Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Blaðsíða 6

Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Blaðsíða 6
6 íþróttablað hafnarfjarðar Starfsemi „Ha.uka“ 1947 Starfsemi íþróttafélaganna er yfirleitt meiri en annarra félaga, þar sem verulegur hluti þeirra starfar allt árið. Allt starf félaganna er unnið í sjálfboðavinnu og þar sem almenn- ur áhugi ríkir, er þetta raunar létt starf. Hingað til hafa „Haukar“ átt því láni að fagna, að almennur áhugi hefur verið meðal meðlimanna og hefur það átt verulegan þátt í velgengni félagsins undanfarin ár. í þessu stutta yfirliti mun ég leitast við að skýra nokkuð starfsemi félagsins á þessu ári. KNATTSPY RNAN Eins og að venju hafa verið haldin hér í bænum vor- og haustmót og Rafha-mótið. Á vormótinu kepptu fjórir aldursflokkar, þ. e. 1., 2., 3. og 4. aldursflokkur. Leikar fóru þann- ig að „Haukar“ unnu 3. fl. og þar með bikar- inn, sem kept var um, til eignar. Um þennan bikar hefur verið keppt síðan 1940 og hefur oft verið mjög tvísýn keppni um þennan grip, sem gefinn er af nokkrum áhugamönnum í Reykjavík. Var þetta í fimmta skipti, sem fé- lagið hafði unnið bikarinn. Á vormótinu hlutu „Haukar“ 4 stig. F. H. vann mótið, hlaut 6 stig og sá það um mótið að þessu sinni. Á Rafha-mótinu þurfti tvo leiki til að fá úrslit. Fyrri leikurinn var jafntefli, en seinni leikinn vann F. H. Á hausutmótinu var keppt í þremur aldurs- flokkum, 1., 2. og 3. aldursflokki. Leikar fóru þannig ,að „Haukar“ unnu í 1. og 3. fl., en F. H. í 2. fl. Þurfti að leika tvo leiki í 2. og 3. fl. til að fá úrslit; fyrri leikur varð jafntefli í báðum flokkum. „Haukar“ unnu því haust- mótið, hlutu 6 stig, en F. H. hlaut 4 stig. Eftir bæði mótin, vor- og haustmót, hlutu fé- lögin jafnmörg stig, eða 10 : 10. Það félag, sem hlýtur fleiri stig eftir bæði mótin, hlýtur bikar og nafnbótina „Knattspyrnumeistarar Hafnarfjarðar“. Þar sem stigin voru að þessu sinni jöfn, þá er farið eftir hvort félagið hef- ur skorað fleiri mörk, en það reyndist vera F. H., sem skoraði tveimur mörkum fleira en „Haukar“. Hefur það einu sinni komið fyr- ir áður, að sama hefur skeð, að stig urðu jafn- mörg eftir bæði mótin, og hafði þá F. H. eitt mark yfir „Hauka“. Stigabikarinn, sem gef- inn er af í. S. í., hafa „Haukar“ hlotið þrisvar en F. II. fimm sinnum. Þá hafa verið á þessu ári send sameiginleg lið félagann (F. H. og ,,Hauka“) á 2. og 3. fl. landsmót í knattspyrnu og var keppt undir nafni í. B. H. 3. fl. landsmótið var að þessu sinni háð hér í Hafnarfirði. Mörg félög sendu flokka til þáttöku og var það félag sem tapaði tveimur leikjum, úr mótinu. Hafnfirðingarnir voru óheppnir að því leyti að sumir af beztu piltunum voru ekki heima í sumar. Kepptu 3. fl. tvo leiki og tapaði báð- um. Eins fór það á 2. fl. mótinu, sem að þessu sinni var háð á Akranesi. Flokkurinn keppti tvo leiki, tapaði báðum og var þar með úr mótinu. HANDKNATTLEIKUR „Haukar“ sendu 5 flokka á handknattleiks- mót íslands (innanhúss), samtals um 40 kepp- endur. Á þessu móti reyndust „Haukar“ ekki eins sigursælir og oft áður og er það mjög skiljanlegt, þar sem reykvísku félögín hafa miklu betri aðstöðu til æfinga. í meistara- flokki karla háðu „Haukar“ mjög spennandi og tvísýnan leik við Val. Varð jafntefli (8 : 8) og var þetta fyrsti leikur í meistaraflokki á þessu móti. Lýsing á leiknum var tekin upp á stálþráð og síðan útvarpað. Bæjarkeppni var háð milli Hafnfirðinga og Reykvíkinga í meistaraflokki karla og kvenna og unnu Reykvíkingar í báðum flokkum. Að þessu sinni tóku „Haukar“ ekki þátt í hrað-keppnismóti kvenna. Hafnarfjarðarmótið í handknattleik var haldið eins og að venju og sáu „Haukar“ um það. Var það haldið í Engi- dal. Af fjórum flokkmn, sem tóku þátt í mót- inu, unnu „Haukar“ aðeins einn, sem var meistaraflokkur karla. Þá hafa „Haukar“ leikið ýmsa aukaleiki meistaraflokkar karla og kvenna m. a. á 17. júní hátíðahöldunum léku og unnu „Haukar“ báða leikina. ÆFINGAR OG SKILYRÐI TIL ÆFINGA í SUMAR Eins og undanfarin ár hefur knattspyma verið æfð á íþróttavellinum á Hvaleyrarholti. Eins og kunnugt er er sá völlur orðinn gamall og allt of lítill til að hægt sé að ná verulegum árangri, auk annarra ókosta, svo sem legu. Eins er þar ekkert skýli fyrir knattspymu- mennina eða afdrep til að klæða sig úr og í, þegar slæmt er veður. Til þess að sæmilegur árangur náist, þarf völlurinn að vera a. m. k. jafn stór og knattspyrnuvöllurinn í Reykjavík. Þá fyrst er hægt að gera sér vonir um að hafn- firskir íþróttamenn standi reykvískum knatt- spyrnumönnum á sporði. Eins og er, er völl- urinn hér hæfilegur fyrir 3. aldursflokk. í sumar var eins og kunnugt er mjög óhagstætt tíðarfar og var þessvegna mjög lítið æft. í sumar æfði kvenflokkar félagsins hand- knattleik í Engidal, en „Haukar“ hafa haft svæðið á leigu undanfarin ár. Þrátt fyrir ó-

x

Íþróttablað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/1083

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.