Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 12.05.2005, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 12. maí 2005 Landa- KIEK.JA Fimmtudagur 12. maí: Kl. 09.00. Fræðslufundur tengiliða í áfallateymi Vestmannaeyja haldinn í Safnaðarheimilinu, fræðslustofu. Gengið inn um nýja innganginn við kirkjutorgið. Kl. 10.00. Mömmumorgunn í sal Safnaðarheimilisins, gengið inn frá Skólavegi. Guðný Bjamadóttir, ljósmóðir, ræðir um málefni er tengjast ungbömum. Hvítasunnudagur 15. maí: Kl. 11.00 Fjölskylduguðsþjónusta sem er þáttur í fjölsky Idudegi Sameinuðu þjóðanna. Allir fá stimpil í vegabréfið sitt fyrir þátttökuna. I guðsþjónustunni verður saga fyrir bömin og sálmamir em valdir með tilliti til almenns safnaðarsöngs. Sr. Kristján Bjömsson. Þriðjudagur 17. maí: Kl. 17:00. ÆfinghjáLitlum Lærisveinum. Kl. 17:30. Æfing hjá Stúlknakór Landakirkju. Æfingamar em til undirbúnings vortónleikum, guðsþjónustu og unglingakórsheimsókn helgina 21. - 22. maí, þegar Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju kemur í heimsókn. Fimmtudagur 19. maí: Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Sr. Kristján. Viðtalstími presta kirkjunnar er þriðjud. -föstud. kl. 11-12 ogá öðrum tímum eftir samkomulagi. HvItasunnu- KTRK.TAN Fimmtudagur 12. maí Kl. 20.30 Biblíufræðsla, við höldum áfram að lesa saman og útskýra 1. Pétursbréf. Allir vel- komnir. Föstudagur 13. maí Kl. 20:30 Unglingakvöld. Laugardagur 14. maí Kl. 20:30 Bæna- og lofgjörðar- stund. HVÍTASUNNUDAGUR Kl. 14:00 „Þá er upp var mnninn hvítasunnudagur” SAMKOMA í anda dagsins þ.e. Heilögum Anda. Vitnisburðir og kröftugt Guðs orð. Allir hjartanlega velkomnir. Annar í hvítasunnu Kl. 14:00 Gönguferð í góðum félagsskap. Heitt súkkulaði og fl. eftir gönguna. Allir velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 14. maí Kl. 10.30 Biblíurannsókn. Vel heppnað hestamannamót: Hápunkturinn var brúðkaup þeirra Ásu og Páls Heiðars Hestamannamótið, sem haldið var um helgina, tókst í alla staði vel að sögn Magnúsar Kristinssonar skipuleggjanda mótsins. Hingað komu tuttugu hestamenn og sextán hestar af fastalandinu en um tíu heimamenn tóku þátt í mótinu. A föstudeginum fór hópurinn í stóran útreiðartúr suður á Eyju, og m.a. riðið út í Klauf, Stórhöfða, Lyngfellisdal og endað við Lyngfell. Þar fór fram töltmót þar sem um tuttugu hestar og knapar kepptu, bæði heimamenn og gestir af fastalandinu. Sigurvegari mótsins varð Ármann Armannsson, útgerðarmaður, og ekki þótti verra að hann er ættaður frá Látmm í Vestmannaeyjum. Um kvöldið var borðhald í veislusal Eyjabústaða og á eftir stjómaði Ami Johnsen brekkusöng við mikinn fögnuð viðstaddra. Brúðkaup Hópurinn fór í reiðtúr um allt hraunið á laugardeginum og klukkan fimm síðdegis var haldið að Stafkirkjunni. Þar gengu Ása Birgisdóttir og Páll Heiðar Högnason í heilagt hjónaband og síðan var brúðkaupsveisla um kvöldið heima hjá Magnúsi að Búhamri 11, þar sem veislugestir skemmtu sér konunglega eins og nærri má geta. Á sunnudeginum var farið í útreiðartúr um Haugana og Magnús sagði að allir mótsgestir hefðu verið mjög ánægðir enda veðrið leikið við menn og málleysingja. „Þetta er þriðja mótið sem haldið er hér í Eyjum, íyrsta var haldið 1994 en þá kom hingað hópur frá Mosfellsbæ, annað mótið var 2003 að hluta til sami hópur og kom hingað núna. Þessi mót eru miklu minni í sniðum en þessi hefðbundnu hestamannamót en þar eru nokkur þúsund manns þannig að þetta er gjörólíkt og miklu persónulegra. Fólkið sem hingað kom var mjög ánægt með móttökumar, veðrið og aðstæður og mest er um vert að það á góðar minningar frá ferðinni til Eyja,“ sagði Magnús. Palli bað mín eftir mótið Sr. Kristján Bjömsson gaf Ásu Birgisdóttur og Pál Heiðar Högnason saman í Stafkirkjunni á laugardag við hátíðlega athöfn. Aðdragandinn og undirbúningur fyrir brúðkaupið var ekki langur en hjónaleysin ákváðu að láta pússa sig saman á föstudeginum. „Við erum búin að búa saman í tíu ár og höfum stundum verið að tala um að láta pússa okkur saman en ekkert orðið úr því fyrr en núna,“ segir Ása þegar hún er spurð út í HESTASKÁL. Magnús og einn keppenda kneifa ölið áður en haldið er í’ann. i JHSr m ' - tm ti - DÓMARAR og verðlaunahafar. Séra Kristján og Bergur bæjarstjóri voru dómarar í töltkeppninni. brúðkaupið. „Palli bað mín eftir mótið á föstudeginum og við ákváðum við að gifta okkur daginn eftir en þetta var allt mjög skemmtilegt því sr. Kristján var dómari á mótinu. Eg hrindi í mína nánustu ættingja og þau ætluðu varla að trúa þessu, héldu að við værum að grínast. Pabbi og systir mín komu með Herjólfi á laugardeginum, pabbi var svaramaður en mamma var hjá systur minni sem býr úti þannig að þær misstu af þessu. Við drifum í öllu á laugardagsmorgninum, keyptum hringa og brúðarvönd og þetta gekk allt upp. Maggi var búinn að bjóða öllum heim á laugardagskvöldinu og pantaði brúðartertu um morguninn þannig að þetta var alveg ffábært. Á milli 25 og 30 manns voru við athöfnina í kirkjunni og Lóa og Maggi eiga heiðurinn af veislunni. Þetta tókst í alla staði vel og þetta er besti dagur í mínu lífi,“ sagði Ása og bætti því við að þau væru smám saman að komast niður á jörðina aftur. Myndir Sigurgeir Jónasson. Texti Guðbjörg Sigurgeirsdóltir. BRÚÐHJÓNIN ásamt börnum og presti. DÓMARAR, Kristján og Bergur bera saman bækur sínar. MAGNÚS mótshaldari og brúðhjónin þegar Palli hafði beðið Ásu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.