Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 05.12.2002, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 5. desember 2002 Fréttir 19 Handbolti, Essodeild karla - ÍBV 19 - Haukar 33 Hrun í síðari hálfleik Eftir ásætis byrjun Sesn bikar- meisturunum ÍBV tók á móti Haukurn á laugardaginn en bæði lið hafa verið á nokkurri uppleið í síðustu leikjum. Haukamir eru með mun sterkari mannskap og áttu því flestir von á því að leikurinn yrði erfiður fyrir Eyja- menn. I fyrri hálfleik vom hins vegar flestir farnir að trúa því að sigur væri mögulegur enda var leikurinn í jámum framan af. Haukamir snem hins vegar við blaðinu í síðari hálfleik og hrein- lega völtuðu yfir Eyjamenn. Lokatölur urðu 19-33 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11-14. ÍBV sýndi ágætis kafla í fyrri hálf- leik, sóknarleikur liðsins var markviss og fyrir vikið náðu Haukamir ekki mörgum hraðaupphlaupum. Erlingur Richardsson, þjálfari liðsins lét taka þá Halldór Ingólfsson og Aron Kristjáns- son úr umferð framan af og kom það gestunum í opna skjöldu. Akkilesar- hæll liðsins í þessum leik var hins vegar hægri vængurinn, hvorki Sig- urður Ari Stefánsson né Michael Lauritsen náðu sér á strik og munar um minna. Mörk ÍBV: Robert Bognar 5, Davíð Þór Oskarsson 3/3, Sigurður Bragason 3, Sigþór Friðriksson 2, Kári Kristjánsson 2, Gylfi Birgisson 1/1, Michael Lauritsen 1, Ríkharð Guðmundsson 1, Sigurður Ari Stef- ánsson 1. Varin skot: Viktor Gigov 17/1. Gunnar Heiðar meiddist en sló samt í gegn Eins og við sögðum frá í síðasta tölublaði þá var Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherjinn knái, staddur hjá belgíska félaginu Mouscron. Gunnar spilaði með varaliði félagsins í síðustu viku og byrjunin var ekki gæfuleg, strax á fimmtándu mínútu var hann tækl- aður harkalega. En Eyjamenn em ekki þekktir fyrir það að gefast upp, Gunnar harkaði af sér og skoraði mark í leiknum. Belgarnir vom mjög ánægðir með frammistöðu Gunnars og hafa nú boðið honum aftur út íjanúar. „Það var allt annað andrúmsloft hjá Belgunum heldur en í Hollandi og klúbburinn er mjög fjölskyldu- vænn. Mouscron er ekki stór bær og félagið sem slíkt ekki einn af stóm klúbbunum en í staðinn er allt mjög persónulegt og viðtökumar sem ég fékk vom frábærar,“ sagði Gunnar í samtali við Fréttir. „Það eitt að þeir bjóði mér út aftur segir mér að þeim er alvara þannig að nú er bara að skella sér á mölina og æfa vel fram í janúar.“ Sigurlás heiðraður Fyrir skömmu var huldinn aðalfundur Þjúlfarafélags íslands en á fundinum voru afhentar viðurkenningar. Sigurlás Þorleifsson var einn af fjórum þjálfurum sem heiðraðir voru fyrir störf sín í þágu yngri flokkanna en í fréttatilkynningu segir að allir fjórir hafi þeir lagt metnað sinn í þjálfun og verið knattspyrnuþjálfarastéttinni til sóma í störfum sínum. Smástund á ný meðal þeirra bestu Um helgina lék Smástund í A-riðli 2. deildar í innanhússknattspymu. Liðið lék fyrir þremur ámm í efstu deild en hefur síðan verið í 2. deild. Strákamir gerðu sér hins vegar lítið fyrir og unnu tvo leiki af þremur sem dugði til að vinna riðilinn og tryggja sér þar með sæti í 1. deild að ári. Knattspyrna: Hleypur á snærið hjá IBV Olga Færseth í raðir Eyjakvenna Heimir Hallsrímsson tekur við þjálfun meistarflokks á ný Loks virðist vera komin hreyfmg í málefni kvennaknattspymunnar í Eyjum. Um helgina var gengið frá ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem þjálfara liðsins eftir eins árs hlé. Ráðning Heimis er liðinu mikill fengur, enda hefur hann náð bestum árangri með liðið til þessa. Auk þess var gengið frá samn- ingum við tvo leikmenn. Fyrst ber að nefna Olgu Færseth, einn besta leikmann kvennaknattspymunnar á íslandi hin síðari ár, en hún hefur verið ein helsta markamaskína deildarinnar. Þá hefur Pálína Bragadóttir einnig ákveðið að spila með IBV næsta sumar en Pálína er miðvörður og hefur spilað með KR eins og Olga. Þegar Heimir var spurður um á- stæðu þess að hann er aftur tilbúinn í slaginn sagði hann að það hafi vegið þyngst hversu góður jarðvegur er fyrir hendi. „Eg neita því heldur ekki að mér rennur blóðið til skyldunnar. Ég var með liðið þrjú sumur og liðið var vaxandi á þeim tíma. Mér finnst við bara hafa allt of góðan hóp leikmanna til þess að missa þetta niður. Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér. Ég ætlaði að taka mér frí, var búinn að segja nei við stjóm karlaboltans um að taka við meistaraflokki karla en mér þykir einfaldlega vænt um ÍBV og gat þess vegna ekki sagt nei þegar meistaraflokkur kvenna kom inn í myndina.“ Síðasta sumar var erfitt fyrir liðið á margan hátt, heldurðu að orðsporið sem fari af liðinu eigi eftir að lifa lengi? „Sumarið síðasta fór eins og það fór. Ég er á því að við getum notað þá reynslu til góðs í framtíðinni og vonandi verður IBV áfram þekkt fyrir að vera vel rekið íþróttafélag. Það em bjartir tfmar framundan og ég vil hvetja fólk sem hefur áhuga á að starfa í kringum kvennaknattspymuna á einn eða annan hátt að hafa samband við okkur." Handbolti: Essodeild karla Erfiður útileikur framundan hjá strákunum Nú er síðari umferðin í Essodeild karla hafin en á laugardaginn mætir IBV Valsmönnum á Hlíðarenda. Fyrri leikur liðanna, hér í Eyjum, fór ekki vel því Valsmenn völtuðu hrein- lega yfir IBV og sigmðu með átján mörkum, 15-33. Valsmenn em á mikilli siglingu núna, unnu m.a. IR stórt á útivelli í síðustu umferð og munu án efa mæta ákveðnir til leiks. Gylfi Birgisson, reyndasti leik- maður IBV, sagði að menn hefðu sest niður á mánudaginn og farið yfir leikinn gegn Haukum. „Þetta fór illa hjá okkur á laugardaginn en þá sáu allir hvað liðið er brothætt. Við lentum undir strax í upphafi síðari hálfleiks og eftir það hættu menn bara að spila saman. Við fómm út í ýmis ævintýri í sókninni og spiluðum fyrir vikið aldrei vöm. Haukamir fengu því boltann í hendumar og nýttu vel hraðaupphlaupin. Við ætlum okkur að bæta okkar leik fyrir laugardaginn enda fer þetta illa ef við spilum eins slakan leik og í seinni hálfleik gegn Haukum. En við emm ekkert búnir að tapa leiknum fyrirfram, við gemm okkar besta og reynum að bæta okkur.“ Knattspyrna: Ölafur Þór Berry hjá Tottenham Ætla að fylsjast með honum í framtíðinni Einn af efnilegustu knattspymu- mönnum ÍBV, Ólafi Berry, var boðið á dögunum út til Lundúnaliðsins Tottenham þar sem hann æfði með unglingaliðum félagsins. Óli sagði í samtali við Fréttir að ferðin hefði verið mjög lærdómsrík. „Þetta var mjög fín ferð fyrir mig. Ég æfði með U-17 og U-19 ára liðum fél- agsins og það vom tvær æfingar á dag. Ensku strákamir eru mjög sterkir, em líka á miðju keppnistímabili þannig að ég var kannski dálítið þungur en æfingamar voru mjög erfiðar þannig að ég er ekkert hissa á því að þeir geti eitthvað í fótbolta. Það kom líka fyrir að við æfðum á sama svæði og aðal- liðið. Svo borðuðum við alltaf há- degismat með þessum köllum þannig að maður sá loksins þessa kalla með bemm augum. Annars fór bara vel um mig þarna í London, ég bjó hjá tveimur fjölskyldum meðan ég var þama úti en þar vom fleiri strákar sem em á vegum félagsins.“ Aðspurður hvort hann hefði ekki komið heim með samning f vasanum sagði hann að svo væri ekki. „Þeir létu mig samt vita að þeir ætluðu að fýlgjast með mér í framtíðinni.“ Minning Valtýs Þórs Valtýssonar Fæddur: 25. maí 1955 - Dáinn: 1. desember 2002 Sú sorgarfregn barst okkur sl. sunnudag 1. desemberað félagi okkar og vinur, Valtýr Þór Valtýsson, hefði orðið bráðkvaddur þá um morguninn. Menn setur hljóða þegar menn í blóma lífsins em burt kallaðir fyrir- varalaust. Þór var einn af þessum félögum sem íþróttahreyfingin gat alltaf leitað til, ávallt reiðubúinn að leggja góðum málum lið. Hann fór ungur að iðka íþróttir og kom fljótt að starfi íþróttahreyfingarinnar. Var um margra ára skeið einn af burðarásum í handknattleiknum hér í Eyjum, bæði innan vallar sem utan. Hann var framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Þórs um árabil, sat í stjórn knattspymudeildar IBV og gegndi margvíslegum trúnaðarstöríum fyrir HSÍ svo fátt eitt sé talið. íþrótta- hreyfingin sér á bak góðum félaga og vill þakka samfylgdina. Við biðjum góðan Guð að styrkja eiginkonu og böm hans og aðra vini og ættingja á þessari sorgarstund. Minningin um góðan félaga mun lifa. Þór Vilhjúlmsson, fonnaður IBV héraðssambands Oskar Freyr Brynjarsson, formaður IBV íþróttafélags. Húsnúmera- happdrætti ÍBV Agætu Eyjamenn Núna strax eftir helgina fer meist- araflokkur karla í fótboltanum af stað að selja miða í hinu árlega hús- númera- og fyrirtækjahappdrætti sínu. Sala mun heíjast á mánudags- kvöld og munu strákarnir okkar, ásamt knattpsymuráðsmönnum, ganga í hús og bjóða miðana til sölu. Verð miðanna að þessu sinni er kr. 1000,- að vanda eru í boði fjölmargir vinningar af öllunt stærðum og gerðum. Meðal vinn- inga er 60.000 kr. innborgun á Kanaríeyjaferð, United sjónvarp, Evrópufiug með Flugleiðum og Sælulyklar á Hótel Örk, vöruúttektir og margt, margt fleira. Allt í allt em vinningamir 35, einnig mun lítið góðgæti fylgja hverjunt keyptum miða. Sú nýbreytni hefur verið gerð á happdrættinu þetta árið að við bjuggum til sérstaka götu sem nefnist ÍBV-stræti (liggur við hliðina á Bankastræti í Rvik). Þeirri götu tengist takmarkað upplag miða sem eingöngu er ætlað til sölu uppi á landi. Þeir Eyjamenn á fasta- landinu sem hafa áhuga á að nálgast þá miða geta sett sig í samband við Jón Viðar í síma 864 2339 eða Gilla Hjartar í síma 895 8375. Það er einlæg von okkar að Eyja- menn taki vel á móti strákunum þegar þeir banka upp á. Með fyrirfram þökk fyrir jákvæðar móttökur Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Knattspymudeild ÍBV. Sigur og tap Stelpumar í unglingallokki léku tvo leiki um helgina, báða gegn Fram en annar varí bikarkeppninni. Fyrri leikurinn fór fram á föstu- dagskvöldið en sá leikur var í Islandsmótinu. Eyjastelpur unnu leikinn með minnsta mögulega ntun, 24-25 eftír að staðan í hálfleik hafði verið 12-13. ÍBV er nú íefsta sæti íB-riðli með 10 stig, jafn mörg stig og Fram en betri markatölu og leik færri. Seinni leikurinn fór svo fram á laugardagsmorguninn og svo virðist sem stelpurnar hafi verið eitthvað lengi að ná stírunum úr augunum því Framarar voru ellefu mörkum yfir t' hálfleik 18-7. Leikurinn endaði svo með með níu marka tapi, 29-20 og era því stelpumar dottnar úr leik í bikarkeppninni. Kárií landsliðið Kári Kristjánsson, horna- og línu- maður ÍBV í handboltanum, var unt helgina valinn í íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum 1984 og yngri. Alls voru fimmtán leik- menn valdir en liðið tekur þátt í Hela Cup sem fram fer í Þýska- landi, milli jóla og nýárs. Framundan Laugardagur 7. desember Kl. 14.00 Valur-ÍBV Essodeild

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.