta fólk yfirgaf Eyjarnar. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður liggi fyrir upp úr mánaðamótum. Fréttir hafa þessa könnun undir höndum en segjast verður eins og er að nokkrir annmarkar eru á henni þótt hún muni án efa gefa ágætis vís- bendingar þegar þar að kemur. Verður fróðlegt að sjá hver svarprósentan verður í könnuninni. Fréttir ætla í þessu og næsta tölublaði að taka púlsinn á Vestmannaeyingum sem flutt flóttinn 1 hafa frá Eyjum undanfarin misseri. í þessu blaði er rætt við hjónafólk en í næsta blaði verður spjótunum beint að unga fólkinu en aðallega eru það þessir tveir hópar sem streyma á höfuðborg- arsvæðið. Af samtölum blaðsins við hjónafólkið að dæma, eru ein- hæft atvinnulíf, dýrar samgöngur og ákveðin ein- agrun megin ástæður þess að fólk flyst frá Eyjum. Ef annar makinn er ofan af landi skipta fjöl- skyldutengsl einnig máli. Sumir sækjast eftir tilbreytingu og „vilja prófa eitthvað nýtt“ áður en það kemst á miðjan aldur. Aðrir benda á hátt matvöru- verð. Athyglisvert er að flestir viðmælendur blaðsins eru ánægður með þá sam- félagsþjónustu sem er fyrir hendi í Eyjum. Hins vegar virðist það ekki vera nóg. Bæjaryfirvöld eru loks farin að horfast í augun við vandann. Lækkun á hitaveitu og húsaleigubætur eru dæmi um það. Samantekt: Þorsteinn Gunnarsson Rándýrt að fara met - Elísabet Hrönn Pólmadóttir og Jón Ingi Sigurðsson Um síðustu áramót (lutti limm manna fjöl- skylda frá Eyjum til Sauðárkróks. Jón Ingi Sigurðsson og Elísabct Hrönn Pálmadóttir ásamt þremur börnum una hag sínum vel fyrir norðan. Jón Ingi var kennari í Eyjum en Eiísabet aðallega heimavinnandi. Jón Ingi sótti um betur Íaunað starf í Eyjum en fékk ekki. Hins vegar fékk bauðst honum starf sem tæknistjóri hjá fiskvinnslufyrirtæki á Krókn- um og sló hann til. Elísabet er alin upp fyrir norðan en bjó hér meira og minna frá 1982, ef undan eru skilin fjögur ár sem Jón var í námi í Reykjavík og Danmörku. „í Reykjavík og Danmörku kynntist Jón því frjálsræði að geta skotist eitthvað í burtu þegar okkur datt í hug. Honum fannst það mjög notalegt. Mér fannst einangrunin í Eyjum hefta mig. Eg uppliil að nýju frjálsræðið hér fyrir norðan, að detta það í hug að morgni að keyra til Reykjavíkur og vera kominn af stað tíu mínútum seinna. í Eyjum þarf helst að ákveða slíkt með viku fyrirvara þegar farið er með Heijólfi. Okkur líður vel fyrir norðan. Krakkarnir hafa aðlagast vel," segir Elísabet. En hvað hefði þurl't að bæta í Eyjum til að þau hjón hefðu ákveðið að vera um kjurrt í Eyjum? „Þetta er erfið spuming. Jón fékk ekki þá stöðu sem hann sóttu um. Kennsla er ekki vel launuð. Atvinnumöguleikar fyrir véltæknifræðinga í Eyjum eru ekki miklir. Þessar stöður eru mett- aðar. Við vorum búin að konta okkur ágætlega fyrir í Eyjum, höfðum keypt gott einbýlishús og leið ágætlega. Mér fannst dýrt að lifa í Eyjum. Hitakostnaður vardýr. A Sauðárkróki emm við í 160 ferm. raðhúsi og borgum tæp 8 þúsund á 2ja mánaða fresti í hitakostnað. Hér er ódýr mat- vöruverslun. 1 þessu bændasamfélagi eiga allir l'ullar kistur en í Eyjum átti maður ekkert í kistunni. Hér ferðu ekki í búð á hverjum degi og kaupir í matinn." Barlómur - en svo á fólk ein- býlishús og jeppa Elísabet segir að atvinnumál, einangrunin og dýrar samgöngur hali verið aðalástæðan fyrir því Jón Ingi og Elísabet Hronn meo bornín sin þrju p misserum. að þau fluttu frá Eyjuni. Þau séu fjóra tíma að El keyra til Reykjavíkur, eða svipað og það tekur að nc fara með Herjólfi og keyra til Reykjavíkur. óf „Samgöngur eru allt of dýrar. Og ég verð að se segja eins og er að það er rándýrt að ferðast með bt Herjólfi. Það kostar um tíu þúsund fram og til ht baka fyrir fjölskylduna með bflinn. Það tekur ro okkur ijóra tíma að keyra til Reykjavíkur, svipað og að fara með Heijólfi og keyra til Reykjavíkur. áf Bensínkostnaður, fram og lil baka er 5000 kr. se Hækkunin með Herjólfi í vetur var allt of ntikil. fó Flugkostnaður hefur lækkað en það kostar sitt að fljúga með fjölskylduna. Eg fór með þrjá krakka per til Eyja í suntar og það kostaði 15 þúsund kr.” je Elísabet gefur leikskóla-, gmnnskóla- og heil- ac brigðismálum í Eyjum góða einkunn. Hins vegar E; sé dýrt að þurfa að sækja þjónustu sérfræðinga til er Reykjavíkur. En læknar í Eyjum séu færir og in fjölhæfir. Þá er afþreying ágæt í Eyjum að mati lo Gott að vera Vestmannaeyingur á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu - Jóhann Helgi Þráinsson og Matthildur Úlfarsdóttir fluttu til Hafnarfjarðar í janúar sl. fiuttu hjónin Jóhann Helgi Þráinsson og Matthildur Ulfarsdóttir, bæði tæplega þrítug, til Hafnarfjarðar, ásamt fjórum börnum sínum. Jóhann Helgi er rafvirki að mennt en hefur undan- farin ár verið til sjós á Gígju VE. Þrátt fyrir búferlafiutninga er Jóhann enn á Gígju en segir að það verði ekki til frambúðar. Matt- hildur er heimavinnandi. Jóhann varð fyrir svörum en hann er Vestmannaeyingur í húð og hár, fæddur hér og uppalinn. Matthildur er úr Hafnarfirði en flest hennar fólk, m.a. sjö systkini, býr þar. Jóhann segir að margir samverkandi þættir hafi orðið til þess að þau fluttu frá Eyjunt. „Það má segja að femt komi þar til. í fyrsta lagi er ég rafvirki en fjöl- breytnin í atvinnulífinu í Eyjum var ekki mikil og því fór ég á sjóinn. í þenslunni sem nú er á höfuðborga- rsvæðinu sé ég fram á að geta fengið starf í rafvirkjun í framtíðinni. I öðru lagi er húshitunarkostnaður hár í Eyjum en reyndar hefur hann lækkað töluvert. Þrátt fyrir það er enn ódýrara að kynda í Hafnarfirði. í þriðja lagi er miklu ódýrara að kaupa í matinn á höfuðborgarsvæðinu ef þú berð þig eftir því. í fjórða lagi er það þessi einangrun, að geta ekki skroppið í burtu þegar ntanni dettur í hug. Reyndar eru samgöngur milli lands og Eyja góðar en vissulega búa Eyja- menn við þó nokkra eingrun. Auk þess er dýrt að fara með Herjólfi. Þá má geta þess að ég er á sjó stærri hluta ársins og Matthildur heima með bömin. Systkini hennar sjö búa í Hafnarfirði og auðvitað er þægilegt fyrir hana að hafa fjölskylduna nálægt sér. Þegar við vorum í Eyjurn og ég kom í land eftir langa útilegu, var bmnað strax til Reykjavíkur í smá frí," segir Jóhann. Ekki neitar Jóhann því að fjölskyld- unni hafi likað vel í Eyjum. Hins vegar hafi ætlunin alltaf verið að flytja aftur til Reykjavíkur. Fyrir nokkmm árunt fór Jóhann til Reykjavíkur í Iðnskólann og segist hafa líkað mjög vel í höfuðborginni. Þegar hann var kominn með fjölskyldu ákváðu þau að flytjast til Eyja til að koma undir sig fótunum því þar hafi m.a. verið ódýrara húsnæði. „Okkur fannst ekki erfitt að fara frá Eyjum. Fyrst og fremst var það ódýr- ara húsnæði sem lokkaði til að byrja með. Við vomm ánægð með leik- skólann og Bamaskólann. Hins vegar var ég óánægður með heilbrigðisker- fið því alla sérffæðiaðstoð þurftum við að sækja til Reykjavíkur. Það kostar sitt að fara með veik börn til Reykja- víkur út af eyrnaveseni og svoleiðis. Mórallinn í Eyjurn var fínn og við höfurn oft komið til Eyja eftir að við tluttum. En ég neita því ekki að það mætti vera meiri jákvæðni ríkjandi á meðal Vestmannaeyinga," segir Jóhann sem segir að pólitíkin hafi engin áhrif haft á sig. Lagið sundlaugina og byggið sumarbústaði Aðspurður segir Jóhann að óneitan- lega sé gott að vera Vestmanna- eyingur á fastalandinu, ef þannig mætti að orði komast. Gott sé að koma til Eyja á þjóðhátíð. lundapysjuveiðar með krakkana o.s.frv. I Reykjavík haldi Eyjamenn tengslum. Sem dæmi hafi samkenndin verið ótrúlega ntikil fyrir bikarúrslitaleikinn fyrir sköntmu. í flugskýlinu hafi verið hálfgert átt- hagamót Vestmannaeyinga og virki- lega gaman að taka þátt í því. „Ekki má gleyma því að flestir vinir og kunningjar okkar búa í Reykjavík. Flestir þeirra hafa farið til Reykjavíkur vegna einhæfs atvinnulífs í Eyjum. Ef þessir strákar fara ekki á sjó er ekkert að hafa. Surnir vina minna fóru í skóla í Reykjavík og hafa ekki snúið aftur," segir Jóhann. Þá segir hann að það eigi vel við sig að hverfa í íjöldann því það geti verið þreytandi að vera þar sem allir þekkja alla. Vissulega hafi Stór-Hafnar- fjarðarsvæðið sína kosti og galla. Þau búi á mjög þægilegum stað í Hafnar- firði. Leikskólinn og grunnskólinn séu steinsnar frá sem og 10-11 búð með sitt lága vöruverð. Jóhann er með tvær ábendingar til Eyjamanna. Annars vegar að taka sundlaugina og aðstöðuna þar í gegn því laugin sé orðin lúin og lítið um að vera fyrir krakkana. Hins vegar að byggja sumarbústaði suður á eyju. Jóhann er sannfærður um að brottflutt- ir Eyjamenn myndu nýta sér þá yfir sumartímann því ekki eigi allir ein- hvers staðar inni hjá fólki, svo ekki sé minnst á ef fjölskyldan er stór. Margir brottfluttir Eyjamenn vilji gera meira af því að heimsækja heimaslóðir. „I sjálfu sér skiptir litlu máli hvar maður býr svo framarlega sem atvinn- an og samfélagsþjónustan er í lagi. Við erunt líklega sest að í Hafnarfirði til frambúðar og líður vel," sagði Jóhann.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.