Stígandi - 01.07.1943, Page 13

Stígandi - 01.07.1943, Page 13
STIGANDI Júlí-september 1943 -I. ár, 1. hefti Til lesendanna Mörgun kann að virðast, að hér sé borið í bakkaíullan læk- inn með útgáfu enn nýs tímarits. Nóg sé þegar fyrir hendi af tímaritum með þjóðinni, og ekki muni hér á ferð nokkuð það, er skeri úr að eírú og orðfæri. Ekki mun heldur nokkru slíku lofað að óreyndu. En hug- mynd vor, sem að þessu riti stöndum, er sú, að hér eigi Norð- lendingar greiðari aðgang að vettvangi til að ræða þau mál, sem efst eru á baugi með þjóð vorri og merk mega teljast, enda sé rökvisst, stillt og kreddulaust á málum haldið. Enganveginn er það þó hugmynd vor, að hér verði um fast- skorðað fjórðungsrit að ræða, og engan fjórðungaríg er því ætl- að að reisa. Þær greinar, sem vér höfum hugsað oss að láta rit þetta mest fjalla um, eru bókmenntir og tunga þjóðarinnar, atvinnulíf og atvinnuhættir fyrr og nú, ferðalýsingar og landshættir og fræðslumál. Einnig er tilætlunin að flytja ýmiss konar fróðleik eftir föngum og nokkuð af þýddu eírú. Um leið og vér notum tækifærið og þökkum þær ágætu und- irtektir, sem vér höfuð fengið hjá öllum, er leitað hefir verið til um efrú, svo og þann góða stuðning, sem vér höfum fengið hjá auglýsendum og gert hefir oss auðveldara að ráðast í útgáfu ritsins, getum vér glatt þá lesendur, er Stíganda vilja vel taka, með þvi, að vér höfum fengið loforð og ádrátt um efni í ritið frá fjölmörgum þeim hér norðanlands, sem fást nú við ritmennsku, og stuðnings annarra er vænzt, þótt eigi hafi tekizt að ná sam- bandi við þá enn. Hér verður því um einstætt tækifæri að ræða til að fylgjast með hugsunum og viðhorfum Norðlendinga, ef oss tekzt að gera ritið vel úr garði, en til slíks er oss nauðsynlegt öruggt brautargengi góðra lesenda. Ætlun vor er, að ritið komi út ársfjórðungslega, en á þessu

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.