Stígandi - 01.07.1943, Síða 52

Stígandi - 01.07.1943, Síða 52
42 SKOLLA-FAXI STÍGANDI heitasti dagur sumarsins. Ég gekk til hestanna, leysti þá og sté á bak og reið niður með hinum þurra farvegi og hugsaði mér að æja úti á bersvæði, en ekki við skóginn“. „Voruð þér hræddir?“ spurði Vasonji. „Ég býst við að ég hafi verið hræddur. Hljóðfæraslátturinn var kynlegur. Ég vissi, að tónarnir voru slegnir á slaghörpu, en vissulega hefi ég aldrei heyrt svipaða tónlist. Ég reið ekki lengra burtu en svo, að ég þættist viss um að heyra tónana, ef harpan yrði slegin á ný. Það brást heldur ekki. Þegar náttaði, komu þeir í fylkingum út úr jaðri skógarins. Þeir liðu niður bakka fljótsfarvegarins og vitj- uðu mín. Þeir smugu loftið eins og mjúkur silkivaður, sem leik- inn hjarðsveinn þeytir af hendi, er hann vill fanga grip úr villtri nautgripahjörð. Þeir teygðu óteljandi anga eins og risa- vaxinn margfætla, sem fálmar eftir bráð sinni á hafsbotni, en bráðin var ég. Ég hlustaði og fann máttinn soginn úr sálu minni og líkama“. „Þekktuð þér nokkuð af því, sem leikið var?“ spurði Vasonji. — „Nei“, sagði ég stuttlega. Takið nú eftir: Það, sem leikið var, hefir aldrei verið leikið fyrir neinum tilheyrendum fyrr eða síðar, svo mikið er ég viss um, það hefir aldrei verið þrykkt á blað, með þessum einkennilegu punktum, klessum og krumsprangi og hengt til sýnis út í búðarglugga, það var nýtt og gert af eldi og litum. Það voru blóðlifrar breiddar til þerris í kvöldgolunni og sendar með henni, eins vítt og vindar blása. Þegar ég seinna læddist í áttina til kofans, fannst mér ég ekki vera einn, mér þótti sem fleiri mundu hlusta en ég. Eyðilönd Ástralíu er kynleg, þú veizt aldrei, hvenær þú ert einn, þar ligg- ur svo margt í landi. Næmar sálir finna þessi áhrif. Gamli Barcroft Boake, sem hengdi sig í svipuólinni sinni, orki kvæði um þetta, þar stendur: Langt úti á sléttunni, langt, langt á brottu, læðast í grasinu dauðir menn. Við bleikmána sigðina sá ég þeir — glottu — þeir sitja og læðast í grasinu enn. Ég gæti sagt yður sögur svo rammar, að hárin risu á höfði yðar og legðust aldrei aftur. Sögur um Dauða-vagninn, sem ek- ur um sléttuna í þurrkasumrum og hirðir hræ þeirra, sem fallið hafa af hungri og þorsta. Ég get sagt yður sögur af hinum

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.