Stígandi - 01.07.1943, Qupperneq 69

Stígandi - 01.07.1943, Qupperneq 69
STÍGANDI BJARNI STÓRHRÍÐ 59 hvers vegna bar þig hingað öllum ókunnugan vestan úr sveit- um?“ spurði ég. „Líklega örlög, en við getum sagt rás viðburðanna. Ég varð fyrir sárri reynslu á æskustöðvunum. En hingað fór ég til hefnda“. „Hefnda?" endurtók ég forviða. Bjarni brosti þyngslalega. „Það er ekki æsandi kapituli sagan sú“, sagði hann, „en ef þú villt, skal ég segja þér hana, hver veit nema þú verðir þess umkominn síðar að leggja mér liðsinni, þegar ég get ekki lengur talað máli mínu“. „Ég er allur eyru og augu“, svaraði ég og hagræddi mér á garðbrotinu. „Ég var tvítugur þá“, hóf Bjarni frásögn sína. „Okkur hafði verið vel til vina, mér og Sólveigu frá Hvoli, en vorið, sem við urðum tvítug, ákváðum við að fylgjast að lífið á enda. Það varð einmuna sumar, sumarið það. En þótt það hefði verið kalt og stirt, hefðum við Sólveig ekki vitað af því. Ég veit það er ótrú- lega barnalegt, en enn í dag eftir full 30 ár finn ég til ljúfsárrar kvalar, þegar ég heyri Sólveigar nafnið nefnt. Auðvitað var það heimskulegt að ímynda sér, að slík fullsæla sem okkar Sólveig- ar stæði lengi, en um slíkt var ekki hugsað þá, því urðu mér við- brigðin slík, er allt var úti, að mér lá við fullkominni vitfirringu. Þú hefðir átt að sjá hana Sólveigu. Hún var lítil og grönn, næst- um því drengjaleg í vexti. En þol hennar og þrek var ótrúlegt. Hún var síkát og geislandi af lífsfjöri, og mér fannst hún dásam- lega falleg, án þess þó að geta sagt, í hverju fegurð hennar fólst. En nú veit ég, að það voru augun, „erfðasilfur móður minnar“, eins og hún kallaði þau. Fyrr en við vissum af, var sumarið lið- ið, lyngið var orðið rautt og berin höfðu.frosið. Nú var kominn tími til að ráðstafa vetrartímanum. Reyndar var það fljótgert með minn, ég héldi auðvitað áfram námi. En hvað þá um Sólveigu? Ég gleymdi að geta þess, að Sólveig var foreldralaus, og það var erfiðara þá en nú. „Ég ræð mig að Bjargi í vetur“, sagði hún, „þú kemur heim í jólaleyfinu og þá fæ ég að skreppa yfir til ykkar, það er svo stutt“. — Þetta varð að ráði. Bjarg stendur hinum megin við lága heiðaöxl, sem bærinn, er ég ólst upp á, stendur undir. Um hálftíma gangur er á milli bæjanna og góð leið í góðri færð. En þess þurfti að gæta vel í dimmu að halda ekki of mikið inn til heiðarinnar, því að þá gat menn borið inn á endalausar auðnir öræfanna, þar sem torgætt er um öll kennileiti, nema fyrir því kunnugri menn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.