Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 4

Harmoníkan - 30.05.1995, Blaðsíða 4
Harmoníkan í Þrastaskógi 4.-7. ágúst 1995 um verslunarmannahelgina Ljóst er að með tilkomu harmoníku- móta á íslandi hefur orðið til nýtt af- brigði af útiskemmtanahaldi hér á landi. Nú er svo komið að nokkrar útihátíðir sem eingöngu eru ætlaðar harmoníku- unnendum fara fram yfir sumarmánuð- ina, oftast á vegum einhvers harmoníku- unnedafélags eða félaga. Hátíðimar eru enn virðingaverðari fyrir það að þær em ætlaðar öllum aldursflokkum og þar finna allir eitthvað við sitt hæfi, hvort heldur það er í formi samræðna, leikja, harmoníkuleiks eða í danslistinni. Þar ríkir hin sanna gleðistemmning. Öll em þessi mót á braut þróunar. Harmoníku- mótið í Þrastaskógi hefur þó allnokkra sérstöðu fyrir utan að vera brautryðjandi á þessu sviði. Það er rekið af einstak- lingum sem standa að útgáfu tímaritsins Harmoníkunnar og hefur svo verið síð- astliðin sjö ár. Við sem stöndum að út- gáfu blaðsins höfum leitast við að halda uppi ýmiss konar dagskrá, með spum- ingakeppni, getraun, leikjum og mark- aði ásamt fleiru. Harmoníkumótið í Þrastaskógi sem nú er haldið á þeim stað í þriðja sinn, verður með líku sniði og áður með nokkrum breytingum þó. Að þessu sinni ætlum við að sleppa út liðnum „Elsti harmoníkuleikarinn“. í hans stað hvetjum við mótsgesti til að koma með fleiri gerðir hljóðfæra á svæðið og munum við veita viðurkenn- ingu fyrir „frumlegasta hljóðfærið“. Frumlegt hljóðfæri getur verið af ýms- um togi. Sem dæmi má nefna skeiðar, þvottabretti, munnhörpur, hamar eða exi eða bara hvaðeina í flokki þess sem hægt er að kría út hljóð úr. Viðkomandi verður að geta leikið lag eða leikið und- ir harmoníkuleik. Attunda mót Harmoníkunnar árið 1995. Mótsgjaldið er 500 krónur á mann (frítt fyrir böm). Gjald fyrir tjaldsvæði er sér og innheimt af landverði staðar- ins. Reglur eru nauðsynlegar, því höfum við ávalt brýnt fyrir fólki að setja sér markmið um að ganga vel um og neyta víns í hófi. Þá viljum við ítreka að gefnu tilefni að gæludýr em ekki leyfð á svæðinu. Athugið að nú verður hægt að ná í okkur í síma á mótsstað ef þið viljið fá upplýsingar um eitthvað. Síminn er 89-65440. Vinafundur texti: Sigríður Ingvarsdóttir lag: Jóhanna Ingvarsdóttir i J> M j A. ,..i=i= Hm %> ' 4 J J-1-^ J J í í —jj E7 LL r-jf 14 A — J J J J (jJ J \ Tf J ftj 22 n E7 ——J 29 A D . 1 |-f| A A| (viðtag)^ Y B' J á í é . —í c ™ c~ 37 Hm hj Jii-i-i r E7 * 44 A A =p —:=p=d=| —f $ li -g-n 52 Hm E7 59 - A 3 A -9 9 Vinafundur Þegarfækkafer í bœ og sól að nálgast sœ ég glaður nú á vinamiðin rœ. Er ég næ áfélagafund fjarri ys og streitustund það líkar mér og œtíð léttir lund. Viðlag r.Enn við saman söfnumst hér og söngur berstfrá þér því gaman er að lifa og leika sér:: Síðan tek ég til við söng og teyga drykkjarföng spila og dansa sumarkvöldin löng. Við sækjum seint í ból en snemma förum á ról í Þrastaskógi er sumarblíða og sól. Viðlag r.Enn við saman söfnumst hér og söngur berstfrá þér því gaman er að lifa og leika sérr Sigríður Ingvarsdóttir 4

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.